Tenglar

4. maí 2012 |

Dúfa enn á ferð: Náði myndum í þetta sinn

1 af 2

Fyrir nokkrum dögum var hér greint frá því að Jón Þór Kjartansson á Reykhólum hefði séð dúfu við húsið sitt að Hellisbraut 32 en ekki verið nógu fljótur að smella af henni mynd. Undarlegt þótti að sjá fugl þessarar tegundar á þessum slóðum. Neðan við fréttina skrifaði Björk Stefánsdóttir á Hellisbraut 48 og sagði að börnin hennar hefðu verið að tala um dúfu sem þau hefðu séð og hún hefði verið merkt. Rebekka á Stað skrifaði þar líka og sagðist hafa náð merktum bréfdúfum sem villst höfðu af leið. Núna nokkuð seint að kvöldi var Jón Þór á ferð um Hellisbrautina og sá dúfuna rétt við hús þeirra Hallfríðar og Eggerts að Hellisbraut 52 og náði í þetta sinn að smella af henni myndum.

 

Ekki leynir sér rauði hringurinn um fótinn á dúfunni en ekki er hægt að sjá hvað á honum stendur.

 

Hver nær þessari Hellisbrautardúfu og les á hringinn?

 

30. apríl 2012  Sjaldséður fugl á Reykhólum

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30