Kíkið á heimasíðu SjávarSmiðjunnar á Reykhólum
Rekstur SjávarSmiðjunnar á Reykhólum hófst um síðustu mánaðamót þegar þaraböðin voru opnuð, en þau eru einn hluti þessa framtaks. SjávarSmiðjan er frumkvöðlafyrirtæki um nýtingu sjávarfangs eins og þara á nýjan og fjölbreyttari hátt til meðferðar sem og almennrar heilsubótar fyrir fólk á öllum aldri. Á Reykhólum er gnægð af bæði heitu vatni og breiðfirsku þaramjöli frá Þörungaverksmiðjunni. SjávarSmiðjan kappkostar að bjóða gestum notalegt umhverfi í gömlu verkstæði sem gert hefur verið upp til að halda tengingu við sjó, vatn og sögu staðarins. Gestirnir geta þannig hvort heldur notið slökunar í þaraböðum eða eingöngu sest niður í kaffi með skemmtilegu útsýni við Breiðafjörðinn.
Borði með tengli á heimasíðu SjávarSmiðjunnar er kominn í tengladálkinn hér vinstra megin á vef Reykhólahrepps.
01.07.2011 Þaraböðin á Reykhólum opnuð
SjávarSmiðjan - heimasíða