Tenglar

27. janúar 2012 |

Lionsfélagar enn á ferðinni

Þuríður, Guðmundar tveir og Eyvindur ásamt Eysteini í Skáleyjum.
Þuríður, Guðmundar tveir og Eyvindur ásamt Eysteini í Skáleyjum.
1 af 2

Enn voru Lionsfélagar í Reykhólahreppi á ferð færandi hendi. Að þessu sinni komu þeir í heimsókn á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð á Reykhólum með tvískipt hjólaborð, sem verða heimilisfólkinu til ýmissa nota. Til kaupa á borðunum var notað fé sem Handverksfélagið Assa gaf Lionsklúbbnum. Þar var um að ræða helminginn af andvirði þess varnings sem seldur var á bóka- og nytjamarkaðinum í Nesi á liðnu ári.

 

Lionsfólk hefur margháttuð útispjót til að afla fjár, sem öllu er varið í almannaþágu í heimabyggð og til mannúðarverkefna á landsvísu og heimsvísu. Það gildir auðvitað líka um fjármuni sem félagsskapnum eru gefnir.

 

Þeir Guðmundur Ólafsson formaður og Eyvindur Magnússon gjaldkeri Lions komu með borðin en fyrir hönd Barmahlíðar veittu þeim viðtöku Þuríður Stefánsdóttir hjúkrunarforstjóri og Guðmundur Hauksson sjúkraliði. Borðunum má renna yfir rúm og nota þau til dæmis bæði þegar matast er og sem lestrarborð.

 

02.01.2012  Assa útdeilir ágóðanum - og minnir á opnu húsin

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31