Tenglar

16. desember 2011 |

Silvía „okkar“ sigraði í aðventukransakeppni IKEA

Verðlaunahönnunin.
Verðlaunahönnunin.
1 af 3

Silvía Björk Birkisdóttir á Reykhólum sigraði með glans í aðventukransakeppni IKEA   og Smartlands Mörtu Maríu á mbl.is. Kransinn hennar er búinn til úr fjórum glösum, kertum og jólakúlum á frumlegan hátt. „Það er skemmtilegt að hafa unnið keppnina alveg óundirbúin og gjörsamlega óvænt því ég ákvað á síðustu stundu að vera með“, segir hún í samtali við Reykhólavefinn. „Vegna skólans og prófanna í desember hef ég ekki verið dugleg undanfarin ár að útbúa aðventukrans en ég gat notið þess núna og fannst það frábært.“

 

„Ég var búin að útbúa hann og sá að allt hráefnið í mínum kransi var frá IKEA og ákvað að senda inn mynd“, segir Silvía Björk. Hvað fallegustu kransana varðar nefnir hún einfaldleikann. „Líka er ekki verra að kransarnir séu svolítið nútímalegir.“ Hún kveðst hafa gaman af öllu sem gert er í höndunum.

 

Í verðlaun fékk Silvía Björk 30 þúsund króna gjafakort frá IKEA. „Það verður úr mörgu flottu að velja“, segir hún.

 

Sjá einnig:

12.12.2011  Flottir lokkar: Fáir tímar lausir fyrir jól

24.06.2011  Flottir lokkar: Hárgreiðslustofa opnuð á Reykhólum

 

Athugasemdir

Eyvindur, laugardagur 17 desember kl: 09:05

Innilega til hamingju Silvía, alveg magnað.

Unnur Ólöf, laugardagur 17 desember kl: 12:49

Vá hvað þetta er flottur aðventukrans ekki nema von að svona listaverk vinni Innilega til hamingju Silvía

Sig.Torfi, sunnudagur 18 desember kl: 01:01

Til hamingju, þú er alveg með þetta!!! :-)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30