Tenglar

5. janúar 2012 |

Skák: Íslandsmeistarinn gamli sigraði á Reykhólum

Jón Kristinsson og Dalli eigast við.
Jón Kristinsson og Dalli eigast við.
1 af 4

Jón Kristinsson fyrrum Íslandsmeistari og landsliðsmaður í skák sigraði á skákmótinu sem efnt var til á Reykhólum í kvöld. Heimamönnum var það vissulega óvænt ánægja og óvæntur heiður þegar hann birtist í Barmahlíð ásamt eiginkonu sinni rétt áður en mótið hófst. Jón vann allar sínar skákir eins og vænta mátti en þurfti sem betur fer að hafa svolítið fyrir sigri í einhverjum tilvikum. Jafnir í öðru til fjórða sæti urðu Eiríkur Kristjánsson, Guðjón D. Gunnarsson (Dalli) og Hlynur Þór Magnússon.

 

Jón Kristinsson var bankamaður alla sína starfsævi, lengi framan af í Reykjavík en síðan útibússtjóri á Hólmavík í rúman aldarfjórðung eða frá 1975 og til starfsloka árið 2002. Þau hjónin búa á Klúku í Miðdal upp af Sævangi við Steingrímsfjörð.

 

Jón tefldi í landsliði Íslands á sex Ólympíumótum, hinu fyrsta tvítugur að aldri í Varna í Búlgaríu árið 1962 eða fyrir hálfri öld. Hann varð Íslandsmeistari í skák árin 1971 og 1974.

 

Svipmyndirnar sem hér fylgja voru teknar á mótinu í kvöld.

 

Eins og hér var greint frá er ætlunin að hafa vikuleg skákkvöld á Reykhólum framvegis ef áhugi endist til. Fyrsta kvöldið lofar góðu og aftur verður komið saman í salnum á efri hæð Barmahlíðar kl. 20 á fimmtudagskvöld í næstu viku. Allir eru velkomnir, konur jafnt sem karlar, ungir jafnt sem aldnir og skákstyrkur skiptir engu máli.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30