Tenglar

8. febrúar 2012 |

Spurt um þjóðveginn ofan við Reykhóla

Rauðu örvarnar: Eldri vegur. Gulu örvarnar: Núverandi þjóðvegur.
Rauðu örvarnar: Eldri vegur. Gulu örvarnar: Núverandi þjóðvegur.

Í framhaldi af fyrirspurn varðandi hringingar á bæjum í héraðinu þegar gamli „sveitasíminn“ var enn við lýði skal spurst fyrir um veginn neðst í hlíðinni ofan við Reykhóla. Nú er fönnum þannig háttað eftir hláku undanfarinna daga að hann sést óvenjuvel (rauðu örvarnar). Smellið á myndina til að stækka hana. Hvenær var þessi vegur lagður og hverjir unnu að lagningu hans? Voru það innanhéraðsmenn eða aðkominn vegavinnuflokkur? Hvenær var svo núverandi þjóðvegur lagður (gulu örvarnar) og leysti gamla veginn af? Hverjir unnu það verk?

 

Upplýsingar um þetta eru vel þegnar í athugasemdakerfið hér fyrir neðan (til vara í tölvupósti), sem og annar fróðleikur um vegi og vegagerð í héraðinu. Hver man eða þekkir til þessara mála?

 

04.02.2012  Sveitasíminn: Hvernig var hringingin á hverjum bæ?

 

Athugasemdir

Þórunn J., mivikudagur 08 febrar kl: 14:23

Gamli vegurinn, meðfram fjallinu er gamla hestagatan, en hún var eitthvað betrumbætt þegar bílarnir komu, en var ólán því þarna var mikið grjóthrun og snjóflóð komu þarna líka. Nýji vegurinn var gerður um 1960 og hann teiknaði Sigurður Elíasson. Þessi vegur hefur verið unninn af vegagerðinni undir stjórn Magnúsar Ingimundarsonar í Bæ. Flugvöllinn teiknaði Sigurður líka ásamt veginum út Reykjanesið. Kveðja Þórunn J.

Þrymur Sveinsson, mivikudagur 08 febrar kl: 21:37

Það glittir í hestagötuna óskerta af og til ef grannt er horft á leiðinni frá Reiðhól og inn yfir Barmahraun. Því miður var frábært sýnishorn af vegum sem voru á ofanverðum Miðhúsamel, eyðilagt við efnistökuna 1973 fyrir veginn niður í Karlsey. Þar lágu hestagatan sem hafði verið farin um aldir við hlið fyrsta akvegarins sem var lagður út Reykjanesið.
Man einhver tilurðina fyrir nýörnefninu "Tertuhvammur"?

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30