Sveitasíminn - hringingaskrá til yfirferðar
Fyrir nokkru var hér óskað eftir upplýsingum um hringingar í Austur-Barðastrandarsýslu meðan gamli sveitasíminn var við lýði. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hér fyrir neðan er listi yfir hringingar sem upplýsingar hafa fengist um. Þó vantar hringingar á fáeinum bæjum og nokkur álitamál eru um aðra. Listinn eins og hann stendur núna er birtur til þess að glöggar manneskjur yfirfari hann og komi frekari upplýsingum á framfæri - og athugasemdum hvers konar og leiðréttingum ekki síður.
Hafið samband við Hörpu í síma 894 1011 eða tölvupósti.
Hér fylgir mynd af ljósriti af símaskrá fyrir nokkra bæi í Gufudalssveit, sem á sínum tíma var uppi á vegg á Kleifastöðum. Ljósrit þetta er í fórum Katrínar á Skálanesi en frumritið er sagt vera innrammað á vegg á Kleifastöðum, sem eru núna sumardvalarstaður. Katrín og Jóhanna frá Gröf (Hanna hans Gylfa) telja að þrátt fyrir það sem á þessari skrá stendur hafi aldrei verið sími á Miðhúsum í Gufudalssveit og jafnvel ekki heldur á Grónesi. Sú hringing sem þarna er tilgreind (fjórar stuttar) er hin sama og var í útibúi Kaupfélags Króksfjarðar á Skálanesi, en þær Katrín og Hanna segja að allir bæir í Gufudalssveit hafi verið á sömu línu. Frekari upplýsingar um það hvaða bæir voru saman á línu eru vel þegnar. Ábendingar varðandi heppilegri röð bæjanna eru líka vel þegnar.
Fyrsti bærinn á listanum hér fyrir neðan, Kleifar í Gilsfirði, tilheyrir reyndar ekki Austur-Barðastrandarsýslu heldur Dalasýslu. Fyrir mun hafa komið að frambjóðendur til Alþingis hafi af misgáningi byrjað yfirreið sína um Vestfjarðakjálkann einum bæ of snemma og boðað Jóhannesi á Kleifum fagnaðarerindið.
Viðbót 6. mars: Viðbætur, breytingar og leiðréttingar frá upphaflegri birtingu í gær eru rauðlitaðar.
|
|
Kleifar (tilheyra Dalasýslu) |
löng stutt stutt löng |
Gilsfjarðarbrekka |
löng löng stutt - vafamál? |
Gilsfjarðarmúli |
stutt stutt löng löng |
Garpsdalur |
stutt stutt löng |
Gróustaðir |
stutt stutt stutt stutt |
Króksfjarðarnes - símstöð |
löng stutt löng |
Neyðarhringing |
stutt stutt stutt stutt stutt |
Fleiri hringingar í Króksfjarðarnesi |
? |
Vogaland |
stutt löng löng |
Svarfhóll |
stutt stutt |
Litla-Brekka |
stutt löng |
Bakki |
löng stutt stutt |
Valshamar |
löng |
Stekkjarholt |
stutt löng stutt stutt |
Gautsdalur |
stutt löng stutt |
Ingunnarstaðir í Geiradal |
löng löng |
Tindar |
stutt stutt stutt |
Klettur í Geiradal |
löng stutt |
Hólar |
stutt stutt |
Kambur 1 |
löng stutt stutt |
Kambur 2 |
löng löng stutt löng |
Melbær |
stutt stutt stutt löng löng (athuga) |
|
löng löng stutt stutt stutt (Dagný Stefánsdóttir) |
Bær í Króksfirði |
stutt löng löng |
Hábær |
stutt löng stutt |
Mýrartunga 1 |
stutt stutt löng |
Mýrartunga 2 |
löng stutt stutt löng |
Gillastaðir |
stutt stutt stutt |
Klukkufell |
löng löng stutt stutt |
Munaðstunga |
stutt stutt löng löng |
Hríshóll 1 - Reynir |
stutt stutt stutt löng |
Hríshóll 2 - Garðar |
löng stutt stutt stutt löng |
Hafrafell 1 - Valdi |
löng löng |
Hafrafell 2 - Hulda |
löng löng stutt |
Borg |
stutt löng löng stutt |
Skáldstaðir |
löng stutt stutt stutt |
Berufjörður |
löng löng stutt |
Hyrningsstaðir |
löng stutt löng löng |
Seljanes |
stutt stutt löng stutt stutt |
Barmar |
löng |
Miðhús í Reykhólasveit |
stutt stutt löng stutt |
Grund |
stutt stutt stutt löng löng |
Tilraunastöð - Ingi Garðar |
löng löng |
Tilraunastöð - ráðsmaður |
löng löng löng löng |
Tilraunastöð - skrifstofa |
löng löng löng |
Álfheimar |
löng |
Reykhólar - húsið á Hólnum |
stutt stutt stutt |
Læknishús |
löng stutt |
Prestshús |
stutt löng stutt |
Ás |
ekki vitað |
Jenshús |
stutt löng stutt stutt (leiðr. Ebenezer Jensson) |
Sæmundarhús |
löng stutt stutt stutt löng |
Skólastjóraíbúð |
löng |
Mávavatn |
löng stutt |
Garðshorn |
ekki vitað |
Höllustaðir |
löng stutt stutt |
Skerðingsstaðir 1 - Halli |
stutt stutt |
Skerðingsstaðir 2 - Finnur |
stutt stutt löng löng |
Miðjanes 1 - Rósa |
stutt löng löng stutt |
Miðjanes 2 - Lóa |
löng stutt stutt löng |
Hamarland |
löng stutt löng stutt |
Staður |
stutt stutt löng |
Bólstaður |
löng |
Árbær - Jón |
stutt stutt stutt stutt |
Árbær - Þórður |
löng löng |
Laugaland |
stutt löng löng - vafamál? |
Hlíð |
löng löng löng stutt |
Hofsstaðir við Þorskafjörð |
löng löng stutt löng |
Bjarkalundur |
löng stutt |
Kinnarstaðir |
stutt löng |
Skógar |
löng |
Kollabúðir |
löng löng löng |
Múlakot |
stutt stutt stutt stutt |
Þórisstaðir |
löng |
Gröf |
stutt stutt |
Hallsteinsnes |
löng löng löng |
Djúpidalur |
löng stutt löng |
Brekka - símstöð |
löng löng |
Gufudalur |
stutt löng löng stutt |
Fremri-Gufudalur |
stutt löng stutt stutt |
Hofstaðir við Gufufjörð |
löng stutt stutt löng |
Skálanes - Hallgrímur |
löng stutt stutt stutt |
Skálanes - útibú KK |
stutt stutt stutt stutt |
Skálanes - Jón |
stutt stutt stutt |
Kleifastaðir |
stutt stutt löng |
Galtará |
löng löng stutt stutt |
Eyri |
löng löng stutt |
Múli |
löng stutt |
Fjarðarhorn |
stutt löng löng |
Klettur (hvaða Klettur?) |
stutt löng löng |
Miðhús við Djúpafjörð |
stutt stutt stutt stutt |
Grónes |
stutt stutt löng löng |
Barmur |
stutt löng |
Klettur í Kollafirði |
stutt löng stutt |
Bær á Bæjarnesi |
löng löng stutt |
Kirkjuból |
stutt stutt löng |
Kvígindisfjörður |
löng löng |
Svínanes |
löng stutt löng |
Skálmardalur |
stutt stutt löng |
Hamar |
stutt löng stutt |
Múli |
stutt löng löng |
Deildará |
löng stutt |
Ingunnarstaðir á Skálmarnesi |
löng löng stutt |
Fjörður |
stutt löng |
Hrafnhildur Reynisdóttir, mnudagur 05 mars kl: 23:55
Bæir í Gufudal heita Gufudalur og Fremri Gufudalur en það hefur ekki verið venja að auðkenna þá með 1 og 2.
Á Kletti í Kollafirði var stutt-löng-stutt.
Takk fyrir samantektina, gaman að þessu.
Kveðja, Hrafnhildur