Tenglar

5. mars 2012 |

Sveitasíminn - hringingaskrá til yfirferðar

Fyrir nokkru var hér óskað eftir upplýsingum um hringingar í Austur-Barðastrandarsýslu meðan gamli sveitasíminn var við lýði. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hér fyrir neðan er listi yfir hringingar sem upplýsingar hafa fengist um. Þó vantar hringingar á fáeinum bæjum og nokkur álitamál eru um aðra. Listinn eins og hann stendur núna er birtur til þess að glöggar manneskjur yfirfari hann og komi frekari upplýsingum á framfæri - og athugasemdum hvers konar og leiðréttingum ekki síður.

 

Hafið samband við Hörpu í síma 894 1011 eða tölvupósti.

 

Hér fylgir mynd af ljósriti af símaskrá fyrir nokkra bæi í Gufudalssveit, sem á sínum tíma var uppi á vegg á Kleifastöðum. Ljósrit þetta er í fórum Katrínar á Skálanesi en frumritið er sagt vera innrammað á vegg á Kleifastöðum, sem eru núna sumardvalarstaður. Katrín og Jóhanna frá Gröf (Hanna hans Gylfa) telja að þrátt fyrir það sem á þessari skrá stendur hafi aldrei verið sími á Miðhúsum í Gufudalssveit og jafnvel ekki heldur á Grónesi. Sú hringing sem þarna er tilgreind (fjórar stuttar) er hin sama og var í útibúi Kaupfélags Króksfjarðar á Skálanesi, en þær Katrín og Hanna segja að allir bæir í Gufudalssveit hafi verið á sömu línu. Frekari upplýsingar um það hvaða bæir voru saman á línu eru vel þegnar. Ábendingar varðandi heppilegri röð bæjanna eru líka vel þegnar.

 

Fyrsti bærinn á listanum hér fyrir neðan, Kleifar í Gilsfirði, tilheyrir reyndar ekki Austur-Barðastrandarsýslu heldur Dalasýslu. Fyrir mun hafa komið að frambjóðendur til Alþingis hafi af misgáningi byrjað yfirreið sína um Vestfjarðakjálkann einum bæ of snemma og boðað Jóhannesi á Kleifum fagnaðarerindið.

 

Viðbót 6. mars: Viðbætur, breytingar og leiðréttingar frá upphaflegri birtingu í gær eru rauðlitaðar.

 

 

Kleifar (tilheyra Dalasýslu)

löng stutt stutt löng

Gilsfjarðarbrekka

löng löng stutt - vafamál?

Gilsfjarðarmúli

stutt stutt löng löng

Garpsdalur

stutt stutt löng 

Gróustaðir

stutt stutt stutt stutt

Króksfjarðarnes - símstöð

löng stutt löng

Neyðarhringing

stutt stutt stutt stutt stutt

Fleiri hringingar í Króksfjarðarnesi

?

Vogaland

stutt löng löng

Svarfhóll

stutt stutt

Litla-Brekka

stutt löng 

Bakki

löng stutt stutt 

Valshamar

löng

Stekkjarholt

stutt löng stutt stutt

Gautsdalur

stutt löng stutt 

Ingunnarstaðir í Geiradal

löng löng 

Tindar

stutt stutt stutt  

Klettur í Geiradal

löng stutt

Hólar

stutt stutt

Kambur 1

löng stutt stutt

Kambur 2

löng löng stutt löng

Melbær

stutt stutt stutt löng löng (athuga)

 

löng löng stutt stutt stutt (Dagný Stefánsdóttir) 

Bær í Króksfirði

stutt löng löng

Hábær

stutt löng stutt

Mýrartunga 1

stutt stutt löng

Mýrartunga 2

löng stutt stutt löng

Gillastaðir

stutt stutt stutt

Klukkufell

löng löng stutt stutt

Munaðstunga

stutt stutt löng löng

Hríshóll 1 - Reynir

stutt stutt stutt löng 

Hríshóll 2 - Garðar

löng stutt stutt stutt löng

Hafrafell 1 - Valdi

löng löng

Hafrafell 2 - Hulda

löng löng stutt

Borg

stutt löng löng stutt

Skáldstaðir

löng stutt stutt stutt 

Berufjörður

löng löng stutt

Hyrningsstaðir

löng stutt löng löng

Seljanes

stutt stutt löng stutt stutt

Barmar

löng

Miðhús í Reykhólasveit

stutt stutt löng stutt 

Grund

stutt stutt stutt löng löng

Tilraunastöð - Ingi Garðar

löng löng

Tilraunastöð - ráðsmaður

löng löng löng löng

Tilraunastöð - skrifstofa

löng löng löng 

Álfheimar

löng

Reykhólar - húsið á Hólnum

stutt stutt stutt

Læknishús

löng stutt

Prestshús

stutt löng stutt

Ás

ekki vitað

Jenshús 

stutt löng stutt stutt (leiðr. Ebenezer Jensson) 

Sæmundarhús

löng stutt stutt stutt löng

Skólastjóraíbúð

löng

Mávavatn

löng stutt

Garðshorn

ekki vitað

Höllustaðir

löng stutt stutt

Skerðingsstaðir 1 - Halli

stutt stutt

Skerðingsstaðir 2 - Finnur

stutt stutt löng löng

Miðjanes 1 - Rósa

stutt löng löng stutt

Miðjanes 2 - Lóa

löng stutt stutt löng

Hamarland

löng stutt löng stutt

Staður

stutt stutt löng 

Bólstaður

löng

Árbær - Jón

stutt stutt stutt stutt

Árbær - Þórður

löng löng

Laugaland

stutt löng löng - vafamál?

Hlíð

löng löng löng stutt

Hofsstaðir við Þorskafjörð

löng löng stutt löng

Bjarkalundur

löng stutt

Kinnarstaðir

stutt löng

Skógar

löng

Kollabúðir

löng löng löng

Múlakot

stutt stutt stutt stutt

Þórisstaðir

löng

Gröf

stutt stutt

Hallsteinsnes

löng löng löng

Djúpidalur

löng stutt löng

Brekka - símstöð

löng löng

Gufudalur

stutt löng löng stutt

Fremri-Gufudalur

stutt löng stutt stutt

Hofstaðir við Gufufjörð

löng stutt stutt löng

Skálanes - Hallgrímur

löng stutt stutt stutt

Skálanes - útibú KK

stutt stutt stutt stutt

Skálanes - Jón

stutt stutt stutt

Kleifastaðir

stutt stutt löng

Galtará

löng löng stutt stutt

Eyri

löng löng stutt

Múli

löng stutt

Fjarðarhorn

stutt löng löng

Klettur (hvaða Klettur?)

stutt löng löng

Miðhús við Djúpafjörð

stutt stutt stutt stutt

Grónes

stutt stutt löng löng

Barmur

stutt löng

Klettur í Kollafirði

stutt löng stutt

Bær á Bæjarnesi

löng löng stutt

Kirkjuból

stutt stutt löng

Kvígindisfjörður

löng löng

Svínanes

löng stutt löng

Skálmardalur

stutt stutt löng

Hamar

stutt löng stutt

Múli

stutt löng löng

Deildará

löng stutt

Ingunnarstaðir á Skálmarnesi

löng löng stutt

Fjörður

stutt löng

 

Athugasemdir

Hrafnhildur Reynisdóttir, mnudagur 05 mars kl: 23:55

Bæir í Gufudal heita Gufudalur og Fremri Gufudalur en það hefur ekki verið venja að auðkenna þá með 1 og 2.
Á Kletti í Kollafirði var stutt-löng-stutt.
Takk fyrir samantektina, gaman að þessu.
Kveðja, Hrafnhildur

Guðjón D, Gunnarsson, rijudagur 06 mars kl: 12:32

Ég þykist muna. að hringingin til Gilsfjarðarbrekku sé rétt. Einnig má koma fram, að neyðarhringing var 5 stuttar.
Kærar þakkir. Dalli.

Þóra Björk Samúelsdóttir, rijudagur 06 mars kl: 14:37

Var ekki sími á Hallsteinsnesi?

Harpa Eiríksdóttir, rijudagur 06 mars kl: 15:16

jú, búin að fá það í pósti að það hafi verið 3 langar á Hallsteinsnesi

Ingvar Samuelsson, rijudagur 06 mars kl: 19:16

Á Höllustöðum var löng stutt stutt. kv Ingvar

Hlynur Þór Magnússon, umsjónarmaður vefjarins, rijudagur 06 mars kl: 21:01

Viðbætur, leiðréttingar og lagfæringar hafa verið settar (og verða settar ef fleiri berast) inn í töfluna hér fyrir ofan og eru auðkenndar með rauðum lit.

Dagný Stefáns, mivikudagur 07 mars kl: 00:38

Melbær 2 langar 3 stuttar.

Halldór D. Gunnarsson, mivikudagur 07 mars kl: 20:41

Enginn bær í Geiradal heitir Stekkjarhóll, hann heitir Stekkjarholt

Þrymur Sveinsson, fimmtudagur 08 mars kl: 00:48

Miðhús vestan Djúpadals er talið í bæjatali Póststjórnarinnar 1885, 1915, vantar 1930, finnst ekki í 1951 og 1961. Samkvæmt Jóni á Skáldsstöðum var ábúð þar til ársins 1893 og svo árin 1930 - 1931 - þannig að það er spurning hvenær símalínan var lögð vestur og hvenær hún var tengd á alla bæina vestra og hvort Miðhús hafi verið tengd við símalínuna miðað við þá stuttu ábúð sem er þar á fyrrihluta 20 aldarinnar. Þetta hljóta gamlir Gufsarar að vita.
Rétta bæjarröðin frá Múla í Þorskafirði var Hjallar, Þórisstaðir, Gröf, Hallsteinsnes, Barmur Djúpidalur, Miðhús, Gróunes( þar er búið til 1927), Brekka, Fremri Gufudalur, Neðri Gufudalur, Hofsstaðir, Skálanes, Kleifarstaðir, Galtará, Sveinungseyri, Kálfadalur (fór í eyði 1944), Múli, Fjarðarhorn, Seljaland (fór í eyði 1953), Klettur.
Frá Kletti liggur leiðin vestur í Múlasveit og byrjaði á Bæ á Bæjarnesi, Kirkjuból, Kvígindisfjörður, Svínanes, Illugastaðir, Vattarnes, Skálmardalur, Skálmarnesmúli, Ingunnarstaðir, Hamar, Deildará, Fjörður, Litlanes.
Júlíus Sigurðsson bóndi á Litlanesi hafði umsjón með svokallaðri eftirlitssímsstöð, þriðja flokks símsstöð allt þar til hann lést síðla árs 1961. Svo er hugsanlegt að Salbjörg eiginkona Júliusar hafi haldið áfram þar til hún og Þorvarður sonur hennar fluttu burt og Litlanes fór í eiði. Litlanes er vestasti bær sýslunnar.
Bæjarröðin birtist eins og Bæjatal Póst og Símamálastjórnarinnar leggur út.

Mér er sagt að það þegar símalínan var lögð út Reykjanesið voru símtæki ekki sett í fyrstu á hvern bæ. Heldur hafi verið sett upp símtæki Kinnastöðum, Reykhólum og á Skerðingsstöðum. Svo voru send skilaboð út á bæina frá þessum símstöðvum þegar svo þurfti. Hvenær símtæki urðu svo á hverjum bæ leikur mér forvitni á að vita.

Þrymur Sveinsson, fimmtudagur 08 mars kl: 00:56

Þórður Andrésson bjó á Hjöllum í Gufudalssveit frá 1934 - 1947. Veit einhver hvort þar var lagt fyrir síma og hvaða hringing var á Hjöllum?

Svenni Svarfhóli, fimmtudagur 08 mars kl: 10:24

Þetta er skemmtilegt framtak, ein smá leiðrétting, á Hofsstöðum við Þorskafjörð var hringingin: 2 langar stutt og löng, en ekki löng 2 stuttar og löng.

Dísa frá Gröf, sunnudagur 11 mars kl: 00:01

Það hefur ekki komið fram að Laugaland var á línu með Gufudalssveitinni fyrrum. Hanna systir minnti mig á þetta. Hringingin mun hafa verið löng löng stutt, (eða tvær langar og stutt eins og alltaf var sagt heima). Ég talaði við Guðmund Theodórsson frá Laugalandi til að staðfesta að hringingin væri rétt. Hann mundi þetta nú ekki, enda löngu burtfluttur, en minntist þess að skipt hefði verið um hringingu, og minnti helst að sú nýja hringing hefði verið stutt stutt löng stutt (tvær stuttar löng og stutt). Þessi breyting hefur að líkindum orðið þegar stauralína var lögð fyrir nesið frá Stað eða Árbæ inn að Laugalandi. Guðmund minnti að það hefði verið um 1967 sem hún var lögð. Áður var sem sé tengingin um sæstreng frá Hallsteinsnesi, (úr Grenitrésnesinu, líklega lagður um 1949).
Annar sæstrengur var yfir fjörðinn, frá Kinnarstöðum að Þórisstöðum. Þessir strengir, og þá sérstaklega Þórisstaðastrengurinn, voru oft til bölvaðra vandræða. Þegar ís var á firðinum, sem var held ég í flestum árum meðan sveitasíminn var við lýði, plægðu jakarnir kapalinn upp úr leirnum og rifu einangrunina sem var utanum vírinn. Við það komst raki í strenginn sem orsakaði sambandsrof eða truflanir á línunni. Þetta var einkum þegar kom framá og ísinn losnaði frá löndunum. Jakarnir sem eftir voru á fjörunni voru þá á sífelldri hreyfingu við sjávarföllin. Pabbi (Guðmundur í Gröf) fékk oft smjörþefinn af þessu, en hann var lengi viðgerðarmaður símans í vestanverðum Þorskafirði. Ekki var nú lagt mikið til af viðgerðarefni, og varð hann oftast að tjasla við þetta til bráðabirgða með dekkslöngugúmmíi og vír.

Ég held að ég geti fullyrt að það var aldrei sími á Hjöllum og engin stauralína var milli Múla og Þórisstaða.

Eitt fyrirbæri sveitasímans var afhringing, ein stutt. Það var til að láta vita að símtali væri lokið. Ekki þurftu nú allir að treysta á hana!

Fleiri hringingar í Króksfjarðarnesi? Hvað með Gerði, Ólafshús, Addi og Sóley, kaupfélagsstjórahús, kaupfélag og skrifstofa, banki (Samvinnu-), sláturhúsið?

Líka eitthvað af miðaldra húsum á Reykhólum, Hellisbraut 6,8,10 og fleiri hús?

Dísa frá Gröf, rijudagur 13 mars kl: 21:53

LEIÐRÉTTING !!!
Ég setti kolvitlausa hringingu að Laugalandi í póstinum hér á undan, hef litið á skakkt blað. Hið rétta er að meðan Laugaland var á Gufsulínunni var hringingin LÖNG STUTT STUTT, (löng og tvær stuttar). Ég biðst forláts á vitleysunni.

Þrymur Sveinsson, mivikudagur 14 mars kl: 00:16

Ég vil þakka Dísu frá Gröf fyrir þessar greinargóðu upplýsingar.
Hvernig var það; Hverjir voru línuverðirnir? Ég man eftir Guðmundi Jónssyni frá Mýrartungu aka Gimma, og Sigvalda Guðmundssyni á Hafrafelli sem leystu flest vandamál. Símstöðvarstjórar í Króksfjarðarnesi. Jón Ólafsson, Haukur Friðriksson, Guðllaug Guðmundsdóttir ? Starfsfólk símstöðvarinnar og annað sem fólki kemur í hug varðandi símamálin frá Gilsfjarðarbotni og vestur í Litlanes.

Jón Trausti Markússon, sunnudagur 25 mars kl: 13:02

Þegar ég sá hér á vefnum þessa stórskemmtilegu hugmynd þeas.að safna gömlu símhrihgingunum á svæðinu, rifjaðist upp fyrir mér að ég ætti í fórum mínum "hringingaplan" fyrir"Innsveit" og Reykjanes. Ég hafði gjarnan þá áráttu sem unglingur að skrifa hjá mér hitt og þetta án tillits til notagildis. Þetta mun ég hafa skrifað uþb. 1956-1958. Læt "planið" fylgja hérmeð:
Árbær ..../ Ás _ /Berufjörður _ _ ./Bjarkalundur _.._ /Borg ._ _. /Bær . _ _ /Garðshorn (Jón Guðm.) _ _ . /Gillastaðir . . . /Grund . . . _ _ /Hafrafell _ _ /Hamarland _ . _ . /Hlíð _ _ _ . Hofstaðir _ _ . _ / Hólar . . / Hyrningsstaðir_ ._ _ /Höllustaðir _ . . /Kambur. . _ / Hríshóll . . . _ / Kinnarstaðir . _ / Klukkufell _ _ . . / Kollabúðir _ _ _ / Króksfjarðarnes _ . _ / Læknir _ . / Miðhús . . _ . / Miðjanes (skemmd í handriti) Munaðstunga . . _ _ / Múli (Múlakot) . . . . / Mýratunga _ . . / Prestshús . _ . / Reykhólar . . . / Seljanes . . _ . . / Staður . . _ / Skáldstaðir _ . . . / Skerðingsstaðir . . / Skógar _ / Sæmundarhús _ . . . _ / Tilraunastöð _ _ / Tröð (Jens) . _ . . /

Þröstur Reynisson, fstudagur 11 janar kl: 00:24

Skemmtilegar pælingar.
Vona að einhverjir séu enn að skoða þetta þótt ár sé senn liðið frá útgáfu.
Var aldrei sími á Seljalandi í Kollafirði? Samkv. Kleifastaðasímaskránni hennar Kötu, og þessari líka, virðist það hafa orðið eitthvað útundan.
Mig minnir það hafi verið skipt um hringingu í Djúpadal þegar símstöðin á Brekku lagðist af. Það mátti ekki vera sama hringing og á símstöðina í Króksfjarðarnesi.
Held að það hafi gerst ´73, en gæti skakkað ári.
Man ekki fyrir víst hvaða hringingu Djúpidalur fékk í staðinn. Gott samt ef það var ekki Barmshringingin?
Svari nú þeir sem vita.

Þröstur Reynisson, fstudagur 11 janar kl: 00:42

Smá viðbót um líftíma þesssara hringinga:
Úti á Múlanesi hékk línan uppi og var notuð þar milli bæja í mörg ár eftir að hún opinberlega var aflögð.
Ég er alls ekki viss hversu lengi, en gott ef það var ekki fram undir aldamót.
Ég var síðast að þvælast þarna í þangi eða tófu ´97 og ´98 og held hún hafi enn verið notuð þá. Er samt alls ekki viss og vonandi veit einhver betur.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30