19. janúar 2012 |
Þakkir vegna upptökutækjanna á Reykhólum
Stjórn Foreldrafélags Reykhólaskóla biður fyrir kærar þakkir til þeirra einstaklinga, fyrirtækja og félaga sem studdu kaupin á upptökuvélinni sem skólanum var afhent í vetur. Það eru (í stafrófsröð): Ebenezer Jensson, Eíríkur Snæbjörnsson (Reykskemman Stað), Hólakaup, Kvenfélagið Katla, Landsbankinn, Leikfélagið Skrugga og Lionsdeildin í Reykhólahreppi.
Hér er um að ræða Sony-upptökuvél ásamt aukabúnaði. Tækin nýtast bæði grunnskólanum og leikskólanum í starfi og leik. Áhugasamtök á svæðinu hafa einnig aðgang að þeim.
05.01.2012 Upptökuvél keypt fyrir skóla og áhugasamtök