Tenglar

11. maí 2012 |

Þing og fagnaður Félags vestfirskra listamanna

Félag vestfirskra listamanna, sem stofnað var á síðasta ári, gengst fyrir Listamannaþingi í tengslum við aðalfund sinn í Félagsheimilinu í Bolungarvík á morgun, laugardag. Félagið spannar allan Vestfjarðakjálkann og þar með Reykhólahrepp. Það er ekki aðeins opið öllum sem fást við eða hafa fengist við listsköpun af einhverju tagi heldur öllu áhugafólki um listiðkun.

 

Dagskráin er hér fyrir neðan. Ókeypis er á alla viðburði nema leiksýninguna, þar sem þinggestir fá veglegan afslátt. Fríar kaffiveitingar verða í boði Félags vestfirskra listamanna. Milli málþings og leikrits verður boðið upp á matarmikla kjötsúpu gegn vægu gjaldi.

 

Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar um Félag vestfirskra listamanna og ganga í það geta haft samband við Matthildi Helgadóttur Jónudóttur, Elfar Loga Hannesson eða Ómar Smára Kristinsson.

 

 

Dagskrá aðalfundar - fundur hefst kl.15

 

1. Stjórn flytur annál ársins, farið yfir ársreikning og félagsgjöld rædd - Ómar Smári.

2. Komandi listamannaár, útgáfa á tímaritinu List á Vestfjörðum 2012 - Elfar Logi.

3. Önnur verkefni, rætt um menningargagnagrunn vestfirskra listamanna - Matthildur.

4. Opnar umræður um félagið.

 

Kaffihlé í boði Félags vestfirskra listamanna.

 

 

Listamannaþing - hefst kl.16.30

 

1. Annálar listanna á Vestfjörðum, fulltrúi hverrar listgreinar flytur stutt erindi um stöðu og framtíð sinnar listgreinar.

          Dans: Anna Sigríður Ólafsdóttir.

          Leiklist: Fulltrúi frá Litla leikklúbbnum.

          Myndlist: Jón Sigurpálsson.

          Tónlist: Margrét Gunnarsdóttir.

 

2. Sigurður Skúlason leikari flytur erindi um leikhúsið og lífið.

 

3. Sýningarstaðir og vinnuaðstaða á Vestfjörðum. Elfar Logi opnar dæmið en síðan koma fulltrúar þriggja húsa.

          Handverkshúsið Kört: Valgeir.

          Félagsheimilið Bolungarvík: Fulltrúi frá þeim kynnir.

          Listakaupstaður: Matthildur.

 

4. Vilborg Davíðsdóttir skáldkona fjallar um ritlistina og lífið.

 

5. Opnar umræður.

 

Þingi formlega lokið en samt er fjörið rétt að byrja hér.

 

Súpuhlé, matarmikil kjötsúpa og brauð, verð kr. 1.000 á mann.

 

Leiksýningin Hvílíkt snilldarverk er maðurinn - miðaverð fyrir þinggesti er aðeins kr. 2.500 í stað kr. 2.900. Sýningin hefst kl. 20.

 

Hvílíkt snilldarverk er maðurinn er einleikur eftir Sigurð Skúlason og Benedikt Árnason, byggður á höfundarverki Williams Shakespeare. Sigurður leikur og Benedikt leikstýrir, en þeir eiga báðir langan feril að baki í leikhúsi, lengst af í Þjóðleikhúsinu.

 

Að leiksýningunni lokinni er dansleikur í Félagsheimilinu í Bolungarvík á vegum Dóra kokks. Þinggestir og allir í Félagi vestfirskra listamanna fá frítt á ballið. Hið frábæra vestfirska stuðband Húsið á sléttunni leikur fyrir dansi.

 

Allir velkomnir. Vökum af list og endilega tökum sem flesta með okkur og gerum daginn þannig enn skemmtilegri.

 

- Stjórn Félags vestfirskra listamanna.

 

Sjá einnig:

3. nóv. 2011 Blaðið List á Vestfjörðum komið í dreifingu

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30