Tenglar

18. janúar 2012 |

Þorrablótið í Tjarnarlundi verður 28. janúar

Staðarhólskirkja og félagsheimilið Tjarnarlundur á Kirkjuhóli í Saurbæ.
Staðarhólskirkja og félagsheimilið Tjarnarlundur á Kirkjuhóli í Saurbæ.

Fimmtugasta þorrablót Ungmennafélagsins Stjörnunnar verður haldið í Tjarnarlundi í Saurbæ laugardaginn 28. janúar. Þorrablót félagsins hafa verið haldin í félagsheimilinu Tjarnarlundi óslitið frá 1963 og hafa þau Margrét Guðbjartsdóttir í Miklagarði og Sigurður Þórólfsson í Innri-Fagradal setið öll blótin 49 sem komin eru. Húsið verður opnað kl. 20 og borðhaldið hefst kl. 20.30. Siggi frá Hólum sér um matinn en hljómsveitin Dísel leikur fyrir dansi.

 

Miðaverð er krónur 5.800. Pantanir berist einhverri eftirtalinna ekki seinna en miðvikudaginn 25. janúar:

  • Hugrún á Kjarlaksvöllum, s. 434 1521 / 845 3955
  • Erla í Innri-Fagradal, s. 434 1537 / 663 2237
  • Magga á Gróustöðum, s. 434 7888 / 894 5889

Ungmennafélagið Stjarnan í Saurbæ er komið á 95. aldursár, stofnað 1. desember 1917 og því sjö árum eldra en Ungmennafélagið Afturelding í Reykhólahreppi. Stofnfélagar Stjörnunnar voru 24 en fyrsti formaður var Markús Torfason frá Ólafsdal. Séra Ingiberg J. Hannesson sóknarprestur á Hvoli í Saurbæ, fréttaritari Morgunblaðsins, skrifaði um hátíðarhöld í tilefni af 70 ára afmæli félagsins og má lesa frétt hans hér (Morgunblaðið 14. jan. 1988).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31