20. apríl 2012 |
Þörungaverksmiðjan: 39 umsóknir um störf
Fyrir rúmri viku auglýsti Þörungaverksmiðjan á Reykhólum hér á vefnum eftir fólki í sumarafleysingar. Þrjátíu og níu umsóknir bárust. Sinn tíma tekur að vinna úr slíkum fjölda umsókna en gert er ráð fyrir að haft verði samband við umsækjendur í lok næstu viku.
Myndirnar sem hér fylgja tók Árni Geirsson verkfræðingur svífandi á mótorvæng. Mjölsíló Þörungaverksmiðjunnar í Karlsey má sjá efst til vinstri á fremri myndinni, liðlega tvo kílómetra neðan við þorpið á Reykhólum.