Tenglar

14. desember 2011 |

Hljóta ekki framkvæmdir að hafa sjónræn áhrif?

Þórólfur Halldórsson.
Þórólfur Halldórsson.

„Skipulagsstofnun telur að helstu neikvæðu áhrif framkvæmdanna verði „áhrif á landslag og sjónræn áhrif ...“ Mér er spurn, hljóta ekki áhrif á landslag alltaf að vera sjónræn út frá sjónarhorni mannsins? Er kannski hægt að þefa þau uppi eða greina þau með því að leggja við hlustir? Þarf álit heillar ríkisstofnunar til að átta sig á því að framkvæmdir á yfirborði jarðar hafa sjónræn áhrif fyrir þá sem þangað horfa? Nýtt stórhýsi Náttúrufræðistofnunar Íslands í hrauninu við Urriðaholt hefur t.d. mjög neikvæð áhrif á landslag í sínu umhverfi og skiptir þar upp landslagsheildum - hvað sagði Skipulagsstofnun um það?“

 

Þannig spyr Þórólfur Halldórsson fyrrv. sýslumaður Barðstrendinga í grein í Morgunblaðinu í dag, sem jafnframt má lesa í heild undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér vinstra megin.

 

Einnig skrifar hann:

 

„Ég hef setið í Breiðafjarðarnefnd frá upphafi, og tekið þátt í gerð allra umsagna nefndarinnar vegna skipulags, umhverfismats og framkvæmda sem snerta verndarsvæði Breiðafjarðar, þ.m.t. um þá framkvæmd sem hér um ræðir. Mér blöskrar því hvernig Skipulagsstofnun virðir lögbundnar umsagnir nefndarinnar að vettugi. Í umsögn Breiðafjarðarnefndar til Skipulagsstofnunar 17. ágúst sl. um þessa framkvæmd segir:

  • Breiðafjarðarnefnd fór yfir fyrirliggjandi gögn og leggst ekki gegn þeirri veglínu sem Vegagerðin leggur til. Nefndin telur að neikvæðum umhverfisáhrifum sé haldið í því lágmarki sem unnt er miðað við þá þröngu kosti sem landsvæðið býður upp á til vegagerðar. Nefndin telur að þau áform um mótvægisaðgerðir og vöktun sem fram koma í frummatsskýrslunni séu ásættanleg.

Hér verður að hafa í huga að landrými til vegagerðar á þessum slóðum er mjög takmarkað vegna þess hversu stutt er milli fjalls og fjöru. Vegur sem er lagður þvert yfir fjörð skerðir aðeins fjörur og leirur sem nemur breidd vegpúðans og er mun öruggari. Full sjávarföll eru tryggð innan þverana með lengd brúa. Vegur sem er lagður fyrir fjarðabotna fer um mun stærri hluta fjara, leira og fitja, auk þess sem hann liggur undir hlíðum þar sem bæði er hætta af skriðum, grjóthruni og snjóflóðum og jafnvel algerri lokun vegna snjóþyngsla, sbr. skaflinn sem lokaði veginum í Kjálkafirði og Ómar Ragnarsson flutti fréttir af fram í ágúst árið 1995.“

 

Grein Þórólfs lýkur með þessum orðum:

 

„Viska Skipulagsstofnunar um erni er svo kapítuli út af fyrir sig, og efni í aðra grein.“

 

Sjá einnig:

14.12.2011  Skipulagsstofnun bregst við gagnrýni

08.12.2011  „Enn á að tefja möguleikana á vegabótum“

07.12.2011  Vegagerðin ætlar samt að halda sínu striki

07.12.2011  Skipulagsstofnun þversum gegn nýjum vegi

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31