Tenglar

14. febrúar 2012 |

Leifur í Djúpadal: Óþarfi að ljúga upp á Ódrjúgsháls

Snjóblásarinn á traktor Leifs á hlaðinu í Djúpadal. Drif á öllum og keðjur á öllum.
Snjóblásarinn á traktor Leifs á hlaðinu í Djúpadal. Drif á öllum og keðjur á öllum.

„Ég reyndi ekkert að draga hann þarna um nóttina. Ég gerði það um morguninn þegar ég var beðinn um það. Hins vegar er það alveg rétt, að í vikunni á undan dró ég flutningabíl á Ódrjúgshálsi“, segir Leifur Samúelsson í Djúpadal vegna fréttar hér á vefnum. „Bílstjórinn sagði að þetta hefði ekki átt að vera neitt vandamál ef hann hefði verið með heppilegan og rétt útbúinn tengivagn. En auðvitað er vegurinn um Ódrjúgsháls alveg skelfilegur þannig að mér finnst að það þurfi ekkert að ljúga upp á hann, alveg nóg að segja sannleikann“, segir Leifur og hlær.

 

Leifur hefur aðstoðað fjölmarga vegfarendur gegnum tíðina – oftast út af vanbúnum bílum.

 

„Nánast eingöngu á Ódrjúgshálsi. Menn lenda yfirleitt ekkert í vandræðum á Hjallahálsi. Og þegar menn lenda í vandræðum á Klettshálsi, þá geri ég ráð fyrir að helst sé haft samband við björgunarsveitina á Patreksfirði“, segir hann.

 

„Hins vegar hef ég ekki aðstoðað flutningabíla Helga Auðunssonar á Patreksfirði nærri eins oft og hann sagði í Morgunblaðinu í haust. Hann sagði að á síðustu tíu árum hefði hann þurft að fá mig sirka tíu sinnum á ári. Samkvæmt því ætti ég að eiga inni hjá honum stórfé.“ Leifur segir nær sanni að hann hafi dregið bíla Helga kannski þrjátíu sinnum samtals gegnum árin en ekki hundrað sinnum.

 

Auk þess að koma vegfarendum til aðstoðar annast Leifur snjóblástur sem verktaki hjá Vegagerðinni. „Já, ég hef talsvert verið að blása snjó núna í vetur og sennilega meira en nokkru sinni síðan ég keypti blásarann árið 2006.“ Svæðið þar sem Leifur hefur blásið nær utan af Skarðsströnd í Dalasýslu og vestur á Klettsháls.

 

12.01.2012  Snjónum blásið og mokað út um allt (Gústaf Jökull Ólafsson)

10.01.2012  Mesti snjóruðningsvetur síðan fyrir Gilsfjarðarbrú (Erlingur Jónsson)

07.01.2012  Snjóplógur af Ströndum á Reykhóla (Brynjólfur Smárason)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31