Tenglar

SKOT SOFFÍU FRÆNKU

 

Náttúruvernd er mikilvægust heimsmála.

Þar sem hlúð er að auðlindum heima fyrir nást betri lífsgæði og stöðugleiki.

Hér birtast pistlar Maríu Maack

um umhverfi nær og fjær, spurningar, tillögur, umræður.

 

þriðjudagur 1. mars 2016

Rusl og flokkun

Flugvéla-„grafreitur“ í Arizona.
Flugvéla-„grafreitur“ í Arizona.

Þegar við fluttum á Reykhóla vakti það fljótt athygli mína og furðu, að finna hvergi ruslaílát í kringum húsið okkar bláa (sem núna reyndar lyktar af tjöru). Og það gladdi mig mikið að heyra að ætlast er til þess að hver íbúi taki ábyrgð á eigin ruslaúrgangi og komi honum flokkuðum niður á gámastöð. Þar sem ég er löt við ruslaskil reyni ég alltaf að pressa allt saman í sem minnsta fyrirferð og forðast aukaumbúðir. Ég kaupi helst það sem er óinnpakkað og geng með skrautlega poka í vasanum ...

...
Meira
þriðjudagur 16. febrúar 2016

Auðlindir Reykhóla eru ekki auðar lindir

Frá 1974 hefur verið þörungavinnsla á Reykhólum. Verksmiðjan nýtir jarðvarmann á svæðinu til að þurrka næringarríkt þang og þara. Sumt af hráefninu fer í áburð, annað er burðarefni í kremum og ís, búðingum og lyfjum. Í skjólbeltagróðurinn sem á var minnst í skoti númer 3 væri eftirsóknarvert að fá slatta af þörungamjöli til að setja með. Þörungamjöl er einnig notað í gælu- og húsdýrafóður. Það er sannarlega líka góð næring fyrir fólk.

...
Meira
miðvikudagur 3. febrúar 2016

Logn í miðjum norðaustan strekkingi

María Maack.
María Maack.

Það eina sem ég sakna á Reykhólum er logn. Alla vegana stundum. Ekki svo að skilja að það hafi alltaf verið logn í huga mér eða kringum mig. Stundum voru veður svo vond undir Eyjafjöllum að dráttarvélar fuku og heylanirnar lentu í skurðum, úti í á eða hreinlega feyktust á haf út. Fyrsti sumarbústaðurinn hans pabba fauk í hvelli og fannst ekki aftur.

...
Meira
föstudagur 22. janúar 2016

Kinnroði

Munið þið tímana áður en farsíminn kom? Munið þið tímana áður en sjónvarpið kom, - nú eða kannski útvarpið? - Allir þessir miðlar færa heiminn til okkar. Alla vinina, ættingja, kjaftasögur, fréttir. Á móti þurfum við ekkert að hreyfa okkur til þeirra. Áður var gengið í heimsókn, eftir kúnum og í hænsnakofann, búðina, laugina, skólann. Við skruppum prjónandi milli bæja. Og fæstir áttu þá jafnskjólgóðar flíkur og nú. Hvað er langt síðan við vorum meira og minna öll á rölti í ýmsum erindagjörðum?

...
Meira
fimmtudagur 14. janúar 2016

Fössari!

Gleðilegt ár 2016. Í upphafi árs átti ég von á að eitthvert þessara hundfúlu orða yrði fyrir valinu sem orð ársins 2015: Hnattrænar loftslagsbreytingar, umhverfiskostnaður, gróðurhúsaáhrif. Þessi mál skipta mestu um framhald mannlífsins. En nei, það var valið orðið fössari. Hvað segið þið, er ekki fössari í ykkur?

...
Meira
Fyrri síða1
2
Næsta síða
Síða 2 af 2

Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31