Starfsfólk vantar í stuðningsþjónustu
Sumarstarfsmenn óskast á Reykhólum
Reykhólahreppur óskar eftir að ráða tvo sumarstarfsmenn í starf á Reykhólum við að sinna stuðningsþjónustu hjá 16 ára stúlku, í júní, júlí og ágúst. Vinnutími væri mánudaga til föstudaga frá 9:00-16:00.
Mjög skemmtilegt og krefjandi starf sem gæti hentað vel fyrir vinkonur eða par. Reynsla af sambærilegu starfi æskileg.
Húsnæði á staðnum.
Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2023.
Umsóknir sendist Soffíu Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.
Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is.
Starfsfólk óskast í skammtímavistun á Reykhólum
Starfsfólk óskast í vaktavinnu í skammtímavistun hjá 16 ára stúlku á Reykhólum. Mjög skemmtilegt og krefjandi starf í fallegu og rólegu umhverfi.
Húsnæði á staðnum.
Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2023.
Umsóknir ásamt fylgigögnum sendist Soffíu Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.
Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir og umsóknir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is
Gönguskíðaæfing á Reykhólum
Skíðafélag Strandamanna mun bjóða upp á gönguskíðaæfingu í skógræktinni á Reykhólum (hjá Tómasi) á morgun, laugardaginn 28. janúar 2023 klukkan 14:00.
Nú er tilvalið að rífa fram gönguskíðin, mæta og hafa gaman. Þjálfarar hjá Skíðafélaginu munu verða með tilsögn og leiðbeina þátttakendum.
Frítt verður í sund í Grettislaug eftir útiveruna. Tilvalin fjölskyldustund!
Æskilegt er að börn yngri en 10 ára séu í fylgd með fullorðnum.
Skíðaiðkendur sem luma á auka gönguskíðum eru hvattir til að taka þau með til að leyfa áhugasömum „tilvonandi“ skíðaiðkendum að prófa.
Nýtt mælitæki sett í veg yfir Þorskafjörð
Verkfræðistofan Vista, í samstarfi við Vegagerðina, hefur lokið við að setja upp aflögunarmæli (e. Shape Acceleration Array) í vegstæði þar sem vegurinn þverar Þorskafjörð.
Um er að ræða fyrsta mælinn af þessu tagi frá Measurand sem settur er upp á Íslandi til að mæla jarðvegsaflögun á láréttan flöt, en aðferðin hefur verið notuð í Noregi til dæmis þar sem verið er að koma fyrir fyllingum í sjó og þvera firði.
Nánar á vefsíðu Verkfræðistofunnar Vista
Mál Tryggva Harðarsonar gegn Reykhólahrepp fellt niður
Tilkynning frá Heilsugæslunni
Covid-19 örvunarskammtur - næst verður bólusett föstudaginn 27. janúar
Fólk 60 ára og eldra og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er hvatt til að þiggja örvunarskammt af bóluefni við Covid-19 ef fjórir mánuðir eða meira eru liðnir frá síðustu bólusetningu. Upplýsingar um fyrri bólusetningar má sjá á heilsuvera.is
Bóka þarf tíma í bólusetningu í síma 432 1450
Skimun fyrir leghálskrabbameini 9. febrúar
Konur sem hafa fengið boðsbréf eru hvattar til að panta tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini. Skimunarsögu og dagsetningu á boði má finna á heilsuvera.is
Tímapantanir eru í síma 432 1450
Þorrablót í Tjarnarlundi 28. jan.
Hringrásarsamfélag í Reykhólahreppi
Reykhólahreppur leitar eftir áhugasömum einstaklingum í hóp hagsmunaaðila vegna verkefnis sem ber yfirskriftina Hringrásarsamfélag í Reykhólahreppi (áður Grænir iðngarðar á Reykhólum).
Verkefnið Hringrásarsamfélag í Reykhólahreppi hefur alla burði til að verða afl til breytinga á samfélagi og atvinnulífi Reykhólahrepps. Mikilvægt er því að hópurinn samanstandi af þverskurði samfélagsins í Reykhólahreppi og að allir sem láta sig þróun samfélagsins varða taki þátt í vinnunni. Hagsmunaaðilar geta verið íbúar eða fulltrúar fyrirtækja á Reykhólum.
Markmið verkefnisins eru:
- Að skapa ramma um auðlindamál Reykhólahrepps.
- Koma á samkomulagi á milli sveitarfélagsins, Þörungaverksmiðjunnar, Orkubús Vestfjarða og ríkisins um auðlindanýtingu í sveitarfélaginu.
- Að skipuleggja hringrásarsamfélag og græna iðngarða í Reykhólahreppi.
Hlutverk hagsmunahóps:
- Gæta þess að raddir fyrirtækja og íbúa skili sér inn í vinnu við verkefnið.
- Vera til umsagnar um gögn sem lögð eru fyrir hópinn.
- Tilnefna fulltrúa í stýrihóp* verkefnisins**.
Áhugasamir hafi samband við Jóhönnu í síma 6982559 eða johanna@reykholar.is
fyrir 1. febrúar.
* Stýrihóp verkefnisins skipa fulltrúar sveitarstjórnar Reykhólahrepps, Vestfjarðastofu, Þörungaverksmiðjunnar/Byggðastofnunar, Bláma, Orkubús Vestfjarða og hagsmunaaðila. Stýrihópur vinnur þétt með ráðgjöfum verkefnisins sem í fyrsta áfanga verkefnisins eiga að greina auðlindir og móta sviðsmyndir mögulegrar þróunar.
** Fulltrúi hagsmunaaðila í stýrihópi verkefnisins verður tengiliður hagsmunaaðila og stýrihóps. Mikilvægt er að sá fulltrúi sinni upplýsingagjöf milli hagsmunahóps og stýrihóps.
Komið vatn á Reykhólum
Kalda vatnið er komið á Reykhólum. Ástæða þess að vatnið þraut var að safntankar vatnsveitunnar tæmdust, annars vegar vegna þess að opið var fyrir vatnið við höfnina og hins vegar er rennsli í tankana minna en venjulega.
Fólk er vinsamlega beðið um að nota kalda vatnið sparlega á meðan safnast í tankana.
Grettislaug verður lokuð, eins og áður var auglýst, í dag og á morgun.