3. maí 2008
Ferðum Breiðafjarðarferjunnar Baldurs fækkað
„Ég fagna því að ráðherra sé tilbúinn að endurskoða stuðninginn við ferjusiglingarnar. Það er fólkinu á sunnanverðum Vestfjörðum sem myndi bregða sérstaklega ef þær legðust af. Það fer ekki framhjá okkur mikil óánægja fólks á Vestfjörðum með að áframhaldandi siglingar Baldurs hafi ekki verið tryggðar þangað til samgöngubætur verða komnar í gagnið," segir Pétur Ágústsson framkvæmdastjóri Sæferða í Stykkishólmi í samtali við Skessuhorn. Sæferðir hafa ákveðið að fækka ferðum Baldurs í sumar. Ferðum verður fækkað úr tveimur í eina fyrstu tíu dagana í júní og síðustu tíu dagana í ágúst....
Meira
Meira