Heimalingar fá gjafir frá Lionsdeildinni
Fyrir skömmu sótti unglingadeild björgunarsveitarinnar Heimamanna, Heimalingar, um styrk til Lionsklúbbsins í Dölum og Reykhólahreppi til kaupa á tveimur tjöldum og prímusum. Undirtektir voru verulega góðar, eins og vænta mátti.
...Meira
Sérfræðingar á vegum Byggðastofnunar á Reykhólum
Tveir fulltrúar Byggðastofnunar verða til viðtals á Reykhólum, þeir Pétur Friðjónsson og Pétur Grétarsson lánasérfræðingar.
...Meira
Listamenn athugi...
Nú erum við að fara í gang með áhersluverkefni sem heitir Straumar og gengur út á að hvetja listamenn af vestfirskum ættum til að koma og þyrla upp listrænu ryki á heimaslóðum. Verkefnið er ætlað fólki sem eru á aldrinum 20-35 ára og hefur lokið listnámi, starfar sem listamenn eða eru í viðurkenndu listnámi. Hvaða nöfnum eða deildum sem það nefnist. Umsóknarfrestur er til miðnættis sunnudaginn 24. september.
Ef þið þekkið fólk sem gæti átt heima í þessum hópi bið ég ykkur að senda þeim þennan hlekk:
www.vestfirdir.is/straumar/umsokn/
Loftrýmisgæsla með stæl
Undanfarna daga hafa heyrst hér í Reykhólasveitinni þotudrunur sem varla voru frá áætlunarflugi, og er það ekkert einsdæmi, en í morgun kvað við sprenging líkt og þegar stórar klappir eru sprengdar, en töluvert meiri hávaði.
...Meira
Aðalfundur foreldrafélags Reykhólaskóla
Aðalfundur foreldrafélagsins 6. sept.
Dagskrá:
1. Ársreikningur kynntur
2. Kosnir tveir nýir fulltrúar í foreldrafélagið
3. Kosnir fulltrúar í skólaráð
4. Önnur mál sem fundargestir óska eftir að taka upp
Meira
Smíðatímar á vegum Félagsþjónustunnar
Starfsemi smíðavinnustofu í tré á vegum Félagsþjónustunnar hefst næsta fimmtudag. Rebekka Eiríksdóttir á Stað sér um vinnustofuna, sem verður í smíðastofu Reykhólaskóla á fimmtudögum, milli klukkan 15 og 18.
Í fyrstu verður Rebekka með efni og útskurðarhnífa en síðan getur fólk keypt verkfæri að eigin vali. Eldri borgarar ganga fyrir en annars eru allir velkomnir.
Ekki er nauðsynlegt að skrá þátttöku, bara að mæta.
Augnlæknir á Reykhólum
Kórstarf að hefjast í Reykhólahreppi
Kórinn verður endurvakinn hér á Reykhólum, á þriðjudag 5.september.
Markmiðið er að hafa gaman af lífinu og söng, allt annað skemmtilegt er plús. Þá verða skipulagðar og farnar að minnsta kosti 2 kórferðir yfir árið.
...Meira
Uppskeruhátíð UDN í gær
Uppskeruhátíð UDN fór fram í gær á Reykhólum. Veitt voru hvatningarverðlaun í frjálsum íþróttum, knattspyrnu og fyrir ástundun í hestamennsku og mætingarverðlaun fyrir kvöldmót sumarsins.
Einnig voru veitt stigaverðlaun pilta og stúlkna og verðlaun fyrir mestu framfarir milli ára í frjálsum íþróttum.
Verðlaunahafarnir allir eru á síðu UDN.