Laus störf hjá Félagsþjónustunni
Starfsmaður óskast til að sjá um félagsstarf aldraðra í Reykhólahreppi, einnig vantar starfsmann í heimaþjónustu.
Meira
Starfsmaður óskast til að sjá um félagsstarf aldraðra í Reykhólahreppi, einnig vantar starfsmann í heimaþjónustu.
Vegagerðin sækir ekki um framkvæmdaleyfi fyrir nýjum Vestfjarðavegi 60 um Teigsskóg fyrr en breytingar á aðalskipulagi í Reykhólahreppi liggja fyrir. Það getur tekið hálft ár eða meira. Fjallað er um þetta á ruv.is.
...Norðursalt leitar að starfsfólki í framtíðarstarf og/eða hlutastörf.
Allr nánari upplýsingar veitir Ólafur í síma 8921857 eða á netfangi:reykholar@nordurco.com
Það verður sannkölluð stórhátíð í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum sunnudaginn 20. ágúst. Þá verður í fimmtánda skipti haldið Íslandsmeistaramót í hrútadómum. Keppt er í tveimur flokkum og allir geta verið með. Þeir sem kunna ekki á stigakerfið keppa í flokki sem kenndur er við óvana og þeir eiga að raða hrútunum í röð eftir því hversu miklir gæðagripir þeir eru og útskýra hvernig þeir fundu röðina út. Þeir sem keppa um Íslandsmeistaratitilinn þurfa hins vegar að dæma hrútana eftir stigakerfinu sem bændur gjörþekkja. Afar veglegir vinningar eru í boði fyrir sigurvegara í báðum flokkum.
...Helgina 19.-20. ágúst 2017 eru íbúum Reykhólahrepps boðið að koma í skógræktina í Skógum. Þar verður tekið á móti gestum frá kl 12 - 18 báða dagana og sagt frá uppgræðslustarfi síðustu tíu ára.
...Nú hallar sumri, háannatíma lokið og skólarnir að byrja. Því mun opnun Grettislaugar verða breytt frá og með mánudegi 14. ágúst.
Virka daga verður opið:
13:00 - 21:00
Helgar og helgidaga verður opið:
14:00 til 20:00
Jafnframt verður farið í að laga bilarnir sem plagað hafa við laugina í sumar, en vonir standa til að ekki þurfi að loka á meðan á þeim stendur. Ef til þess kemur verður tilkynnt um lokanir með góðum fyrirvara.
Verið velkomin í sund!
Dagskrá Ólafsdalshátíðarinnar er að venju fjölbreytt, meðal þeirra sem koma fram eru: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra, Laddi með grín og glens, Valdimar Guðmundsson syngur, Leikhópurinn Lotta, Nikkólína og margir fleiri.
...Næstu 8 daga verður fólk frá Hafrannsóknarstofnun við sýnatöku í Þorskafirði, Djúpafirði og Gufufirði, og mun þar af leiðandi verða á ferðinni um fjörurnar og á bát á fjörðunum. Fullur vilji er til að vinna þetta í sátt við eigendur aðliggjandi jarða, og hægt er að hafa samband við Ellu í s. 867 6605 til að fá nánari upplýsingar.
Skólasetning grunnskóladeildar verður þriðjudaginn 22. ágúst kl. 08:30 í matsal Reykhólaskóla. Allir velkomnir. Að lokinni skólasetningu fara nemendur með umsjónarkennurum í sínar stofur, þar sem þau fá afhenda stundarskrá og farið verður yfir dagskrá vetrarins.
...