Minnt á fund með sérfræðingum Byggðastofnunar
Startpakki afhentur á dögunum
Startpakkarnir frá sveitarfélaginu ganga út jafnt og þétt og nú voru það Eyvindur S. Magnússon og Ólafía Sigurvinsdóttir sem fengu afhentan startpakka. Þeim fæddist dóttir þann 18. ágúst, sem hlaut nafnið Hekla Jonný.
...Meira
Gjörningur á Hjallahálsi
Núna seinnipartinn í dag, átti sér stað gjörningur sunnanvert í Hjallahálsinum. Gjörningurinn var fólginn í að setja upp jarðgangamunna sem blasir við þegar ekið er um veginn.
...Meira
Grettislaug lengur opin leitahelgina
Deiliskipulagstillögur í Reykhólahreppi
Kirkjuból á Bæjarnesi -og- Dalur í Kvígindisfirði
Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 14. september 2017 að auglýsa samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi fyrir Kirkjuból á Bæjarnesi og Dal í Kvígindisfirði. Báðar tillögurnar samræmast aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018, með síðari breytingum.
Jörðin Kirkjuból er vestan til á Bæjarnesi sem er á milli Kvígindisfjarðar og Kollafjarðar í Reykhólahreppi. Á landi Kirkjubóls er gert ráð fyrir 23 frístundalóðum og er hver þeirra um 10.000 m2 að stærð, einnig 2.000 m2 lóð undir gamla bæinn. Frístundahús skulu ekki vera stærri en 300 m2 og nýtingarhlutfall lóða ekki hærra en 0,03.
Jörðin Dalur er inn í Kvígindisfirði í Reykhólahreppi. Skipulagt landsvæði er um 50 ha. að stærð. Nú þegar hafa verið reist nokkur hús á svæðinu. Gert er ráð fyrir 12 byggingarreitum fyrir frístundahús, geymslur og vélahús.
Uppdrættir ásamt greinargerðum og fornleifaskýrslum beggja svæða, liggja frammi á skrifstofu Reykhólahrepps frá 28. september til 10. nóvember 2017. Enn fremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.reykholar.is. undir „tilkynningar“. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a eða á netfangið byggingarfulltrui@dalir.is fyrir 10. nóvember 2017 merkt „Deiliskipulag fyrir Kirkjuból á Bæjarnesi” eða „Deiliskipulag fyrir Dal í Kvígindisfirði“.
Búðardal 20.09.2017
Bogi Kristinsson Magnusen
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Auglýsing á skipulagslýsingu
Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum þann 18. september 2017 að auglýsa lýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Aðalskipulagsbreyting felst í breyttri legu á Vestfjarðavegi (60) í sveitarfélaginu og skilgreiningu nýrra efnistökusvæða.
Breytingin fjallar um leiðrétta veglínu á Vestfjarðarvegi milli Bjarkalundar og Skálaness miðað við endurupptekið umhvefismat, en veglína hefur breyst á nokkrum stöðum frá gildandi aðalskipulagi.
Skilgreina þarf nýjar námur og gerð verður breyting á efnistökusvæði. Áætluð efnisþörf vegna vegagerðarinnar er á bilinu 1.0 – 2.2 milljón m³, háð leiðarvali sem þarf til fyllingar-, burðarlags-, rofvarnar- og slitlagsefni sem fæst úr skeringum og námum til vegagerðarinnar.
Breytingin fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 þar sem um er að ræða áður matskylda framkvæmd. Samkvæmt 5. gr laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, viðauka 1.lið 10.08 er framkvæmdin matsskyld þar sem nýlögn vegar utan þéttbýlis er lengri en 10 km.
Lýsingin er birt á heimasíðu reykholar.is og einnig á skrifstofu Reykhólahrepps Maríutröð 5a 380 Reykhóla. Upplýsingar eru einnig veittar hjá Skipulagsfulltrúa.
Kynningarfundur um tillögu að breytingu á aðalskipulagi verður í Stjórnsýsluhúsi Maríutröð 5a, Reykhólum mánudaginn 2.október nk. á milli kl.10.00 -14.00.
Íbúar og hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta á kynningarfund.
Ábendingum við lýsingu skal skila skriflega til skipulags og byggingarfulltrúa Maríutröð 5a Reykhólar eða á netföngin byggingarfulltrúi@dalir.is/ sveitarstjori@reykholar.is eigi síðar en 27. október 2017
Reykhólum 20.september 2017
Bogi Kristinsson Magnusen
Skipulags og byggingarfulltrúi
Viðmiðunardagur kjörskrár 23.sept.
Mikilvægt er að allar þær breytingar sem þarf að gera á skráningu lögheimilis verði gerðar fyrir lok föstudagsins 22. september.
...Meira
Borgarafundur allra Vestfirðinga
Sveitarfélögin; Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Tálknafjarðarhreppur, Vesturbyggð, Reykhólahreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Strandabyggð boða ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Verkalýðsfélagi Vestfirðinga til borgarafundar í íþróttahúsinu á Ísafirði nk. sunnudag 24. september kl. 14.
Starfandi ráðherrar þessara málaflokka hafa staðfest komu sína til fundarins, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála og ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Ráðherra umhverfis- og auðlindamála hafði ekki tök á að þekkjast boðið.
...Meira
Safnaðarstarf í Reykhólaprestakalli í vetur
Kæru íbúar Reykhólaprestakalls!
Nú þegar styttist í veturinn er gott að huga að hvað er framundan. Það er ætlunin að leiða öflugt og gefandi helgihald og safnaðarstarf.
...Meira