Tenglar

Miðvikudaginn 29. mars, er boðið í heimsókn til Hólmavíkur, reiknað er með að leggja af stað frá Reykhólum kl. 10:30.

Sjá nánar á meðfylgjandi auglýsingu.

Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir á sunnudaginn gamanleikinn Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman. Leikstjóri er Skúli Gautason.

 

Fullorðin kona sest upp í Skódann sinn eftir að hafa farið í búið til að kaupa í matinn. Þá situr eldri maður í framsætinu sem er orðinn kaldur og aumur, veit ekki hvar hann er eða hver hann er. Konan tekur hann með sér heim og hlúir að honum, en brátt taka málin að flækjast.

Konan, sem er ekkja og ósköp einmana, finnst ágætt að hafa einhvern til að hugsa um – en má þetta? Má hirða mann sem maður finnur úti á götu og láta engan vita?

 

Leikfélag Hólmavíkur er eitt öflugasta leikfélag landsins og hefur sett upp 1-2 sýningar árlega undanfarin 40 ár.

 

 Sýnt verður í félagsheimilinu Sævangi. Hægt er að panta súpu fyrir sýningar.
 Miðasölusíminn er 693-3474.

 

Frumsýning - sunnudaginn, 26. mars kl. 16:00
2. sýning - laugardaginn, 1. apríl kl. 20:00
3. sýning - sunnudaginn, 2. apríl kl. 20:00
4. sýning - skírdag, 6. apríl kl. 20:00
Lokasýning - laugardaginn fyrir páska, 8. apríl kl. 20:00

 

 

Þann 24. mars bjóðum við til átveislu í matsal Reykhólaskóla kl. 20:30.

Til matar verður saltkjöt, baunir og annað tilheyrandi.

Nóg að drekka við allra hæfi.

 

Kynnt verður skáld úr héraðinu að venju, nú er það Sigurður Elíasson.

Viðar Guðmundsson og  söngkona skemmta.

 

Aðgangur kr. 4.500,-

 

Til að tryggja að nóg verði í pottunum er æskilegt að tilkynna þátttöku fyrr en seinna til:

Ingvars í 898 7783 eða ingvarsam@visir.is

eða Guðmundar í 892 3328 eða go@ov.is

 en óvæntir gestir alltaf velkomnir

 

Lionsklúbbur Búðardals

Reykhóladeild

 

 

 

Þjálfararnir ásamt þeim Gumma og Völu
Þjálfararnir ásamt þeim Gumma og Völu
1 af 10

Hér í Reykhólahreppnum hefur vaknað töluverður áhugi á bogfimi. Hingað komu frá Bogfimisambandi Íslands, þau Guðmundur Guðjónsson og Valgerður Einarsdóttir Hjaltested, (þau eru sátt við að vera kölluð Gummi og Vala). Þau voru að kenna undirstöðuatriðin í bogfimi og meðferð og hirðingu búnaðarins.

 

8 manns sóttu þjálfaraleiðsögn hjá þeim, þau Lóa á Kambi, Rebekka á Stað, Kolfinna Ýr, Sjöfn Sæmunds., Sandra Rún, Jóhanna Ösp, Styrmir Sæmunds. og Eiður Rafn.

 

Gummi og Vala höfðu meðferðis búnað til bogfimiiðkunar sem Þörungaverksmiðjan gefur Ungmennafélaginu Aftureldingu, það eru 12 bogar af ýmsum gerðum sem henta fólki á mismunandi aldri, hellingur af örvum, skotmörk og ýmis aukabúnaður og verkfæri til viðhalds á græjunum.

 

Hugsunin með því að hafa svona mikið úrval af bogum í stað þess að hafa bara eina gerð boga meðferðis er að gefa krökkunum færi á því að prófa allar mismunandi keppnisgreinar innan íþróttarinnar. Þar sem að krakkar finna sig í mismunandi keppnisgreinum innan íþróttarinnar, sumir kunna betur við „hráu“ gamaldags bogana eins og langboga, aðrir finna sig meira í „tæknibogum“ eins og trissubogum o.s.frv. Með þessu móti erum við mun líklegri að fá krakkana til þess að halda áfram í íþróttinni, og fyrir þá sem eru bara að stunda íþróttina til dægrardvalar þá er mun meira gaman að fá meira úrval af búnaði til þess að leika sér með og prófa.

 

Eftir að þjálfarar og leiðbeinendur höfðu fengið tilsögn hjá þeim Gumma og Völu, voru prufutímar bæði fyrir krakka og fullorðna þar sem allir sem vildu fengu að prófa að skjóta af boga.

 

Finnur Árnason framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar kom og afhenti Ungmennafélaginu búnaðinn og veitti Styrmir Sæmundsson honum viðtöku ásamt krökkunum. Finnur prófaði að sjálfsögðu að skjóta nokkrum örvum og gekk bærilega.

 

 

 

 

Hellisbraut
Hellisbraut

Í gær, 15. mars voru opnuð tilboð í verkið Reykhólahreppur – Hellisbraut.

 

2 tilboð bárust, annars vegar frá Fagurverki ehf. Reykjavík að upphæð kr. 69.878.000.- og hitt var frá Verklokum ehf. á Reykhólum, að upphæð kr. 30.195.000.-

Kostnaðaráætlun verksins er kr. 26.507.500.-

 

Tilboðin verða yfirfarin af verkfræðistofunni Eflu og ákvörðun um framhaldið tekin að því loknu.

 

 

 

1 af 4

Í síðustu viku var haldinn almennur kynningarfundur um Hringrásarsamfélag á Reykhólum.

 

Björgvin Sævarsson frá YORTH group hélt erindi um hvernig endurnýting, fullvinnsla á efni og afurðum, sjálfbær nýting auðlinda og skipulag byggðar, ásamt mörgum fleiri þáttum, væri undirstaðan að hringrásarsamfélagi sem smám saman verður sjálfbært og skilur ekki eftir úrgang eða lætur frá sér mengandi efni. 

Skyggnur með erindinu má sjá hér.  

 

Sama dag var á Reykhólum fundur stýrihóps Hringrásarsamfélags á Reykhólum.

 

Þau sem skipa stýrihópinn eru: 

Pétur Friðjónsson - Byggðastofnun og stjórnarmaður í Þörungaverksmiðjunni

Magnús Þór Bjarnason - Vestfjarðastofu

María Maack- frá hópi Hagaðila

Jóhanna Ösp Einarsdóttir - fyrir sveitarstjórn Reykhólahrepps 

Elena Dís Víðisdóttir - Orkubú Vestfjarða

Þorsteinn Másson - Bláma 

 

Uppfært 15. 3. 2023


Það féll niður að geta þeirra sem eru í hópi hagaðila í hringrásarsamfélaginu, en það eru:

Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir

Rebekka Eiríksdóttir

María Maack

Guðjón Dalkvist

Guðlaugur Þór Pálsson

 

Það er pláss fyrir fleiri í þessum hóp, þannig að ef fólk hefur áhuga á að slást í hópinn er hægt að hafa samband við Jóhönnu Ösp.


 

 

13. mars 2023

Bogfimi á Reykhólum!!!

1 af 2

Þá er komið að því!!! Á miðvikudaginn koma Gummi og Vala frá Bogfimisambandi Íslands til okkar til að hjálpa okkur að byrja æfingar á Reykhólum.

 

Stefnan er að allir sem hafa áhuga á bogfimi geti mætt á vikulegar æfingar í greininni og munu Gummi og Vala sjá til þess að við gerum hlutina rétt og vel.

 

Dagskráin miðvikud. 15. mars:

14:00 - 18:00 Þjálfaranámskeið (kennsla, undirstöðuatriði í bogfimi)

18:00 - 19:00 Kynning fyrir börn

19:00 - 20:00 Kynning fyrir fullorðna

 

Þeir sem hafa áhuga á að vera með á þjálfaranámskeiðinu geta haft samband við Jóhönnu. Til þess að greinin blómstri hjá okkur þurfum við að byggja upp þekkingu hjá fullorðnum líka.

 

Ég hvet öll börn sem hafa áhuga og alla fullorðna til að mæta í kynningartímann með opnum hug því þetta gæti verið eitthvað fyrir ykkur :)

 

 

Viðburðir á vegum Félags eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi

 

23.mars Bingó Silfurtúni

Bingóið byrjar 13:30, hvetjum alla að mæta, tekið gott spjall við heimilisfólk og veitingar.

 

30.mars Aðalfundur félags eldri borgara kl:13:30

Aðalfundur félagsins haldinn og ársreikningar yfirfarnir, kosið í stjórn. Veitingar á sínum stað. Fundurinn verður í Rauða kross húsinu.

 

13.apríl Lokafundur/ félagsvist  kl:13:30

Lokafundur haldinn í Rauða kross húsinu, byrjum á léttri félagsvist og endum svo á spjalli og veitingum.

  

 


Reykhólaskóli og tómstundastarfið sameina krafta sína og bjóða öllum á opið hús á þriðjudögum í mars.

 

Opið verður á eftirtöldum stöðum:

Bókasafnið            kl. 16 - 18

Í matsal skólans    kl. 16 - 18

Íþróttahúsið          kl. 16 - 17

Íþróttahúsið          kl. 17 - 19

Félagsmiðstöðin    kl. 16 - 19

 

Nánar á meðfylgjandi auglýsingu.

Jón Oddur Friðriksson
Jón Oddur Friðriksson

Jón Friðriksson á Gróustöðum lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð þann 6. mars. 

 

Jón fæddist í Hólum 8. nóv. 1927, foreldrar hans voru Friðrik Magnússon og Daníelína Gróa Björnsdóttir.

 Jón kvæntist árið 1957 Þuríði Sumarliðadóttur á Gróustöðum og bjuggu þau þar síðan. Þuríður lést árið 2017.


Jón hélt heimili og sá um sig sjálfur að mestu, þar til fyrir fáeinum vikum að hann fór á Barmahlíð. Hann hélt skýrri hugsun og æðruleysi til síðasta dags.


Útför Jóns verður frá Garpsdalskirkju, föstudaginn 17. mars kl. 13.00.

Atburðadagatal

« Aprl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30