Tenglar

15. júní 2010

Endalaus trjágróður ...

Jón Atli Játvarðarson.
Jón Atli Játvarðarson.

Núna eru garðyrkjustörfin á fullu á Reykhólum sem annars staðar. Þar á meðal er Jón Kjartansson flokksstjóri með vaskan hóp ungmenna að starfi hjá Vinnuskóla Reykhólahrepps. Jón Atli Játvarðarson lætur ekki sitt eftir liggja og klippir endana af runnunum í garði sínum þannig að brátt verður hann með endalausa runna. Hann kvað eftirfarandi vísur og vísar þar bæði til Jóns flokksstjóra og til nábúa síns við Hellisbrautina. Dalli er Guðjón D. Gunnarsson sem býr innar við Hellisbrautina, en í fyrravor klippti hann niður mjög stórvaxinn víðigróður á næstu lóð við Jón Atla og svipti hann því talsverðu skjóli fyrir norðaustanáttinni. Garðahlynur er trjátegund (a.m.k. meðal annars).

...
Meira
Sveinn Ragnarsson flytur annálinn.
Sveinn Ragnarsson flytur annálinn.

Ársins 2009 verður minnst - eins og forsetinn segir - með einum eða öðrum hætti. Í þessari úttekt verður mörgu viljandi sleppt, annað gleymist, og sumt fréttir maður aldrei. Ekki verður sannleikurinn látinn þvælast fyrir heldur ræður skemmtanagildið. Það er best að taka strax fram, að þeir sem ekki er minnst á í þessum pistli eru ekkert ómerkilegri eða leiðinlegri en annað fólk, sumir eru sáttir við að vera að engu getið, hinir eru beðnir velvirðingar.

...
Meira
Sveinn Ragnarsson.
Sveinn Ragnarsson.

Mikið er gaman að sjá svona mikið af fallegu og skemmtilegu fólki, það er bara ekki hægt að hugsa sér betri félagsskap. Það er oft sagt að maður eigi að horfa fram á veginn en velta sér ekki upp úr því sem liðið er. Já, „komandi tíð mun verða hörð, en bærileg“. Þessi spá hefur oft ræst, enda sennilega byggð á einhverju sem Björn Jörundur hefur þekkt úr fortíðinni.

...
Meira
Guðjón Dalkvist Gunnarsson.
Guðjón Dalkvist Gunnarsson.

Enn hefur fækkað í hreppnum eins og venjan er við hverja vegabót. Segja má að hreppurinn sé opinn í báða enda eftir vegabæturnar á Klettshálsinum. Það héldu að minnsta kosti lögreglumennirnir á Patreksfirði. Í fyrsta bylnum í haust ætluðu þeir vestur. Í fyrsta skaflinum á nýja veginum urðu þeir fyrstir til að festa sig og svo urðu þeir fyrstir til að keyra út af nýja veginum og bíða nú eftir viðurkenningu frá Sturlu.

...
Meira
Frá alþjóðaflugvellinum á Grund.
Frá alþjóðaflugvellinum á Grund.

Ágætu drykkjufélagar. Ég vona að allir séu í góðu skapi og ætla því hvorki að nefna hreppsnefndina né Kaupfélagið og þaðan af síður yfirtökuna á Bjarkalundi. Jón herforingi og Tumi brenndu í vor arnarhreiður sem síðast var orpið í um 1820. Varð af þessu svo mikið bál að brennuvargarnir áttu fótum fjör að launa. Bæði brann sjór og land og kveikti meira að segja í Náttúruverndarráði. Einnig kviknaði í á Skerðingsstöðum og svo fuðruðu þeir upp sveitarstjórinn og slökkviliðsstjórinn.

...
Meira
Hafnargarður verksmiðjunnar á sínum stað. Mynd: Árni Geirsson.
Hafnargarður verksmiðjunnar á sínum stað. Mynd: Árni Geirsson.

Síðastliðið ár hefur verið viðburðaríkt. Tvö mál bera þar af: Vegurinn yfir Gilsfjörð var kláraður og hreppsnefndin þurrkaðist út. Svo mikil var vegabótin, að meira en tíundi hver íbúi hreppsins flutti burt á árinu og þó nokkrir komu nýir í staðinn. Í fyrsta sinn í sögu sveitarfélagsins var enginn endurkosinn úr fráfarandi hreppsnefnd. Blessuð sé minning hennar. Ekki má tala illa um látna svo við ræðum hana ekki meir. Nú er bara að reyna að þrauka þrjú ár enn.

...
Meira
Sveinn á Svarfhóli beitir orðsins ljá á sveitungana á þorrablótum.
Sveinn á Svarfhóli beitir orðsins ljá á sveitungana á þorrablótum.

Það er þetta venjulega - veðurfar, skepnuhöld, drepsóttir, atvinnulíf, útlend skip, hreppaflutningar, höfðingjaheimsóknir og margt fleira. Veðurfarið var í stuttu máli mildur vetur, kalt vor, feikilega gott sumar, sem flestir misstu nú af, því það var of þurrt, of hvasst, og of eitthvað, en svo kom haust sem var alveg fáránlega blautt og vindasamt. Skepnuhöld með lakara móti, drepsóttir engar, atvinnulíf blómlegt, útlend skip komu fá, og skiptir raunar ekki máli, því engar skipamellur eru starfandi sem stendur.

...
Meira
20. janúar 2009

Allt sem ég hef misst!

Sveinn Ragnarsson í þungum þönkum á fundi.
Sveinn Ragnarsson í þungum þönkum á fundi.

Þorskafjörður, Teigsskógur, Hallsteinsnes og Djúpifjörður
Gróneshólmar, Melanes, Kraká og Gufufjörður,
er ég hugsa um þetta verð ég hræðilega niðurdreginn,
allar hríslurnar og arnarhreiðrin sem fara undir veginn.

...
Meira
Guðjón Dalkvist Gunnarsson.
Guðjón Dalkvist Gunnarsson.

Í mörsugslok á miðjum vetri
mátti varla finnast betri
veðursælli vetrardagur.
Var það bænda mikill hagur.

...
Meira
Fyrri síða12
3
Næsta síða
Síða 3 af 3

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30