Tenglar

Dætur og synir héraðsins - úr ýmsum áttum

Hér efst eru nöfn í stafrófsröð. Smella má á nafn til að fá upp viðkomandi síðu. Að öðru leyti má rúlla niður og skoða þannig allt á þessari vefsíðu. Yfirskriftin Dætur og synir héraðsins er ekki alls kostar nákvæm. Þannig geta Grettir Ásmundarson og þeir fóstbræður Þorgeir Hávarsson og Þormóður Kolbrúnarskáld ekki kallast synir héraðsins þó að hér á meðal sé tekinn kaflinn úr Grettlu um fræga veturvist þeirra saman á Reykhólum. Og landnemana mætti víst fremur kalla feður og mæður héraðsins ...

Ari Arnalds frá Hjöllum í Þorskafirði
Alþingismannatal.


Björn Jónsson ritstjóri og ráðherra frá Djúpadal
Alþingismannatal.


Eiríkur Ó. Kúld úr Flatey á Breiðafirði
Alþingismannatal.

 

Fólkið á Reykhólum á fyrsta áratug 20. aldar

Upplýsinga leitað um Reykhólafólk árið 1903 o.fl.


Grettir Ásmundarson og fóstbræður - veturvist á Reykhólum
Grettis saga.


Guðmundur Einarsson úr Skáleyjum á Breiðafirði
Alþingismannatal.


Halla Eyjólfsdóttir frá Gilsfjarðarmúla - Halla á Laugabóli
Æviágrip flutt á bókmenntakvöldi á Reykhólum 5. mars 2010.


Herdís Andrjesdóttir skáldkona úr Flatey á Breiðafirði
Minningargrein eftir dr. Sigurð Nordal prófessor, Morgunblaðið 3. maí 1939.


Herdís og Ólína Andrésdætur úr Flatey - „Þar sitja systur“
Grein eftir Ármann Jakobsson bókmenntafræðing, Lesbók Morgunblaðsins 17. ágúst 1996.


Játvarður Jökull Júlíusson bóndi og fræðimaður á Miðjanesi í Reykhólasveit - „Kannski glórulaus ofdirfska“
Morgunblaðið 14. júlí 1985.


Jón Thoroddsen skáld og sýslumaður frá Reykhólum
Minnisvarði afhjúpaður á Reykhólum 2006.


Landnámsfólk í héraðinu
Landnámabók (Sturlubók).


Matthías Jochumsson frá Skógum í Þorskafirði
Formáli Jóhannesar úr Kötlum að Gullregni úr ljóðum Matthíasar Jochumssonar árið 1966.


Ólafur Sívertsen í Flatey á Breiðafirði
Alþingismannatal.


Ólína Andrjesdóttir skáldkona úr Flatey á Breiðafirði
Minningargrein eftir sr. Jón Auðuns, Morgunblaðið 26. júlí 1935.

 

__________________________

fimmtudagur 31. mars 2011

Víðfeðmi andans

Matthías Jochumsson. Teikning Olav Rusti 1911.
Matthías Jochumsson. Teikning Olav Rusti 1911.

Enda þótt séra Matthías ætti lengstum við vinsældir safnaðanna að búa í klerkdómi sínum og ekkert síðari tíma skáld hafi ort innilegri trúarljóð en hann, þá átti hann oftlega í hörðu sálarstríði á þeim vettvangi. Andlegt víðfeðmi hans var slíkt, að hann átti jafnan örðugt með að sætta sig við „bókstaf fræðanna“ og var af þeim sökum stundum litinn hornauga af rétttrúaðri stéttarbræðrum sínum. Svipuðu máli gegndi um þjóðmálaviðhorf hans: einnig þar kunni hann lítt að hlíta fastmótuðum stefnuskrám og kaus heldur að vera menningarlegur mannasættir en flokkastreitumaður.

...
Meira

F. á Hjöllum í Gufudalssveit 7. júní 1872, d. 14. apríl 1957. For.: Jón Finnsson (f. 2. maí 1830, d. 28. des. 1917) bóndi þar og k. h. Sigríður Jónsdóttir (f. 29. ágúst 1831, d. 27. sept 1914) húsmóðir. Afi Ragnars Arnalds alþm. og ráðherra. K. (10. okt. 1908) Matthildur Einarsdóttir Kvaran (f. 29. sept. 1889, d. 27. jan. 1980). Þau skildu. For.: Einar H. Kvaran, bróðir Sigurðar H. Kvarans alþm., og 2. k. h. Gíslína Kvaran. Synir: Sigurður (1909), Einar (1911), Þorsteinn (1915).

...
Meira
miðvikudagur 30. mars 2011

Ólína Andrjesdóttir

Hún gaf þjóð sinni ekki aðeins eitt, heldur mörg „lífræn ljóð“, því að hún kunni þá list, hvort sem í bundnu eða óbundnu máli var, að „koma fyrir sitt hjarta orði“. Hún var fædd af hinni merku breiðfirsku skáldaætt, sem sjera Matthías gerði frægasta, og ljóðgáfu ættar sinnar erfði hún í ríkum mæli. Æskuljóð hennar eru að langmestu glötuð. Það var fyrst á efri árum hennar, í Reykjavík, að vinir hennar komust að raun um, hvílíkt skáld hún var, og þegar þeir fóru að grenslast eftir ljóðagerð hennar, kom það upp úr kafinu, að hún átti varla til eftir sig skrifaða vísu og var nærri feimin við að hafa yfir fyrir öðrum það, sem hún mundi.

...
Meira
mánudagur 28. mars 2011

„Þar sitja systur“

Systurnar Herdís, María Magdalena og Ólína Andrésdætur.
Systurnar Herdís, María Magdalena og Ólína Andrésdætur.

Herdís og Ólína Andrésdætur lifðu bókmenntalegu lífi. Þær mynduðu skáldahóp með Theodoru Thoroddsen og þrátt fyrir að dagsins önn leyfði ekki mikil afköst eru þær þannig þátttakendur í formbyltingu þulunnar. Í kvæðum þeirra eru skýr áhrif nýrómantíkur en Ólína hæðist þó að hinum myrku og bölsýnu þáttum hennar í kvæðinu „Jeg heyrði sama daginn tvö skáld lesa upp ljóð sín“. Það er sérstök og glettin bókmenntarýni og sýnir hversu mjög líf þeirra snerist um skáldskap.

...
Meira

Skáldkonan Halla Eyjólfsdóttir, sem hét fullu nafni Hallfríður Guðrún Eyjólfsdóttir, er jafnan kennd við Laugaból innra í Ísafjarðardjúpi og þar stóð hún fyrir stóru búi mestan hluta ævinnar. Rætur hennar eru hins vegar hérna í þessu héraði. Hún fæddist árið 1866 í Múla við Gilsfjörð, sem oft er nefndur Gilsfjarðarmúli, og þar ólst hún upp í stórum systkinahópi. Afar hennar voru báðir prestar í grenndinni, annar í Tröllatungu, hinn í Garpsdal, en foreldrarnir voru Jóhanna Halldórsdóttir frá Tröllatungu og Eyjólfur Bjarnason frá Garpsdal.

...
Meira
Fyrri síða1
2
Næsta síða
Síða 2 af 2

Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31