Tenglar

Reykhólaskóli óskar eftir stuðningsfulltrúa í 75-100% starf frá kl. 8:00 alla daga. Allar nánari upplýsingar veitir Valgeir skólastjóri í síma 4347731  

Sjá nánar í laus störf hér til vinstri.

1 af 2

Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir. Framundan er svo stærsta samkoma ársins, Íslandsmeistaramótið í hrútadómum, sem verður haldið sunnudaginn 19. ágúst og hefst kl. 14:00 í Sævangi við Steingrímsfjörð.


  

...
Meira

Frá og með 18. ágúst verður sundlaugin opin sem hér segir:

virka daga                  15 - 21

laugar- og sunnudaga  14 - 20

 Guðrún J. Guðmundsdóttir, augnlæknir, verður með móttöku á heilsugæslustöðinni á Reykhólum fimmtudaginn 16. ágúst og í Búðardal föstudaginn 17. ágúst nk.

 

Tímapantanir eru í síma  432 1450

  

Setinn bekkurinn
Setinn bekkurinn
1 af 16

Ólafsdalshátíðin var að venju með miklum glæsibrag. Að þessu sinni var ofarlega á baugi uppgröfturinn á fornum skálarústum sem hafinn var í sumar, þar sem var afhjúpaður skáli með bogadregnum langveggjum, íveruhús frá 9. - 10. öld.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir, en ekki af öllum atriðum sem þarna voru á dagskrá.

Árný Huld, Karl, Ingibjörg Birna og Ingimar - mynd Lovísa Ósk Jónsdóttir
Árný Huld, Karl, Ingibjörg Birna og Ingimar - mynd Lovísa Ósk Jónsdóttir

Í dag, 10. ágúst var síðasti vinnudagur Ingibjargar Birnu Erlingsdóttur í starfi sveitarstjóra Reykhólahrepps. Af því tilefni færði sveitarstjórn henni formlegar þakkir og blómvönd, fyrir hennar góðu störf undanfarin 8 ár.

Ingibjörg hefur sinnt starfi sínu af hógværð og vandvirkni en jafnframt festu, og skilar góðu búi til þess sem tekur við.

Inga Birna er samt ekkert á förum úr sveitinni, svo við eigum áfram góða sveitunga og granna, þar sem hennar fjölskylda er.

Á meðfylgjandi mynd eru Árný Huld Haraldsdóttir varaoddviti, Karl Kristjánsson sveitarstjórnarmaður, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir fráfarandi sveitarstjóri og Ingimar Ingimarsson oddviti.

Umsjónarmaður vefjarins þakkar Ingu Birnu frábært samstarf.

  

17 sóttu um stöðu sveitastjóra í Reykhólahreppi. Capacent vinnur núna mat á umsækjendum og verða viðtöl í næstu viku. Stefnt er að því að klára ráðningu sveitastjóra eins fljótt og unnt er.

Umsækjendur eru eftirfarandi:

 

Berglind Ólafsdóttir    Ráðgjafi

Björn S. Lárusson    Verkefnastjóri

Bragi Þór Thoroddsen    Lögfræðingur

Glúmur Baldvinsson    M.Sc. Alþjóðasamskipti

Guðbrandur J. Stefánsson    Íþróttakennari

Hallur Guðmundsson    Verkefnastjóri

Ingimundur Einar Grétarsson    Stjórnsýslufræðingur

Ingunn Einarsdóttir    Fjármálastjóri

Jón Gunnar Erlingsson    Matreiðslumeistari

Linda Björk Hávarðardóttir    Verkefnastjóri

Maria Maack    Verkefnastjóri

Miguel Martins    Viðskiptafræðingur

Sigurður Jónsson    Lögfræðingur

Sveinbjörn Freyr Arnaldsson    Framkvæmdastjóri

Tryggvi Harðarson    Verktaki

Þorbjörg Gísladóttir    Mannauðsstjóri

Þórður Valdimarsson    Viðskiptafræðingur

  

Flateyjarkirkja
Flateyjarkirkja
1 af 2

Hátíðarmessa verður í Flateyjarkirkju laugardaginn 11.ágúst kl.14.00.

Messukaffi á hótelinuí boði sóknarnefndar að lokinni messu.

 

Sumarmessa verður í Skálmarnesmúlakirkju laugardaginn 18.ágúst kl.11.

Á eftir koma allir með eitthvað á borðið í messukaffi og við eigum góða og gefandi stund saman.

 

Sr.Hildur Björk Hörpudóttir þjónar og Ingimar Ingimarsson organisti og kór Reykhólaprestakalls leiða tónlist.

  

Reglulegum sveitarstjórnarfundi er frestað um viku, hann verður haldinn fimmtudaginn 16. ágúst.

1 af 4

Fjarskiptafélag Reykhólahrepps tilkynnir að ljósleiðari á svæði 1 er að verða tilbúinn til notkunar.

 

Svæði 1 eru fasteignir í dreifbýli, frá fjarskiptahúsi Mílu við Miðhús að Árbæ og að Þörungaverksmiðjunni í Karlsey.

 

Nú geta eigendur þessara húseigna og fyrirtækja sótt um að tengjast ljósleiðaranum skv. skilmálum og gjaldskrá sem birt hefur verið á vefnum.   Beiðni skal senda með tölvupósti á netfangið skrifstofa@reykholar.is. 

 

Mánaðargjald (línugjald) er 2.900 kr. á mánuði auk vsk., fjarskiptafélög greiða 3.500 auk vsk.

 

Eftir að beiðni berst verður tenging gerð virk og þá er hægt að sækja um tengingu hjá því símafyrirtæki sem fólk velur að eiga viðskipti við.

 

Fyrstu tengingarnar urðu virkar í dag, um er að ræða skrifstofu sveitarfélagsins, Barmahlíð og Reykhólaskóla.

  

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30