Tenglar

1 af 5

Sunnudagurinn;

 

Á sunnudaginn er Frisbígolfmót Reykhóladaga, kl. 11:30 - 13:30. Þátttakendur koma með eigin frisbídiska.

 

Kl. 14 - 16 er dagskrá í Króksfjarðarnesi á vegum Handverksfélagsins Össu, vöfflukaffi, Nikkólína spilar fyrir gesti, (hvaða spilarar verða núna??) 

Kassabílarallýið verður með aðeins breyttu sniði, ekki er tímabraut heldur létt þrautabraut og keppendur skipta um hlutverk í miðri braut.

Hægt er að taka þátt þó keppendur hafi ekki kassabíl til umráða, það verður hægt að fá lánaðan bíl.

Skilyrði er að allir keppendur séu með hjálma.

  

25. júlí 2018

Dagskrá laugardags

Dagskráin
Dagskráin
1 af 4

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er dagskrá laugardags nokkuð þétt og flestir ættu að finna eitthvað sér til ánægju og afþreyingar. 

25. júlí 2018

-- Á laugardag

Hæfileikakeppni


Hæfileikakeppni verður haldin í karnivalinu á laugardaginn næsta. Ertu með leyndan hæfileika, kanntu að jöggla, syngja, fara í splitt eða kveða vísur? Þá er um að gera að skrá sig: Atriðið má að hámarki vera 2 mínútur að lengd og þarf þáttttakandi að vera tilbúinn með atriðið á stuttum tíma. Ef notast á við undirspil þarf það að vera tilbúið á usb lykli, eða hafa samband við Jóhönnu um að tengja hljóðfæri.

Skráning í sms skilaboðum í 698 2559 (hjá Jóhönnu) fyrir kl. 15.00 á laugardaginn. Hæfileikakeppnin byrjar kl. 15:15 og verður siguratriðið endurtekið á kvöldvökunni.

Allur aldur velkominn.

  


 

 

Hin síkáta og stórkostlega Halldóra Kristín Unnarsdóttir, eða Dóra verður með uppistand á Báta- og hlunnindasýningunni. Sýningin Forever Young með frægustu drottningu hafsins hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda víðsvegar úr heiminum.

 

New York Times: Ég hef sjaldan hlegið eins mikið, byrjaði að hlæja um leið og sýningin byrjaði og hló allan tímann.

IMBD: Þessi sýning fær sko klárlega 6 stjörnur, AF 5 MÖGULEGUM.

 

Hún er kannski ekki stökkasta skrúfan í pokanum en klárlega heitasta pulsan í pottinum.

 

Húsið opnað kl. 21.00  og hefst sýningin 21:30

500 krónur inn

18 ára aldurstakmark.

Allir bjórar á kr. 900.-

  

24. júlí 2018

-- Tour De Chambre

Tour De Chambre er skandinavískur siður þar sem fólk býður heim til sín í þemapartý. Skandinavarnir gáfu þessu ákveðin elegans með því að setja franskt nafn á siðinn en  orðavalið er samt ekki rétt málfræðilega og ætti í raun að vera: Tour Des Chambres, sem þýðir skoðunarferð um vistarverurnar. En málfræðin skiptir ekki öllu í þessu, heldur er það sem skiptir máli að fólk er tilbúið að opna heimili sín og bjóða fólki heim í ákveðin þema partý.

 

Þau heimili sem verða opin á föstudaginn á milli kl. 19-21 eru:

 

Hellisbraut 28 –Sólstrandarþema (ekki veitir af í sumarkuldanum á Íslandi)

Ás- Indversk súpa

Reykjabraut 8 – útlimaþema (sjón er sögu ríkari)

Litla Grund – Eurovision þema (en ekki hvað)

 

 -enn er fólki velkomið að bætast í hópinn og taka þátt í að bjóða fólki heim, annað hvort í súpu eða þemapartý. -

 

Kíkið nú til nágrannanna og skemmtið ykkur saman.

  

24. júlí 2018

-- Landbúnaðarleikarnir

Ein af aðal þrautunum er heimalningakapphlaup þar sem heimalningar eiga að hlaupa ákveðna vegalengd til eiganda síns, sem má vera með fóðurbæti eða pela til að lokka heimalninginn til sín. Spennandi þraut sem getur farið hvernig sem er.


  

...
Meira
24. júlí 2018

-- Bátabíó

Bátabíó verður fyrir yngri kynslóðina kl. 12:00 föstudaginn 27. júlí. Kvikmyndin Coco verður sýnd, besta teiknimynd 2017, stútfull af ævintýrum og tónlist.

Sjoppan verður opin, popp og slikkerí.

  

Gufudalskirkja
Gufudalskirkja

Gufudalskirkja er 110 ára gömul nú í haust. Í Gufudal var komin kirkja helguð Maríu Mey fyrir árið 1200.  Gufudalssókn náði frá Hjöllum að Kvígindisfirði.  Kirkjan sem nú stendur var reist á haustdögum 1908.  Hún var teiknuð af Rögnvaldi Ólafssyni þáverandi húsameistara ríkisins og allur kostnaður greiddur af ríkinu. Yfirsmiður var Jón Ólafsson smíðameistari bróðir Rögnvaldar.


  

...
Meira
Gilsfjarðarbrekka
Gilsfjarðarbrekka
1 af 2

Ekki vantar frumlegar hugmyndir þegar þau feðgin Beggi og Gulla (Bergsveinn Reynisson og Guðlaug G. I. Bergsveinsdóttir á Gróustöðum) eru annars vegar, en þau ásamt Martin Cox og Víði Björnssyni hafa opnað listamannadvöl á Gilsfjarðarbrekku.

 

Hugmyndin er að þar geti listafólk sótt um að dvelja um tíma og sinnt list sinni í næði.

Góð umfjöllun um þetta skemmilega framtak er á bb.is

  

Reykhólar
Reykhólar

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á síðasta fundi sínum, að óska eftir að Vegagerðin taki svokallaða R leið til nánari skoðunar. Vegagerðin hefur samþykkt að kanna þá leið nánar og er þess að vænta að grunngögn verði tilbúin í október.

Hér er viðtal við sveitarstjóra Reykhólahrepps.

  

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30