100 ára afmælisfagnaður UDN 1. sept.
UDN varð 100 ára 24. maí síðastliðinn og ætlum við að halda upp á afmælið í Dalabúð 1.september kl 14:00.
...
Meira
Svipmyndir frá Reykhóladögum
Það er gaman að rifja aðeins upp Reykhóladagana, hér eru nokkrar myndir og kannski koma fleiri síðar.
http://www.reykholar.is/frettir/Urslit_i_drattarvelakeppninni_og_laedutoginu/
http://www.reykholar.is/frettir/Haefileikakeppnin_var_frabaer/
Sérstakur húsnæðisstuðningur 15-17 ára framhaldsskólanema
Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps minnir á að 15-17 ára nemendur í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Umsóknir ásamt staðfestingu á skólavist og leigusamningi berist til Maríu Játvarðardóttur félagsmálastjóra á netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is sem jafnframt veitir nánari upplýsingar.
Nánari upplýsingar í Tilkynningar hér neðst á síðunni.
Innbrot í Hólabúð
Tilkynning frá Reyni og Ásu.
Síðastliðna nótt var brotist inn í Hólabúð og peningum, tóbaki og sjóðsvélinni stolið.
Allir sem geta veit einhverjar upplýsingar eru beðnir um að hafa samband við okkur, Reyni og Ásu eða lögregluna á Hólmavík.
Ef sá sem framdi þennan þjófnað sér þetta viljum við biðja þann sama að skila sjóðsvélinni, viðkomandi getur sett hana á pallinn hér hjá okkur.
Af þessum ástæðum verður lokað hjá okkur í dag.
Uppskeruhátíð UDN 27. ágúst í Reykhólaskóla
Úr sveitarstjóraembætti í salt
Þann 1. október n.k. hefja störf hjá Norðursalti hjónin Ingibjörg Birna Erlingsdóttir og Hjalti Hafþórsson.
...
Meira