Tenglar

7. ágúst 2018

Leitardagar 2018

Leitardagar 2018


Á fundi fjallskilanefndar þann 19. júlí var leitardögum raðað niður með eftirfarandi hætti


  

...
Meira
1 af 4

Þann 11. ágúst verður Ólafsdalshátíðin haldin. Að venju er fjölbreytt dagskrá, ætluð fólki á öllum aldri.

 

Ólafsdalshappdrættið er á sínum stað og vinningar fjölmargir og veglegir, vinningaskráin er hér.

 

Sérstök athygli er vakin á gönguferðinni að víkingalanghúsinu sem grafið var upp í sumar, lagt verður af stað kl. 11, undir leiðsögn Birnu Lárusdóttur.

  

Þórir Bergmundsson, háls-, nef- og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal, miðvikudaginn 8. ágúst nk.

 

Tímapantanir eru í síma  432 1450

  

Nikkólína, hún verður líklega öðruvísi skipuð í dag en á þessari mynd.
Nikkólína, hún verður líklega öðruvísi skipuð í dag en á þessari mynd.
1 af 3

Í dag, á síðasta degi Reykhóladaga verður dagskrá í Króksfjarðarnesi kl. 14 - 16. Nikkólína spilar -eiginlega orðin hljómsveit hússins- , vöfflukaffi og kassabílarallý, en veðrið gæti sett strik í reikninginn þar. Það verður að sjá til með það.

  

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir

Niðurstaðan úr tilnefningum til íbúa ársins í Reykhólahreppi hefur varla  komið mörgum á óvart.

Flestar tilnefningar fékk Ingibjörg Birna Erlingsdóttir fráfarandi sveitarstjóri, sem hefur unnið af samviskusemi, ósérhlífni og sanngirni fyrir/ og með samfélaginu í hreppnum.

Í ávarpi sem hún flutti þegar henni var afhent viðurkenningin sagði hún að hún hefði ekki gert mikið ein, og út af fyrir sig er það rétt, en henni er það gefið í ríkum mæli að laða fram það besta í samferðafólkinu og höfum við notið þess í hennar störfum.

Ingu Birnu eru færðar innilegustu hamingjuóskir af þessu tilefni.

  

Einar Valur Styrmisson
Einar Valur Styrmisson
1 af 4

Um hæfileikakeppnina má segja að hæfileikarnir hafi verið því meiri, sem keppendur voru yngri. Það á að vísu bara við um það sem þátttakendur sýndu, en það var söngur og dans.

 

Í 1. sæti var Einar Valur Styrmisson sem söng sig inn í hjörtu áheyrenda með laginu „Við eigum hvorn annan að, eins og skefti og blað... “  Í 2. sæti var Bryndís Marí Ólafsdóttir sem söng acapella -án undirleiks- og í 3. sæti var Jasmin, sem einnig söng.

 

Öll atriðin voru verulega góð og hefur dómnefndinni verið vandi á höndum að raða keppendum í sæti.

 

  

Rebekka Eiríksdóttir
Rebekka Eiríksdóttir
1 af 8

Að venju var keppt í kvenna- og karlaflokki í dráttarvélakeppninni, þar eru konur verulega að sækja á eins og víðar. Í kvennaflokki var hlutskörpust, eins og 8 síðustu skipti, Rebekka Eríksdóttir, í öðru sæti var aldursforseti keppninnar, Indíana Ólafsdóttir og í þriðja sæti var Birna Norðdahl, en hún er dóttir Indíönu.

 

Í karlaflokki sigraði Bergur Þrastarson, Leifur Samúelsson var í öðru sæti, þeir eru báðir bændur og kunna þetta. Í þriðja sæti var Bragi Jónsson.

 

Í „læðutoginu“ vann Ágúst Már Gröndal, Kristján Rafn Jóhönnuson næstur og Stefán Brimar í 3. sæti.

  

27. júlí 2018

100 ára afmælishlaup UDN

aegir.is
aegir.is

Reykhóladaga hlaupið:

Margar vegalengdir í boði, 2, 3, 5 og 10 km verður startað frá Grettislaug. Einnig verða hlaupnir 15 km hlaup frá Bjarkalundi og þeim er startað kl 9 og enda við Grettislaug. 

Hinum vegalengdunum verður startað frá Grettislaug kl 10.00 og byrjað á 10 km. Frítt verður í sund á milli klukkan 11-12 einungis fyrir hlaupara. Þatttökugjald er 1000 kr og innifalið í verði er: bolur, medalía, sódavatn og frítt í sund.

  

1 af 2

-svona ef það hefur farið fram hjá einhverjum..!

25. júlí 2018

Sturluhátíð 29. júlí

Að þessu sinni er atburðurinn tengdur fullveldinu. 


Á hátíðinni verður sagt frá stórmerkilegri fornminjaskráningu á Staðarhóli í Saurbæ þar sem Sturla bjó lengst. 


  Samkoman er öllum opin.


  


    


 

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30