Tenglar

Ljósamessa verður í Reykhólakirkju kl.18.00 á föstudaginn 19.okt.

 

Það er gott að koma saman þegar rökkrið skríður yfir og njóta þess að sitja saman með kertaljós og hlusta á hughreystandi og falleg orð úr Biblíunni.

 

Stutt hugvekja um hlutverk ljóssins í hjörtum okkar og bænir sem beinast að ljósinu og þörf okkar allra fyrir það.

Falleg tónlist í umsjá kirkjukórsins og Ingimars Ingimarssonar organista.

 

Sóknarprestur.

  

Lóðirnar eru þar sem rauðu ferningarnir eru.
Lóðirnar eru þar sem rauðu ferningarnir eru.

Reykhólahreppur auglýsir til úthlutunar fjórar lóðir á Reykhólum.


Um er að ræða fjórar lóðir sem allar eru á skilgreindri íbúðarhúsabyggð á Reykhólum skv. gildandi aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018. Um lóðirnar gildir deiliskipulag í þéttbýli á Reykhólum sem samþykkt var 15. desember 2014 og skipulag eldri byggðar frá 1970 teiknað af Fjarhitun.


  

...
Meira
mynd MM
mynd MM
1 af 2

Opnað verður fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða þann 15. október. Umsóknir eiga að berast fyrir 12. nóvember.


Sótt er um á vefsíðu sjóðsins.


  

...
Meira

Auglýsing


Íbúar Reykhólahrepps eru beðnir um að senda úr tölvum sínum á veffang Alþingis sem er www.althingi.is  áskorun til formanns samgöngunefndar Alþingis um vegamál.


  

...
Meira
Land Garpsdals er merkt með svartri línu á kortið og staðsetning vindorkugarðsins með hvítri línu.
Land Garpsdals er merkt með svartri línu á kortið og staðsetning vindorkugarðsins með hvítri línu.
1 af 2

Eigendur orkufyrirtækisins EM Orku hf. hyggjast reisa vindmyllugarð í landi Garpsdals við Gilsfjörð í Reykhólahreppi. Gangi áform fyrirtækisins eftir munu rísa 35 vindmyllur á 3,3 ferkílómetra svæði á Garpsdalsfjalli, í nálægt 500 metra hæð yfir sjávarmáli.

...
Meira
25. september 2018

Inflúensubólusetning

Bólusetning gegn árlegri inflúensu er hafin á heilsugæslustöðvunum í Búðardal og á Reykhólum.


 


  

...
Meira

 Aðalfundur og fræðslufundur skógræktarfélagsins Bjarkar verður

 haldinn fimmtudaginn 27. september kl. 20  í bókasafni Reykhólaskóla.

 

         Dagskrá.

 

         1. Skýrsla formanns

         2. Aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins

         3. Gerð grein fyrir reikningum félagsins

         4. Fræðslufundur og erindi, Brynjólfur Jónsson

         framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands

         5. önnur mál

 

  Til fundarins boða Guðlaugur Theodórsson formaður skógræktarfélagins Bjarkar og

  Brynjólfur Jónsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags íslands.

 

  Fólk er hvatt til að mæta og ganga í félagið.

 

  

24. september 2018

Framtakssamar stúlkur

Birgitta Rut Brynjólfsdóttir og Berglind Bergsdóttir, mynd Birgitta Jónasdóttir
Birgitta Rut Brynjólfsdóttir og Berglind Bergsdóttir, mynd Birgitta Jónasdóttir

Þessar duglegu stelpur, Birgitta Rut Brynjólfsdóttir og Berglind Bergsdóttir tóku sig til og héldu tombólu til styrktar Dvalar og hjúkrunarheimilinu Barmahlíð.

Þær vilja að ágóðinn verði nýttur til þess að kaupa einhverja skemmtilega afþreyingu fyrir vistfólkið.

Alls söfnuðust kr. 15.079.

 

  

Núna um helgina verður sundlaugin opin lengur:

Föstudag frá 17:00 til 22:00

Laugardag frá 14:00 til 22:00

Sunnudag frá 16:00 til 22:00

 

Horft út á Breiðafjörð
Horft út á Breiðafjörð
1 af 2

Fram kom í fréttum hinn 6. september sl. að björgunarsveitir við Breiðafjörð hefðu verið kallaðar út vegna trillu sem var í vandræðum, vegna vélarbilunar, á innanverðum Breiðafirði.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30