Tenglar

1 af 2

Aðalfundur Össu verður haldinn mánudaginn 16. apríl kl.18, í Nesheimum Króksfjarðarnesi - sjá auglýsingu - 

Karl Kristjánsson
Karl Kristjánsson

Undir flipanum sjónarmið hér til vinstri er grein eftir Karl Kristjánsson á Kambi.

Þar segir hann meðal annars:

Á láglendi landsins er búsetulandslag ríkjandi. Afmörkuð landsvæði sem kalla má „landnámsland" og eru lítið eða óröskuð af búsetu mannsins má telja á fingrum annarrar handar. Teigsskógur í Þorskafirði er eitt þeirra svæða.


Íbúar í Reykhólahreppi eiga ekki að þurfa að fórna dýrmætum náttúruperlum fyrir umbætur í vegamálum. Teigsskóg á að friðlýsa og vernda sem óraskað land.


Skammtíma fjárhagshagsmunir eiga ekki að ráða för þegar teknar eru ákvarðanir um framkvæmdir sem valda óafturkræfum umhverfisspjöllum. Það eina sem íslenskt samfélag hefur ekki efni á að gera er að eyðileggja síðustu leifarnar sem eftir eru af „landnámslandinu".

  

Stund milli stríða hjá Dalla í pökkuninni á Glæði
Stund milli stríða hjá Dalla í pökkuninni á Glæði

Rós í hnappagatið er heiti á dálki í tímaritinu Sumarhúsið og garðurinn.


Að þessu sinni fær Guðjón D. Gunnarsson (Dalli) á Reykhólum rósina, fyrir frumkvæði, þrautseigju og elju við framleiðslu á lífræna þangvökvanum sem nefnist Glæðir. Þangið í áburðarvökvann fær Dalli úr Breiðafirði en þar eru strærstu þangbreiður landsins. Hann sýður þangið heimavið og selur í verslanir um land allt.

...
Meira

Reglulegum fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps verður flýtt um 1 dag, og verður hann haldinn miðvikudaginn 11. apríl í stað fimmtudags 12. apríl.

Sjá fundarboð í tilkynningar hér neðst á síðunni.

Hið frábæra sjávarréttahlaðborð Lions verður haldið í félagsheimili Hólmavíkur, þann 13. apríl - sjá auglýsingu.

6. apríl 2018

Hólabúð auglýsir

Vegna breytinga verður veitingasalan í Hólabúð lokuð næstu vikur.

Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur í för með sér.

  

6. apríl 2018

Samstarf sveitarfélaganna

Jóhanna Ösp Einarsdótti og Íris Ósk Ingadóttir  mynd IBE
Jóhanna Ösp Einarsdótti og Íris Ósk Ingadóttir mynd IBE
1 af 2

Tómstundafulltrúarnir, þau Jón Egill Jónsson frá Dalabyggð, Jóhanna Ösp Einarsdóttir frá Reykhólahreppi og Íris Ósk Ingadóttir frá Strandabyggð funda reglulega, og var meðfylgjandi mynd tekin á fundi þeirra á Reykhólum á dögunum.  Fulltrúi Dalabyggðar komst reyndar ekki að þessu sinni. 

...
Meira
6. apríl 2018

Óskað eftir tilnefningum

Óskað eftir tilnefningum til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018.


Frestur til að skila tilnefningum til nýsköpunarverðlaunanna er til 4. maí 2018.


Stofnanir og sveitarfélög eru sérstaklega hvött til að tilnefna verkefni sem byggja á nýjum samstarfsleiðum eða nýtingu einhvers konar stafrænna lausna. Allar tegundir verkefna eru þó gjaldgengar.

...
Meira

Starfsmaður/starfsmenn óskast til starfa í júní –júlí  við sumarnámskeið fyrir fatlað barn á Reykhólum. Um er að ræða 11 ára stúlku með þroskahömlun og einhverfu. Vinnutími frá  9:30-14:30 fjóra virka daga í viku. Umsóknir berist til Maríu Játvarðardóttur félagsmálstjóra sem einnig veitir frekari upplýsingar í síma 842-2511.

Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2018.

 

Fagstjóri meistaranáms, Sjávarbyggðafræði



Háskólasetur Vestfjarða leitar að kraftmiklum einstaklingi í krefjandi starf fagstjóra á sviði sjávarbyggðafræða. Við Háskólasetrið er kennd alþjóðleg, þverfagleg námsleið á meistarastigi í haf- og strandsvæðastjórnun (Coastal and Marine Management), með um 40-50 virka meistaranema ár hvert, og nú bætist við samsvarandi námsleið í sjávarbyggðafræði (Coastal Communities and Regional Development).


  

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30