Tenglar

20. mars 2018

Vorjafndægur í dag

Á vorjafndægrum eru dagur og nótt ekki alveg jafnlöng. Við njótum örlítið meiri dagsbirtu en myrkurs, mörgum sennilega til mikillar ánægju.


 

...
Meira
Reykhólakirkja, mynd hþm.
Reykhólakirkja, mynd hþm.
1 af 4

Skírdagur 29. mars:



Messa í Reykhólakirkju kl. 11:00. Fermdur verður Samúel Björnsson.



Skírnarmessa í Gufudalskirkju kl. 14:00. Skírður verður sonur Hafrósar H. Einarsdóttur og Jóhanns F. Guðmundssonar



Guðsþjónusta með altarisgöngu í Garpsdalskirkju kl. 20:00.


  

...
Meira

Nú er verið að kanna hvort hægt er að halda endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra á Reykhólum, en það ræðst af þátttöku.

Þeir sem hafa áhuga hafi samband við Ingvar Samúelsson s. 898 7783, fyrir nk. sunnudagskvöld, 18. mars.

 

Starfsmann vantar við ræstingu í dvalar- og hjúkrunarheimilinu Barmahlíð. Þarf að geta hafið störf 1. apríl 2018. Það er 60% starf, unnið alla virka daga 9:00 - 14:00.

 

Minnt er á að frestur til að senda inn athugasemdir eða ábendingar við svæðisskipulagstillöguna rennur út í lok mánudags 12. mars.

...
Meira
Á Barmahlíð
Á Barmahlíð

Skógræktaráhugafólk í Reykhólahreppi – ja og Strandamenn líka ef þeir reka augun í þetta.


Miðvikudaginn 14. mars kl 20 efnir Garðyrkjufélag Dalabyggðar til fræðslukvölds í fundarsal stjórnsýsluhússin við Miðbraut 11 í Búðardal.


Það er Bogi byggingarfulltrúi sem vill hvetja okkur til dáða og vera með í ræktun þannig að gróður, garðar og ekki síst plöntun trjáa takist sem best hérna í krikanum á mörkum Vestfjarða. 

...
Meira
8. mars 2018

Leið Þ-H var valin

Hallsteinsnes
Hallsteinsnes
1 af 2

Á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í dag var afgreitt mál sem margir hafa beðið eftir í ofvæni hvernig færi; leiðaval á Vestfjarðavegi (60) í Gufudalssveit. Leið Þ-H var valin í aðalskipulagstillögu, yfirleitt kennd við Teigsskóg.

...
Meira

Gangan fer fram á skíðasvæði Skíðafélags Strandamanna í Selárdal á Ströndum.

...
Meira

Æskulýðsmessa verður sunnudaginn 11. mars kl. 16.00 í Reykhólakirkju og grill á eftir fyrir alla.

 Það verða sunnudagaskólabörnin, fermingarbörnin og æskulýðsfélagið sem leiða messuna ásamt barnakórnum.

(ATH. að ekki er sunnudagaskóli þennan dag)

Yfirskrift æskulýðs og barnamessunar þetta árið er "Guð er kærleikur"

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

  

6. mars 2018

Stutt milli startpakka

Jóhann, Svandís Björg með Freystein og Hafrós Huld, á myndina vantar Vilmar Huga son Jóhanns.
Jóhann, Svandís Björg með Freystein og Hafrós Huld, á myndina vantar Vilmar Huga son Jóhanns.

Sandra Rún Björnsdóttir sveitarstjórnarkona heimsótti þau Hafrós Huld Einarsdóttur og Jóhann Guðmundsson í Fremri Gufudal um síðustu helgi og afhenti þeim startpakkann frá hreppnum.

Þau eignuðust dreng þann 24. janúar sem hefur fengið nafnið Freysteinn. Hann á 2 eldri systkini, Svandísi Björgu og Vilmar Huga, sem er hálfbróðir þeirra.

Fjölskyldunni eru færðar innilegar hamingjuókir.    

 

  

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30