Tenglar

mynd  husavik.is
mynd husavik.is

Minnt er á að það er tækifæri til að sækja um í vinnuskólanum til 15. maí.



Vinnuskóli verður starfandi sumarið 2018 frá 4. júní til og með 17. ágúst, með þeim fyrirvara að næg þátttaka náist. Unnið verður í tveimur lotum. Fyrri lotan verður 1. júní - 30. júní og seinni lotan 8. ágúst.-16. ágúst.


  

...
Meira

Á 71. aldursári Bjarkalundar ætla nýir aðilar að reka hótelið, í sumar til að byrja með. Þær heita Hildur Árnadóttir og Elísabet Agnarsdóttir.



Þær sendu eftirfarandi tilkynningu sem er birt hér um leið og þeim er óskað velfarnaðar í þessu verkefni.


  

...
Meira

Vegna hreinsunar og viðhalds, verður sundlaugin lokuð frá 14. maí til 21. maí.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur í för með sér.

Vegna þess að fimmtudagurinn 10. maí er uppstigningardagur, er lögboðinn sveitarstjórnarfundur færður fram um 1 dag, og verður haldinn miðvikudaginn 9. maí.

Ingimar Ingimarsson
Ingimar Ingimarsson

Það kom fram hugmynd, að heppilegt gæti verið ef hægt væri að birta lista með nöfnum þeirra sem tilbúin eru að taka sæti í sveitarstjórn, ef það gæti auðveldað kjósendum valið á kjördag. Þetta hefur verið gert í öðrum sveitarfélögum með ágætum árangri.

Mögulega er hér komið upphaf að þannig lista, Ingimar Ingimarsson sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu:


„Nú þegar ljóst er að ekki verða framboðslistar í sveitarfélaginu er tímabært að gefa sig upp.

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til setu í sveitastjórn Reykhólahrepps. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á sveitastjórnarmálum, enda var ég starfandi kringum bæjarstjórn Hafnarfjarðar í 16 ár, allt frá því að vera nefndarmaður, formaður nefnda upp í það að sitja í bæjarstjórn. Nú er ég hinsvegar fluttur á Reykhóla og hef hugsað mér að búa hér um ókomin ár. Ég gef því kost á mér í sveitastjórn og vona að við getum nýtt krafta okkar saman til að gera gott samfélag enn betra.


Þau ykkar sem hafa áhuga á að vita meira um mig eða meira um mínar skoðanir er velkomið að senda mér spurningar á Facebookinu, hringja í mig (6933929) eða koma í kaffi til mín á Hellisbraut 28.“

Bestu kveðjur Ingimar Ingimarsson

  

Í dag, 5. maí 2018 kl. 12 á hádegi, rann út framboðsfrestur til sveitarstjórnar, og einnig til að skila inn tilkynningum þeirra sem ekki gefa kost á setu í sveitarstjórn, (vilja láta hengja sig upp).

 

Í Reykhólahreppi var enginn framboðslisti lagður fram, sem þýðir að það verður persónukjör eins og undanfarnar kosningar.

 

3 sveitarstjórnarmenn skorast undan endurkjöri, það eru:

Vilberg Þráinsson Hríshóli,

Áslaug B.Guttormsdóttir Mávavatni

og Sandra Rún Björnsdóttir Reykhólum.

Einnig gefur Gústaf Jökull Ólafsson Reykhólum ekki kost á sér, en hann var búinn að sitja 3 kjörtímabil samfleytt fyrir síðustu kosningar, og getur því skorast undan að taka kjöri jafn lengi.

  

Karl Kristjánsson
Karl Kristjánsson

Undir tenglinum Sjónarmið hér t.v., er grein eftir Kalla á Kambi, þar sem hann skýrir stöðuna nú í leiðavali á Vestfjarðavegi (60).

Þar segir m.a. : „Í aðalskipulagi setur sveitarfélagið fram sína stefnu um landnotkun, skipulaginu fylgir umhverfisskýrsla, samkvæmt lögum um umhverfismat áætlana. Sveitarfélagið á ekki að notast eingöngu við upplýsingar frá framkvæmdaaðila í sinni skipulagsvinnu og það þarf að vera tryggt að ákvarðanir um landnotkun séu byggðar á bestu fáanlegu upplýsingum.“

 

Gunnbjörn Óli Jóhannsson
Gunnbjörn Óli Jóhannsson
1 af 3

...segja þeir Gunnbjörn Óli Jóhannsson og Gústaf Jökull Ólafsson í grein sem er birt í Sjónarmið hér til vinstri. Þar segja þeir m.a.:

 

„Það hlýtur að vera krafa sveitarstjórnar og samfélagsins að skoðaðar verði allar leiðirnar sem Vegagerðin hannaði og reiknaði kostnað á, til að geta borið allt saman. Og síðast en ekki síst þarf að liggja fyrir áætlun hvenær hægt sé að keyra viðkomandi leiðir sem Vegagerðin hefur hannað.“

  

Minnt er á að framboðsfrestur rennur út þann 5. maí kl. 12 á hádegi, einnig þurfa þeir sem ætla að skorast undan kjöri (láta hengja sig upp) að tilkynna það fyrir sama tíma.

 

Kjörstjórn verður á skrifstofu Reykhólahrepps milli kl. 11 og 12 á morgun, 5. maí og tekur á móti ofangreindum gögnum ef þau berast.

 

Á vefnum kosning.is má finna upplýsingar um kosningar og framkvæmd þeirra.

  

María Maack
María Maack

Í Skoti Soffíu frænku er nýr pistill þar sem hún segir m.a.:

„Íbúakannanir geta gefið innsýn í hugarheim fólks og álit þess á heimabyggð og væntingar til framtíðarinnar. Í vetur hafði háskólinn á Akureyri samband við íbúa allra sveitarfélaga á Vestfjörðum og bauð þeim að taka þátt í íbúakönnun á vegum Sambands Sveitarfélaga á Vesturlandi/Vestfjörðum. Niðurstöðurnar voru reifaðar á Fjórðungsþingi en skýrslan er ekki komin út.“  

  

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30