Tenglar

5. mars 2018

Hlynur Þór - kveðja

Hlynur Þór Magnússon
Hlynur Þór Magnússon

Í dag 5. mars, hefði Hlynur Þór Magnússon orðið 71 árs. Hann kvaddi þennan heim um síðustu jól eftir erfið veikindi.

 

Hlynur bjó á Reykhólum liðlega 11 ár, og hafði með höndum umsjón þessa vefjar um 9 ára skeið, þar til fyrir rúmu ári að hann lét af störfum vegna heilsubrests.

 

Það var mikið lán fyrir Reykhólahrepp að fá Hlyn til að stjórna þessum vef, því hann hafði áratugareynslu af blaðamennsku, kunnáttu til að nýta vefmiðil og alveg óþrjótandi samviskusemi og vandvirkni. Leikni hans í meðferð íslensks máls var víðkunn, og hann hafði líka mörg önnur tungumál á valdi sínu. Skák var eitt af áhugamálum hans og þar var kunnátta hans og geta langt fyrir ofan meðallag.

 

Það er erfiðara að taka þetta saman en greinarkornið fyrir ári. Ræður þar nokkru að þetta er gert í leyfisleysi, mig minnir hann hafi orðað það þannig að hann vildi fá að fara í friði, friði fyrir öllu tilstandi. Hlynur var hlédrægur og traustur, með ríka réttlætiskennd. Kannski ekki allra, og mátti alla ævi dragnast með svartan hund, sem er skelfilegur ferðafélagi.

 

Hann lét stundum í veðri vaka að hann gerði lítið með hrós, en ég hygg nú samt að honum hafi þótt vænt um það frá vinum.

 

  

5. mars 2018

Samfélagsstyrkir OV

mynd OV
mynd OV

Fyrir helgina voru afhentir samfélagsstyrkir Orkubús Vestfjarða, og komu alls kr. 250.000.-  til verkefna í Reykhólahreppi.  Ungmennafélagið fékk kr. 100.000.- í barna og unglingastarf, Nemendafélag Reykhólaskóla fékk sömuleiðis 100.000.-  og Albert Páll Sigurðsson fékk 50.000.- kr. stuðning til að gera upp Ólafarbrunn í Flatey.

 

Silvía með Melkorku Eldey, Skarphéðinn Gauti og Ingimar með Ingibjörgu Kristínu.
Silvía með Melkorku Eldey, Skarphéðinn Gauti og Ingimar með Ingibjörgu Kristínu.

Núna á dögunum var fyrsti startpakki ársins afhentur. Að þessu sinni voru það Ingimar Ingimarsson organisti og Silvía Kristjánsdóttir sem fengu pakkann.

Þau eignuðust stúlku þann 25. janúar, sem heitir Melkorka Eldey.

Hún á tvö systkini, Skarphéðin Gauta 9 ára, og Ingibjörgu Kristínu 1 árs.

Fjölskyldunni eru færðar innilegar hamingjuóskir.

 

1. mars 2018

Hrósdagurinn í dag

Svarfhólshólmi
Svarfhólshólmi
1 af 6

Alþjóðlegi hrósdagurinn er í dag. Hrós­dag­ur­inn var fyrst hald­inn í Hollandi fyr­ir 13 árum, en breidd­ist fljótt út og er dag­ur­inn nú hald­inn hátíðleg­ur víða um heim.

...
Meira
28. febrúar 2018

Saltkjötsveisla Lions

Saltkjötsveisla Lions verður á föstudag 2. mars, sjá auglýsingu. 

Smíðatímanum hjá Félagsþjónustunni sem á að vera á morgun fimmtudag, er frestað fram á föstudag 2. mars vegna starfsmannaferðar.  Hann verður kl 13 - 16.

27. febrúar 2018

Þörf á viðhaldi verður til

Þessa dagana er að skapast þörf fyrir umtalsvert viðhald á veginum hér vestur Reykhólasveitina, þar sem slitlagið er að brotna upp. Á köflum er þetta varasamt fyrir minni bíla, því brot úr slitlaginu rúmlega hnefastór liggja á veginum.


 

...
Meira
23. febrúar 2018

Öskubylur á öskudag

1 af 5

Mjólkurbíllinn sem safnar mjólkinni af bæjunum hér í sveitinni lenti út af og valt í dimmviðrinu á öskudag, á leið að Gróustöðum, neðst í svonefndum Hyrnumelshalla. Sem betur fór slasaðist bílstjórinn ekki alvarlega.

...
Meira

Vegna veðurútlits verður saltkjötsveislu Lions frestað um viku,

til 2. mars 

Í Flatey
Í Flatey

Það var villa í auglýsingu um breytingu á deiliskpulagi á Tröllenda í Flatey. Þar stóð að skilafrestur athugasemda væri til 6. mars 2018, en á að vera 6. apríl 2018. Er beðist velvirðingar á þessu.

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30