Hólabúð lokað þegar íbúafundurinn hefst
Upplýsingar um sveitarstjórnarkosn. 26. maí 2018
Kosningarétt við sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí n.k. eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag.
Laugardaginn 5. maí 2018 er viðmiðunardagur kjörskrár vegna kosninga til sveitarstjórna sem hafa verið auglýstar þann 26. maí nk.
Á þessum slóðum er að finna ýtarlegar upplýsingar: https://www.stjornarradid.is/verkefni/kosningar/sveitarstjornarkosningar-2018/ og https://www.stjornarradid.is/verkefni/kosningar/sveitarstjornarkosningar-2018/kjosendur-leidbeiningar/
...
Meira
Frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Búðardal
Háls-, nef og eyrnalæknir
Þórir Bergmundsson, háls-, nef og eyrnalæknir verður með móttöku mánudaginn 30. apríl nk. Tímapantanir eru í síma 432 1450
Til upplýsinga
Heilsuvera.is er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. Markmið síðunnar er að koma á framfæri til almennings áreiðanlegri þekkingu um þroska, heilsu og áhrifaþætti heilbrigðis.
...
Meira
Almennur fundur um verkefni sveitarfélagsins
Miðvikudaginn 25. apríl kl. 17 - 19 verður haldinn í matsal Reykhólaskóla almennur íbúafundur með formönnum nefnda sveitarfélagsins o.fl.
Dagskrá:
Sveitarstjóri býður fólk velkomið.
Formenn nefnda á vegum hreppsins og skipuleggjandi Reykhóladaga segja örstutt frá þeim málum sem eru efst á baugi og hvað er framundan.
Stutt kaffihlé (10 mín)
Umræða í hópum, einn hópur um hverja nefnd
- fyrri umræða, með formönnum nefndanna.
Seinni umræða í hópum, formenn eru ekki í sínum hópi.
Skoðun hugmynda.
Atkvæðagreiðsla um hugmyndir.
Fundi slitið.
Niðurstöður verða kynntar á vef sveitarfélagsins að nokkrum dögum liðnum.
Krabbameinsleit hjá konum
Hvernig svafstu?
Fræðslufundur um svefn verður haldinn í matsal Reykhólaskóla mánudaginn 30. apríl kl. 20:00. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu með sérstakri áherslu á svefn meðal barna og unglinga.
Fyrirlesari er Dr. Erla Björnsdóttir. Erla er sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í rannsóknum og meðferð svefnvanda og gaf nýlega út bókina Svefn. Erla vinnur við rannsóknir á svefni við Háskóla Íslands og rekur Sálfræðiráðgjöfina þar sem hún aðstoðar fólk sem glímir við svefnvanda. Fyrirlesturinn er í boði Félagsþjónustunnar.
Aðalfundur Vinafélags Barmahlíðar 23. apríl
Aðalfundur sauðfjárræktarfélagsins
Reynir Bergsveinsson látinn
Reynir Bergsveinsson fyrrum bóndi í Fremri Gufudal lést þann 6. apríl s.l. á sjúkrahúsinu á Akranesi, eftir stutta baráttu við krabbamein á lokastigi.
Reynir var fæddur 30. nóv. 1938, sonur hjónanna í Gufudal, Bergsveins Finnssonar og Kristínar Sveinsdóttur. Hann hóf búskap í Fremri Gufudal árið 1958 og bjó þar til 1981.
...
Meira