Tenglar

31. desember 2021

Takmarkanir vegna COVID-19

Vegna mikillar aukningar á fjölda Covid smitaðra í samfélaginu vill hjúkrunarheimilið Barmahlíð takmarka gestakomur á heimilið tímabundið.

 

Við biðlum til aðstandenda að koma aðeins einn í einu í heimsókn og gera boð á undan sér. Einnig biðlum við til foreldra að senda ekki börn undir 15 ára í heimsókn á meðan á takmörkunum stendur.

 

Nauðsynlegt er að gestir sýni sérstaka varkárni.

  • Gestir skulu nota einnota grímur
  • Gestir skulu spritta hendur sínar í upphafi heimsóknar og fyrir og eftir snertingu á sameiginlegum flötum.
  • Við biðlum til fólks að mæta ekki hafi það einhver einkenni.

 

 

Vegna samkomutakmarkana verður ekki áramótabrenna á flokkunarsvæðinu að þessu sinni.

Reykhólahreppur óskar öllum gleði og gæfuríks árs.  

Við Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð er óskað eftir hjúkrunarfræðingi í tímabundið starf staðgengils hjúkrunarforstjóra, til minnst 6 mánaða. Þarf að geta hafið störf fljótlega.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Fagleg ábyrgð á hjúkrunarþjónustu

Umsjón með rekstri og stjórnun heimilisins

Starfsmannamál og vaktaplönun

 

Menntun og hæfniskröfur

Háskólagráða í hjúkrunarfræði

Framhaldsmenntun og góð reynsla æskileg

Þekking á RAI- mati

Hæfni í mannlegum samskiptum og góður samstarfsvilji.

 

Á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð eru 14 hjúkrunarrými og 2 dvalarrými og þar starfa að jafnaði 14 starfsmenn. Lagt er upp með að veita íbúum heimilisins ávallt bestu þjónustu á hverjum tíma og vera jafnframt aðlaðandi starfsvettvangur.

 

 Umsóknarfrestur er til 6. janúar 2022.

Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í s. 430 3200 eða 896 3629, eða netfang sveitarstjori@reykholar.is

Umsóknir berist á skrifstofu Reykhólahrepps Maríutröð 5a 380 Reykhólahreppur.

 

 

 

Covid-19 bólusetning verður næst í boði í Búðardal fimmtudaginn 6. janúar 2022.  Bólusett verður með Pfizer bóluefni í sjúkrabílaskýlinu við heilsugæsluna.

 

Þau sem hafa hug á að fá bólusetningu þennan dag þurfa að hafa samband í síma 432 1450 fyrir áramót til að skrá sig á bólusetningarlistann - opnunartími virka daga er kl. 9-15 / á gamlársdag er opið kl. 9-12. Þau sem nú þegar hafa skráð sig í bólusetningu verða boðuð.

 

Öll sem fengu seinni skammt grunnbólusetningar fyrir a.m.k. 5 mánuðum geta komið í örvunarbólusetningu. Þau sem óska eftir bólusetningu eftir 6. janúar eru einnig hvött til að hafa samband og láta vita af sér sem fyrst.

 

 

28. desember 2021

Flugeldasala Heimamanna 2021

Flugeldasala björgunarsveitarinnar Heimamanna 2021

Salan verður í húsi björgunarsveitarinnar að Suðurbraut 5 á Reykhólum, (húsinu á móti flokkunarsvæðinu)

Við viljum minna alla á grímuskyldu, fjarlægðarmörk og persónulegar sóttvarnir.

 

Opnunartími:

 Fimmtudag   30. 12.   kl. 12 - 20

 Föstudag      31. 12.   kl. 10 - 14

Ásamt flugeldum verður hægt að kaupa rótarskot.

 

Allur ágóði af sölunni rennur til björgunarsveitarinnar Heimamanna.

Flugeldasala björgunarsveitanna er mikilvægur liður í fjáröflun sveitarinnar og er ágóði hennar nýttur til þess að styrkja starf sveitarinnar, t.d. kaup á nýjum búnaði, endurnýjun á gömlum búnaði, þjálfun og fræðsla.

 

Einnig tekur björgunarsveitin alltaf á móti styrkjum, hægt er að leggja inn á reikning Heimamanna:

kt. 430781-0149

Banki  0153-26-000781

Heimamenn senda öllum hátíðar- og nýárskveðjur og sérstakar þakkir til allra þeirra sem hafa stutt okkur í gegnum árin.

 

 

 

27. desember 2021

Gilsfjarðarlína í jörð

Rofinn í Króksfjarðarnesi fyrir Gilsfjarðarlínu, merkingar á honum segja að línan sé straumlaus og jarðbundin. mynd Ingimundur Jóhannsson
Rofinn í Króksfjarðarnesi fyrir Gilsfjarðarlínu, merkingar á honum segja að línan sé straumlaus og jarðbundin. mynd Ingimundur Jóhannsson
1 af 3

Á Þorláksmessu var raflínan frá Króksfjarðarnesi að Gilsfjarðarmúla tekin úr sambandi, líklega í síðasta skipti. Þá fækkar enn loftlínum í Reykhólahreppi. Við hennar hlutverki tók þriggja fasa jarðstrengur sem lokið var að plægja niður í sumar. 

 

Gilsfjarðarlína sem er rúmlega 6 km. var orðin afar viðhaldsfrek og óörugg í vondu veðri, enda orðin meira en hálfrar aldar gömul.

 

Það er svo ætlunin að nýi jarðstrengurinn sem nú flytur rafmagn inn í Gilsfjörð, flytji rafmagn frá Galtarvirkjun í Garpsdal inn á kerfið þegar hún kemst í gagnið.

23. desember 2021

Tilkynning frá skrifstofunni

Almenn afgreiðsla á skrifstofu Reykhólahrepps verður lokuð á milli jóla- og nýárs.

Þeir sem eiga brýnt erindi mega hringja sveitarstjóra í síma 430-3201 eða 896-3629, eða senda tölvupóst á sveitarstjori@reykholar.is

 

                                       Gleðilega hátíð!

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að herða takmarkanir á landinu öllu vegna COVID-19.

Upplýsingar um þær eru að finna hér,  reglugerðin er ekki komin, en mun verða birt þarna þegar hún er tilbúin.

Takmarkanir taka gildi 23. des. 2021 og gilda til 12. jan. 2022.

 

Meginefni nýrra sóttvarnareglna:

  • Almennar fjöldatakmarkanir 20 manns og börn ekki undanskilin.
  • Nándarregla 2 metrar. Börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin. Á veitingastöðum og meðal gesta á sitjandi viðburðum er nándarregla 1 metri milli sitjandi gesta.
  • Grímuskylda: Almennt er skylt að nota grímu ef ekki er hægt að virða 2 metra regluna og skylt er að bera grímu í verslunum og verslunarmiðstöðvum. Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu.
  • Hraðprófsviðburðir: Með notkun hraðprófa er heimilt að halda skipulagða viðburði fyrir allt að 200 manns í sóttvarnahólfi.
  • Sitjandi viðburðir án hraðprófa: Hámarksfjöldi 50 manns. Sem dæmi má nefna sviðslistaviðburði, kvikmyndasýningar, íþróttaviðburðir og sitjandi athafnir trú- og lífskoðunarfélaga.
  • Verslanir og söfn mega taka á móti 50 manns í hverju hólfi að börnum meðtöldum. Fyrir hverja 10 m² má bæta við fimm viðskiptavinum að hámarki 500 manns. Grímuskylda er í verslunum og verslunarmiðstöðvum.
  • Opnunartími veitingastaða o.fl.: Veitingahúsum og öðrum stöðum þar sem áfengisveitingar eru heimilar er óheimilt að hleypa inn nýjum viðskiptavinum eftir kl. 21.00 og allir gestir eiga að vera farnir hið síðasta kl. 22.00. Sama gildir um einkasamkvæmi á stöðum með vínveitingaleyfi. Nándarregla milli sitjandi gesta á veitingastöðum er 1 metri.
  • Sund- og baðstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði: Heimilt er að taka má móti 50% af hámarksfjölda gesta. Börn fædd 2016 og síðar teljast ekki með.

Verkefnastjóri og starfsfólk óskast í vaktavinnu í skammtímavistun hjá stúlku á Reykhólum þar sem unnið verður aðra hverja viku. Mjög skemmtilegt og krefjandi starf í fallegu og rólegu umhverfi.

 

Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2022.

 

 Umsóknir ásamt fylgigögnum sendist Soffíu Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

 

 Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir og umsóknir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is

 

Horft suður yfir Gilsfjörð
Horft suður yfir Gilsfjörð
1 af 3

Fyrirtækið JGKHO ehf. fékk útgefið rann­sókn­ar­leyfi til athugunar á virkj­un sjáv­ar­falla und­ir þver­un Gils­fjarðar í Dala­byggð og Reyk­hóla­sveit. Það var gefið út 26. fe­brú­ar 2021 og gild­ir til 25. fe­brú­ar 2026, vegna áætl­ana um allt að 30 MW sjáv­ar­falla­virkj­un. Sam­kvæmt leyf­is­bréf­inu skulu rann­sókn­ir hefjast inn­an eins árs frá út­gáfu leyf­is­ins og vera lokið áður en leyfið fell­ur úr gildi.

Í um­sókn um rann­sókn­ar­leyfið kem­ur fram að rann­saka eigi hag­kvæmni þess að nýta rennsli í og úr Gils­firði inn­an Vest­fjarðaveg­ar sem nú fell­ur und­ir brú á veg­in­um. Virkj­un yrði mögu­lega staðsett við nú­ver­andi veg­stæði sem hef­ur þverað fjörðinn frá því skömmu fyr­ir síðustu alda­mót. Einnig á að kanna heppi­lega staðsetn­ingu fyr­ir mögu­lega virkj­un og önn­ur mann­virki og þörf fyr­ir flutn­ings­virki.

 

Stjórnarformaður JGKHO ehf er Jón Guðni Kristinsson eigandi jarðarinnar Króksfjarðarness, en vegurinn yfir Gilsfjörðinn kemur á land í Króksfjarðarnesi að norðanverðu.

 

Fjallað er um þetta á mbl.is

 

 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30