Tenglar

Jólamarkaður Handverksfélagsins Össu verður að venju opnaður fyrstu helgina í aðventu, 27. og 28. nóvember.  Síðan verður opið 2 næstu helgar, 3. - 5. des. og 10. - 12. des.

 

Að venju verða félög og samtök í samstarfi við Össu; Lions, nemendafélagið, krabbameinsfélagið, björgunarsveitin, skíðafélagið og kvenfélagið, og jafnvel fleiri.

 

Ekki er ljóst hvernig eða hvort verður hægt að bjóða upp á viðburði, tónlist eða upplestur en það verður kynnt þegar nær dregur.

 

 

Í dag fimmtudaginn 11.11.21 er íbúum á starfssvæði HVE Búðardals/Reykhólum boðið að mæta í bólusetningu gegn árlegri inflúensu á heilsugæslustöðina í Búðardal án þess að bóka tíma – opið er til kl. 15:00.

 

Þau sem ekki geta nýtt sér að koma í dag en óska eftir bólusetningu er bent á að hafa samband í síma 432 1450 sem fyrst til að panta bóluefni og bóka tíma.

Einstaklingar í eftirtöldum forgangshópum eru sérstaklega hvattir til að bregðast við og mæta eða láta vita af sér á meða enn er til bóluefni:

  • Allir 60 ára og eldri,
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælamdi sjúkdómum,
  • Barnshafandi konur.           

Vinsamlegast mætið með grímu. 

Fyrirhugað er að bjóða upp á örvunarbólusetningar vegna Covid-19 á næstu vikum – nánar auglýst síðar.

 


Afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum verður lokuð mánudaginn 15. nóvember.

Degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, verður fagnað í 26. sinn, þriðjudaginn 16. nóvember. 

Dagurinn hefur fest sig í sessi sem sérstakur hátíðisdagur íslenskunnar og gefur kjörið tækifæri til þess að fagna því sem vel er gert.

Dagskrá hátíðisdagsins er með hefðbundnu sniði þar sem íslenskan er í öndvegi. Athygli beint að skáldskap Jónasar Hallgrímssonar og verðlaun og viðurkenningar veittar þeim sem hafa unnið móðurmálinu sérstakt gagn.

Það skýtur kannski skökku við að hvetja til sundiðkunar þegar sundlaugin virðist vera í einhverju ólagi.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samvinnu við Sundsamband Íslands, stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. til 28. nóv.

Nánar um það hér.

Skráningarblöð eru hér.

Lögboðnum sveitarstjórnarfundi sem halda á 11. nóvember er frestað til 18. nóvember.

 

3. nóvember 2021

Kórstarfið að hefjast!

Ingimar Ingimarsson
Ingimar Ingimarsson

Það er komið að því!
Fyrsta kóræfing vetrarins verður fimmtudaginn 11. nóv. kl 20:30 í
Reykhólakirkju. Ætlunin er að hittast og fara yfir starf vetrarins
(festa æfingatíma) og syngja. Ég hvet alla unga sem aldna og öll kyn
sem áhuga hafa á skemmtilegum félagsskap og söng (og víst geta allir
sungið) að mæta og vera með okkur.

Kv. Ingimar Ingimarsson kórstjóri

Minnt er á influensubólusetningu fyrir forgangshópana á morgun, þriðjudag á Reykhólum kl. 10:40-12:20 og svo á fimmtudaginn í Búðardal kl. 13:00-14:40. Frekari upplýsingar má fá á heilsugæslunni í síma 432-1450


Heilsugæslan sendi út dreifibréf í síðustu viku. það eru líka upplýsingar um fyrirhugaða krabbameinsleit í Búðardal.

...
Meira
30. október 2021

Óuppfærður bannlisti

Rjúpnaveiði er bönnuð á eftirtöldum jörðum í Reykhólahreppi; 

 

                    Kinnarstöðum,

                    Skógum, 

                    Gröf,   

                    Múla í Þorskafirði,

                    Þórisstöðum,

                    Hyrningsstöðum,

                    Berufirði,  

                    Skáldsstöðum, 

                    Hafrafellslandi 3.

                    Gillastöðum.

 

Í ár er heimilt að veiða rjúpu frá og með 1. nóvember til og með 30. nóvember, frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á því tímabili.

  • Skv. ofanskráðu er veiði óheimil miðvikudaga og fimmtudaga á tilgreindu tímabili
  • Áfram er í gildi sölubann á rjúpum
  • Óheimilt er að flytja út, bjóða til sölu eða selja rjúpur og rjúpnaafurðir
  • Samkomulag er um að veiðar hefjist ekki fyrr en á hádegi þá daga sem veiðar eru heimilar.

Upplýsingar um veiðitímabil og fleira eru á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

 

Ath.

Það skal tekið fram að listinn yfir jarðirnar hér að ofan er frá því í fyrra, en hann hefur verið lítið breyttur undanfarin ár.

Það hafa ekki allir umráðamenn jarða beðið um áframhaldandi birtingu veiðibanns, en listinn er birtur svona, því aldrei hefur komið beiðni um að fella út af honum jörð.

Ef einhverjar óskir koma um breytingar verður að sjálfsögðu orðið við því. Hægt er að hafa samband á vefstjori@reykholar.is, facebook, eða hringja í 894 7771.

 

28. október 2021

Nýr dýralæknir í Búðardal

Daníel Haraldsson
Daníel Haraldsson

Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólahreppi og í Dalabyggð.

Daníel tók við 1. október sl. og tekur við af Gísla Sverri Halldórssyni sem sinnt hefur embættinu frá 2012.

Dýralæknirinn í Búðardal sinnir fimm sveitarfélögum á nokkuð stóru svæði en um er að ræða Dalabyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Árneshrepp og Kaldrananeshrepp en að auki gamla Bæjarhrepp, þ.e. alveg inn í botn Hrútafjarðar. Starfið felur í sér að gegna dýralæknisþjónustu fyrir búfé og gæludýr á svæðinu og tryggja þar með dýraeigendum nauðsynlega almenna þjónustu og bráðaþjónustu við dýr.

 

Lærði í Danmörku og starfaði í Svíþjóð

Daníel lærði dýralækningar í Kaupmannahöfn og starfaði fyrstu tvö árin í Svíþjóð en eftir að hann kom heim leysti hann af dýralækninn í Stykkishólmi 2016-2017 í afleysingum eftir að hann kom heim úr námi. Þá hefur hann rekið sína eigin dýralæknastofu á Egilsstöðum síðan. Daníel flutti í hús fyrirrennara síns og tók við allri aðstöðu svo dýralækninn má finna á sama stað og áður að Ægisbraut 19 í Búðardal.

 

Aðspurður segist Daníel lítast vel á starfið en hann er enn að koma sér fyrir í Búðardal og hlakkar til að kynnast fólkinu á svæðinu. Hann á líka ættir að rekja til svæðisins en forfeður hans voru frá Goddastöðum í Laxárdal og Dagverðarnesseli á Fellströnd.

Símatími dýralæknis er alla virka daga frá kl. 9 – 11 í síma 434-1122 en þess utan er hægt að ná í Daníel í s. 841-8422.

 

 Frétt af strandir.is, sjá einnig fb.síðu dýralæknisins.

 

 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30