Tenglar

12. ágúst 2021

Hvað veistu um Ísland?

Gauti Eiríksson, mynd Fréttablaðið/Eyþór
Gauti Eiríksson, mynd Fréttablaðið/Eyþór

Gauti Eiríksson grunnskólakennari veit fátt skemmtilegra en búa til spurningar og efna til keppna. Nú hefur hann sent frá sér nýja bók, Hvað veistu um Ísland?

 

Það þarf ákveðna hæfni til að semja góðar spurningar, ábyggilega eru einhverjir betri í því en ég en mitt kjörorð er einfaldleiki,“ segir Gauti Eiríksson kennari.

 

Í Reykhólasveit eru æskuslóðir Gauta og við gerð bókarinnar kveðst hann oft hafa hugsað til föður síns, Eiríks Snæbjörnssonar bónda.

„Pabbi kenndi mér að umgangast landið af virðingu og var óþreytandi að benda á örnefnin, ekki bara kringum bæinn okkar, Stað, heldur líka þar sem við smöluðum og ferðuðumst. Ég hef alltaf viljað vita hvað staðir heita og heyra sögur tengdar þeim. Reyni svo að miðla því áfram til barnanna minna eftir því sem þau hafa aldur til. Börn hafa gaman af sögum og fróðleik og það er hlutverk þeirra eldri að kynda undir áhugann.“

Þetta er brot úr viðtali sem er í Fréttablaðinu.

 

Ráðherra og ráðuneytisstjóri ásamt fulltrúum ábúenda í eynni, sveitarfélagsins Reykhólahrepps, Breiðafjarðarnefndar, Umhverfisstofnunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Ráðherra og ráðuneytisstjóri ásamt fulltrúum ábúenda í eynni, sveitarfélagsins Reykhólahrepps, Breiðafjarðarnefndar, Umhverfisstofnunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
1 af 4

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag auglýsingu um stækkun friðlandsins í Flatey.

 

Meginmarkmið friðlýsingarinnar er að vernda sérstætt og fjölbreytt lífríki svæðisins og búsvæði fugla, einkum varpsvæði fágætra fuglategunda, s.s. þórshana, kríu og lunda. Friðlandið hefur hátt vísinda- og fræðslugildi og er vel þekkt á meðal vísindamanna og fuglaáhugafólks. Búsvæði og lífríki í fjörum og í sjó er afar fjölbreytt og mikilvægt fæðusvæði margra fuglategunda. Náttúrufegurð svæðisins er einnig mikil og þar finnst m.a. marhálmur sem er sjaldgæfur á landsvísu.

 

Markmið með friðlýsingunni er einnig að tryggja rannsóknir og vöktun á lífríki svæðisins, með áherslu á búsvæði og afkomu varpfugla og að tryggja fræðslu um fuglalífið í eynni og nágrenni.

 

Í Flatey hefur um langt skeið verið náið samspil manns og náttúru þar sem nýting náttúruauðlinda hefur farið fram með sjálfbærni að leiðarljósi. Þá er eyjan vinsæll ferðamannastaður.

 

Með viðbótinni nú er stærð friðlandsins tvöfölduð, í 1,62 km2. Stækkunin er austan marka verndarsvæðis í byggð og nær til eyja, hólma og skerja suður af Flatey. Þar sem friðlandið nær í sjó fram tekur friðlýsingin til hafsbotns, lífríkis og vatnsbóls. Friðlandið er innan verndarsvæðis Breiðafjarðar sem er verndað með sér lögum.

„Flatey er óumdeilanlega perla Breiðafjarðar. Náttúran sjálf segir sína sögu um það hvað gerði eyna að ákjósanlegri miðstöð mannlífs við Breiðafjörð. Hér er merkileg saga búsetu þar sem samspil manns og náttúru var og er í jafnvægi. Líffræðileg fjölbreytni svæðisins er mikil enda fjölskrúðugt fuglalíf í eynni sem byggir afkomu sína á fjölbreyttu fæðuframboði á landi, í fjörum og í sjó. Það er því mikilvægt fyrir komandi kynslóðir, okkur sjálf og gesti okkar að tryggja verndun perlu eins og Flateyjar,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.

 

Viðstaddir stækkunina voru fulltrúar ábúenda í eynni, sveitarfélagsins Reykhólahrepps, Breiðafjarðarnefndar, Umhverfisstofnunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

 

Af vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

 

Föstudaginn 13. ágúst verður í boði að fá bólusetningu með bóluefni frá Pfizer fyrir eftirfarandi hópa:

  • Seinni bólusetning hjá þeim sem hafa fengið fyrri skammt af Pfizer.
  • Örvunarskammtur fyrir þau sem hafa fengið Janssen bólusetningu fyrir a.m.k. 28 dögum. Þau sem eru með mótefni eftir covid-19 sýkingu og hafa fengið Janssen örvunarskammt þurfa ekki að mæta í annan pfizer örvunarskammt.

Það hafa verið send út boð fyrir þessa hópa til þeirra sem áður hafa fengið bólusetningu í Búðardal eða á Hólmavík. Fólk er vinsamlegast beðið um að mæta á þeim tíma sem boðið segir til um. 

 

Milli kl. 12:00 og 13:00 er óbólusett fólk velkomið og einnig börn á starfssvæði HVE Búðardals og HVE Hólmavíkur sem fædd eru á árunum 2006, 2007, 2008 og börn sem fædd eru 13. ágúst eða fyrr á árinu 2009. Foreldrar sem þiggja bólusetningu fyrir börn sín eru beðnir um að fylgja börnum sínum og þannig veita þeir samþykki fyrir bólusetningunni. Foreldrar munu sitja við hlið barna sinna í bólusetningunni. Boð verða ekki send út vegna barna.

 

Bólusetning fer fram í sjúkrabílaskýlinu við Heilsugæslustöðina í Búðardal og viljum við minna á grímuskyldu á bólusetningarstað og að allir þurfa að bíða í um 15 mínútur eftir að bólusetning hefur verið gefin.

Vegna frekari upplýsinga má hafa samband í síma 432 1450 hjá HVE Búðardal.

 

Gestir í Ólafsdal 2021
Gestir í Ólafsdal 2021
1 af 5

Okkur þykir leitt að tilkynna að þrettándu Ólafsdalshátíðinni sem vera átti laugardaginn 14. ágúst er hér með afýst vegna Covid fjöldatakmarkana.

 

Áfram verður þó opið í Ólafsdal kl. 12 - 17 alla daga fram til 15. ágúst.

Sýningar, leiðsögn, kaffi, rjómavöfflur, Erpsstaðaís, góðar gönguleiðir og fornminjar.

 

Mikill kraftur hefur verið í framkvæmdum Minjaverndar á staðnum að undarförnu. Þannig standa nú fimm byggingar í Ólafsdal þar sem skólahúsið var eitt fyrir þremur árum.

 

Fimm fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun Íslands eru nú við rannsóknir á minjasvæðinu, undir forystu Hildar Gestsdóttur, þar sem landnámsskáli og aðrar fornar byggingar fundust árið 2017. Gestum er velkomið að ganga að minjasvæðinu sem er 1,2 km frá skólahúsinu (15-20 mín ganga). Þeir eru þó beðnir um að trufla ekki fornleifafræðingana sem hafa skamman tíma til rannsókna þetta árið. Góðar upplýsingar eru um fornleifauppgröftinn inni í skólahúsinu.

 

Góð aðsókn hefur verið að Ólafsdal frá opnun í sumar. Veðrið undanfarna daga hefur verið frábært og veðurspáin er góð.

Gestgjafar fram til lokunar verða Rögnvaldur Guðmundsson og Helga Björg Stefánsdóttir.

Meðfylgjandi myndir eru frá Rögnvaldi Guðmundssyni.

 

 

 

Reykhólaskóli
Reykhólaskóli

Reykhólahreppur auglýsir stöður

leikskólastjóra og leikskólakennara

við Reykhólaskóla lausar til umsóknar.

Skólinn er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli

undir einu þaki.

Í skólanum eru um 60 nemendur á leik- og grunnskólastigi.

 

Staða leikskólastjóra í 100% starfshlutfalli, best er að viðkomandi

geti hafið störf sem fyrst.

 

Starfssvið: Leikskólastjóri starfar samkvæmt gildandi lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er

við eiga, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu Reykhólahrepps. Nánar um starfssvið leikskólastjóra má

lesa hér.

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Kennaramenntun, leyfisbréf og hæfni til kennslu í leikskóla

• Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er kostur

• Góð íslenskukunnátta

• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum

• Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji

• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

• Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

• Reglusemi og samviskusemi

• Hefur hreint sakarvottorð

Leikskólastjóri á leikskóladeildinni Hólabæ starfar í nánu samstarfi við skólastjóra grunnskólastigs.

Þeir mynda skólastjórn Reykhólaskóla/Hólabæjar sem er ein og sama stofnunin. Þeim ber því að vinna

saman að öllum þeim verkefnum og málum þar sem samstarf þeirra getur leitt til faglegra og árangursríkara

skólastarfs þar sem hagsmunir nemenda/barna eru ávallt hafðir í fyrirrúmi.

Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit um nám og störf (ferilskrá), leyfisbréf til kennslu, kynningarbréf

og meðmæli. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.

Upplýsingar gefur Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri í síma 430 3200 eða í gegnum netfangið

sveitarstjóri@reykholar.is

Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst 2020.

Umsóknum skal skilað til sveitarstjóra Reykhólahrepps á netfangið sveitarstjori@reykholar.is

 

Staða leikskólakennara í 100% starfshlutfalli, best er að viðkomandi

geti hafið störf sem fyrst.

 

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá

leikskóla og skólastefnu sveitarfélagsins. Nánar um starfssvið leikskólakennara má lesa hér.

Menntunar og hæfniskröfur:

• Kennaramenntun, leyfisbréf og hæfni til kennslu í leikskóla

• Góð íslenskukunnátta

• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum

• Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji

• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

• Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

• Reglusemi og samviskusemi

• Hefur hreint sakarvottorð

 

Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit um nám og störf (ferilskrá), leyfisbréf til kennslu, kynningarbréf

og meðmæli. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.

Upplýsingar gefur Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri í síma 430 3200 eða í gegnum netfangið

sveitarstjóri@reykholar.is

 

Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst 2021.

Umsóknum skal skilað til sveitarstjóra Reykhólahrepps á netfangið sveitarstjori@reykholar.is

 

 

 

Reglulegum sveitarstjórnarfundi verður frestað um viku, hann verður haldinn fimmtudaginn 19. ágúst.

Aðalfundur Þörungaverksmiðjunnar verður haldinn föstudaginn 20. ágúst, sjá auglýsingu hér.

5. ágúst 2021

Sóley í Nesi látin

Sóley Guðmunda Vilhjálmsdóttir
Sóley Guðmunda Vilhjálmsdóttir

Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma

 Sóley Guðmunda Vilhjálmsdóttir, Króksfjarðarnesi,

 lést á HVE Akranesi mánudaginn 26. júlí.

 

Útförin fer fram frá Hólmavíkurkirkju föstudaginn 6. ágúst klukkan 14.

 

Athöfninni verður streymt á Facebooksíðunni Sóley Guðmunda útför

https://www.facebook.com/Sóley-Guðmunda-útför-710752503094401/

 

Arnór Grímsson

Jónína Margrét Arnórsdóttir

Grímur Arnórsson

Erla Arnórsdóttir

Vilhjálmur Arnórsson

tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn

 

 

 Fjallskilanefnd leggur til að leitadagar í Reykhólahreppi verði eftirfarandi:


Svæði 1-7.  Kleifar, Brekkuá að Króksfjarðarnesi, Króksfjarðarnes, frá Bakkadal að Naðurdalsá og Borgarland verði leitað 18. september.

 

Svæði 8.  Frá Naðurdalsá að Hjallaá verði leitað 11. september.

 

Svæði 9.  Reykjanes verði leitað 10. september.

 

Svæði 10.  Frá Hjallaá út Hallsteinsnes að Djúpadal verði leitað 12. september

 

Svæði 11-14.  Frá Djúpadal að Skálanesi verði leitað 11. september.

 

Svæði 15-16.  Kálfadalur, Eyri, Klettur, Seljaland og Fjarðarhorn verði leitað 4. september.

 

Svæði 17.  Þorskafjarðarheiði og norðan Reiphólsfjalla verði leitað frá og með 27. ágúst og eftir því sem veður leyfir.

 

Svæði 18.  Múlasveit verði leituð 30. ágúst -3. september.

Seinni leit verði 2. og 3. október.

 


 


Ólafsdalur, mynd frá Ólafsdalsfélaginu
Ólafsdalur, mynd frá Ólafsdalsfélaginu

Nú er opið í Ólafsdal alla daga frá 25. júlí til 15. ágúst, kl. 12 - 17. Staðarhaldarar í sumar eru Rögnvaldur Guðmundsson og Helga Björg Stefánsdóttir.

 

Endurreisn staðarins er í fullum gangi og mikið nýtt að sjá. Vöfflukaffi, Erpsstaðaís, sýningar og leiðsögn.

Forleifauppgreftri á landnámsskálanum verður fram haldið frá 3. til 20. ágúst.

Stefnt er á Ólafsdalshátíð 14. ágúst en endaleg ákvörðun um hana verður tekin þegar nær dregur og kynnt vel.

Allir eru boðnir hjartanlega velkomnir í Ólafsdal!

 

Atburðadagatal

« Aprl 2025 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30