Reykhóladagar dagskrá
(ath gæti tekið smávægilegum breytingum)
Föstudagur 23. júlí:
12:00-14:00 Hestar fyrir börn við Báta og Hlunnindasýninguna.
14:00-15:00 Brúðuleiksýningin Dimmalimm á Báta- og Hlunnindasýningunni. Ókeypis aðgangur.
15:30 Reykhóladagahlaupið Ræst við Bjarkalund kl. 15:30, hægt að panta far í Bjarkalund í tölvupósti.
16:00 Reykhóladagahlaupið, styttri vegalengdir ræst frá Grettislaug.
18:00 Bjórmíla þátttökugjald er 2000 krónur, 20 ára aldurstakmark, skráning í netfang johanna@reykholar.is
18:00 opið hús í Reykhólabúðinni, veitingar og kaffi á könnunni
20:00 Töframaðurinn Jón Víðis með töfrasýningu, glens og gaman í Reykhólabúðinni. Fjölskyldusýning, allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
21:00 Pöbb Quiz/BarSvar
Laugardagur 24. júlí:
11:00 Töfraskóli fyrir börnin í Reykhólabúðinni þar sem Jón Víðis kennir börnunum töfrabrögð, að búa til flugdreka o. m. fleira, börn og foreldrar velkomin.
11:30 Boðið heim í súpu, Litla Grund og Reykjarbraut.
13:00-16:00 Veltibíllinn.
13:30 Dráttarvélarnar mæta galvaskar til leiks.
14:00 Dráttarvélarall ásamt læðutogi.
14:00 Vöffluhlaðborð á báta og Hlunnindasýningunni.
15:00 Kassabílarall á Hellisbrautinni. Keppt í tveimur flokkum. 14 ára og yngri og blandaður aldur. Óskað eftir forskráningum í Reykhólabúðinni.
16:00 Tónleikar með Fáheyrt í Reykhólakirkju.
18:00 Þaraboltinn. Íslandsmeistaramótið í Þarabolta verður að sjálfsögðu á sínum stað. Eins og áður þá eru leikreglur þannig að 14 ára og eldri mega taka þátt. 5 - 6 í hverju liði, 5 spila inni á vellinum í einu frá hvoru liði. Bannað er að vera í skóm í keppninni. Subbulegur en skemmtilegur fótbolti.
Gott er að vera búinn að skrá liðin hjá Jóhönnu.
21:00 Kvöldvaka í Kvennó, brekkusöngur, hæfileikakeppni, verðlaunaafhendingar og fleira. Minnum á tilnefningar fyrir íbúa ársins.
23:00 Dansleikur með hljómsveitinni SUE, 18 ára aldurstakmark, inngangseyrir 3000 krónur.
Sunnudagur 25. júlí:
Handverksfélagið Assa verður með dagskrá í Króksfjarðarnesi.
Vöffluhlaðborð byrjar klukkan 13:30 og Nikólína mætir klukkan 14:30.
Verð á hlaðborð er 1500 kr. fyrir fullorðna, 1000 kr. fyrir börn 6-12 ára og frítt fyrir yngri börn.