Tenglar

Í Reykhólakirkju
Í Reykhólakirkju
1 af 2

Tríóið Fáheyrt hélt tónleika í Reykhólakirkju um helgina. Það voru lokatónleikar í 13 tónleika röð á Vestfjörðum.

 

Fáheyrt kom fram í kirkjum og á fáheyrðum stöðum á Vestfjörðum og flutti þar frumsamin lög við ljóð vestfirskra skálda, svo sem Steins Steinarrs, Ólínu Þorvarðardóttur, Höllu skáldkonu Eyjólfsdóttur og Tómasar G. Geirdælings. Einnig voru flutt lög eftir Mugison og Sigvalda Kaldalóns.

Tríóið stefnir að því að gefa tónlistina út á plötu  með haustinu.

Ekki var rukkaður aðgangseyrir á tónleikunum. Verkefnið var styrkt af Tónlistarsjóði.

 
Í tríóinu eru ÞAU: Rakel Björk Björnsdóttir leik- og söngkona við Borgarleikhúsið, Garðar Borgþórsson gítar- og trommuleikari, og Ingimar Ingimarsson organisti.

Hægt er að hlusta á sýnishorn hér.

 

Ræst við sundlaugina, mynd JÖE
Ræst við sundlaugina, mynd JÖE
1 af 11

 Þátttaka í hinum fjölbreyttu keppnisgreinum var góð. Í sumum greinum voru þátttakendur heldur fleiri en áhorfendur og leikgleðin almennt í fyrirrúmi.

Í efstu sætum voru eftirtalin í kvenna- og karlaflokkum, aldursskipting var ekki mjög nákvæm.

 

Reykhóladagahlaupið:

1,5 km.  1. Freyja og Yrsa, 2. Ásborg og Árný, 3. Einar Valur.

2 km.     1. Heiðdís Birna og Atli.

4 km.     1. Stefán,   Sigga.

5 km.     1. Mikael Tumi Ragnarsson, 2. Styrmir Gíslason, 1. Valdís Valgeirsdóttir, 2. Dísa Tómasdóttir.

15. km.  1. Birkir Þór Stefánsson, 2. Styrmir Sæmundsson, 3. Ketill Ingi Guðmundsson.

 

Bjórmíla:

Ný keppnisgrein þar sem keppendur hlaupa 1 mílu, (1609 m.) og þurfa að drekka 1 bjór á rúmlega 400 m. fresti. Besti tíminn dugar ekki endilega til sigurs, því refsistig eru fyrir að skila bjórnum á leiðinni.

 

Á þetta reyndi í þessari fyrstu keppni, fyrstur í mark og þar með brautarmethafi var Jóhannes Geir Guðmundsson, en Bjarki Stefán Jónsson fékk titilinn því hann kom öllum bjórnum í mark.

Silvía Kristjánsdóttir vann kvennaflokkinn örugglega.

 

Kassabílarall:

  1. sæti, Bjarni og Hilmar Ágústssynir.

Verðlaun fyrir frumlegasta kassabílinn, Kristján Steinn Guðmundsson.

Þess má geta að sá bíll hefur keppt í fjölmörgum kassabílaröllum og unnið til verðlauna. Hann er búinn ljósum og útvarpi, og ber skráningarnúmerið 313 eins og bifreið Andrésar andar.

 

Ökuleikni á dráttarvél:

  1. sæti, Páll Vignir Magnússon sem kom austan af Fljótsdalshéraði í þessa keppni, en hann hefur áður keppt til sigurs hérna.

Í kvennaflokki keppti Indíana Ólafsdóttir óvart og bar sigur úr býtum.

 

Læðutog:

  1. sæti karlar, Haraldur Ólafsson,     1.sæti konur, Jóhanna Ösp Einarsdóttir og Sigrún Kristjánsdóttir.

Þarabolti:

  1. sæti,   Strumparnir. 
  2. sæti,   Grundarliðið. 

 

 

 

25. júlí 2021

Íbúi ársins

Sóley Vilhjálmsdóttir og Arnór Grímsson, mynd af fb.
Sóley Vilhjálmsdóttir og Arnór Grímsson, mynd af fb.
1 af 2

Íbúi ársins var útnefndur á Reykhóladögum eins og undanfarin ár.

 

Að þessu sinni var það Sóley Vilhjálmsdóttir í Króksfjarðarnesi sem var valin. Sóley hefur alla tíð verið dugleg og drífandi í ýmis konar félagsstarfi.

 

Hún vann um árabil í útibúi Landsbankans í Króksfjarðarnesi, síðast sem útibússtjóri, allt þar til það var lagt niður. Þjónusta hennar við viðskiptavini útibúsins var einstaklega góð og ævinlega hugsað í lausnum þegar úrlausnarefni bar að höndum.

Eins og við vitum öll er Covid eitthvað að sækja í sig veðrið. Við fylgjumst vel með tilkynningum frá almannavörnum og erum á tánum tilbúin að bregðast við ef það þarf að aðlaga dagskrá að nýrri reglugerð.

 

Við viljum brýna fyrir gestum á Reykhóladögum að huga að persónulegum sóttvörnum. Við munum hafa grímur til taks við inngang á innandyra viðburðum sem þeir hátíðargestir sem vilja geta fengið sér að kostnaðarlausu. Jafnframt munum við passa upp á að allir hafi aðgang að handspritti á öllum viðburðum og hvetjum alla til að gæta að sóttvörnum og vera heima séu þeir með einhver flensulík einkenni.

 

Það er alveg hægt að hafa gaman og skemmta sér þó maður sé að passa sig.

 

Fólki er bent á að fylgjast með á facebook síðu Reykhóladaganna:  

https://www.facebook.com/Reykh%C3%B3ladagar-259094917500431

 

Hér er svo dagskrá Reykhóladaga og ýmsar hagnýtar upplýsingar.

 

 

Vegna aukningar á smiti í samfélaginu og í öllum landshlutum, þurfa allir heimsóknargestir í Barmahlíð að nota grímu.

Grímuskyldan gildir um óákveðinn tíma.

21. júlí 2021

BarSvar á Reykhóladögum

Pöbb quiz verður að sjálfsögðu á sínum stað á Reykhóladögum nema þetta árið munum við kalla það BarSvar til heiðurs (eða höfuðs) Strandamönnum sem töpuðu BarSvari Hamingjudaga á svo eftirminnilegan hátt en þar urðu þeir að lúta í minnihlutann fyrir Reykhóladömum.

 

Skipuleggjanda var bent á að virkja hrepparíginn og því er hér skorað á Strandamenn sérstaklega að reyna að ná titlinum aftur. Þema BarSvarsins er að þessu sinni kímni og grín.

 

Heimamenn munu að sjálfsögðu ekki falla átakalaust og eru því beðnir um að vera hressir og fyndnir næstu vikuna, því hver veit nema það verði auka stig fyrir svoleiðis skemmtilegheit!


Umsjónarmenn eru Jóga Húmor og Ingimar Skemmtari!
Hús opnað kl. 20:30 

 

 

Garpsdalsvatn, Göltur fyrir miðri mynd, Garpsdalsrangali t.v. og Múlarangali t.h.
Garpsdalsvatn, Göltur fyrir miðri mynd, Garpsdalsrangali t.v. og Múlarangali t.h.

Auglýsing um framkvæmdaleyfi - vatnsaflsvirkjun í Múlaá í Garpsdal


Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. apríl 2021 að veita framkvæmdaleyfi vegna vatnsaflsvirkjunar í Múlaá í Garpdsal.

 

Samkvæmt úrskurði Skipulagsstofnunar er framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

 

Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi.

 

Framkvæmdaleyfið - sjá hér

 

Mynd, Herdís E. Matthíasdóttir
Mynd, Herdís E. Matthíasdóttir
1 af 2

Ungmennafélagið Afturelding er að setja upp pönnuvöll við Reykhólaskóla.

 

Pönnuvöllur er lítill átthyrndur sparkvöllur með mjög litlum mörkum, þar sem geta spilað 1 á móti 1 eða 2 á móti 2. Það er líka tilvalið fyrir litla krakka að hefja knattspyrnuferilinn á svona velli.

14. júlí 2021

Íbúi ársins

Minnt er á að hægt er að tilnefna íbúa ársins í Reykhólahreppi til 20. júlí. 

Tilnefningar má senda á netfangið johanna@reykholar.is.

13. júlí 2021

Dagskrá Reykhóladaga 2021

Reykhóladagar dagskrá
(ath gæti tekið smávægilegum breytingum)

 

Föstudagur 23. júlí:
12:00-14:00 Hestar fyrir börn við Báta og Hlunnindasýninguna.


14:00-15:00 Brúðuleiksýningin Dimmalimm á Báta- og Hlunnindasýningunni. Ókeypis aðgangur.


15:30 Reykhóladagahlaupið Ræst við Bjarkalund kl. 15:30, hægt að panta far í Bjarkalund í tölvupósti.


16:00 Reykhóladagahlaupið, styttri vegalengdir ræst frá Grettislaug.


18:00 Bjórmíla þátttökugjald er 2000 krónur, 20 ára aldurstakmark, skráning í netfang johanna@reykholar.is


18:00 opið hús í Reykhólabúðinni, veitingar og kaffi á könnunni


20:00 Töframaðurinn Jón Víðis með töfrasýningu, glens og gaman í Reykhólabúðinni. Fjölskyldusýning, allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.


21:00 Pöbb Quiz/BarSvar

 

Laugardagur 24. júlí:
11:00 Töfraskóli fyrir börnin í Reykhólabúðinni þar sem Jón Víðis kennir börnunum töfrabrögð, að búa til flugdreka o. m. fleira, börn og foreldrar velkomin.


11:30 Boðið heim í súpu, Litla Grund og Reykjarbraut.


13:00-16:00 Veltibíllinn.


13:30 Dráttarvélarnar mæta galvaskar til leiks.


14:00 Dráttarvélarall ásamt læðutogi.


14:00 Vöffluhlaðborð á báta og Hlunnindasýningunni.


15:00 Kassabílarall á Hellisbrautinni. Keppt í tveimur flokkum. 14 ára og yngri og blandaður aldur. Óskað eftir forskráningum í Reykhólabúðinni.


16:00 Tónleikar með Fáheyrt í Reykhólakirkju.


18:00 Þaraboltinn. Íslandsmeistaramótið í Þarabolta verður að sjálfsögðu á sínum stað. Eins og áður þá eru leikreglur þannig að 14 ára og eldri mega taka þátt. 5 - 6 í hverju liði, 5 spila inni á vellinum í einu frá hvoru liði. Bannað er að vera í skóm í keppninni. Subbulegur en skemmtilegur fótbolti.
Gott er að vera búinn að skrá liðin hjá Jóhönnu.


21:00 Kvöldvaka í Kvennó, brekkusöngur, hæfileikakeppni, verðlaunaafhendingar og fleira. Minnum á tilnefningar fyrir íbúa ársins.


23:00 Dansleikur með hljómsveitinni SUE, 18 ára aldurstakmark, inngangseyrir 3000 krónur.

 

Sunnudagur 25. júlí:
Handverksfélagið Assa verður með dagskrá í Króksfjarðarnesi.
Vöffluhlaðborð byrjar klukkan 13:30 og Nikólína mætir klukkan 14:30.

Verð á hlaðborð er 1500 kr. fyrir fullorðna, 1000 kr. fyrir börn 6-12 ára og frítt fyrir yngri börn. 

 

 

 

 

Atburðadagatal

« Aprl 2025 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30