Tenglar

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir
Sigríður Ó. Kristjánsdóttir
1 af 3

Starfsmenn Vestfjarðastofu verða með fasta viðverutíma á Reykhólum, alla miðvikudaga á skrifstofutíma. Það verða verkefnastjórarnir Skúli Gautason og Sigurður Líndal sem verða á skrifstofu Reykhólahrepps til skiptis.

 

Þetta fyrirkomulag hefst miðvikudaginn 29. september. Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, verður einnig á Reykhólum þann dag.

 

Vonast er til að íbúar Reykhólahrepps grípi þetta tækifæri fegins hendi til að nýta sér þjónustu og krafta Vestfjarðastofu enn betur.

Sérstök atkvæðagreiðsla á Vestfjörðum fyrir þá sem eru í sóttkví eða einangrun vegna COVID 19 farsóttarinnar


Ákveðið hefur verið að kjósendur á Vestfjörðum sem eru í sóttkví eða einangrun vegna COVID 19 farsóttarinnar geti, líkt og kjósendur annars staðar á landinu, greitt atkvæði við Alþingiskosningarnar 25. september nk. á dvalarstað sínum eða sérstökum kjörstöðum þar sem atkvæðagreiðsla fer fram í lokaðri bifreið til að tryggja sóttvarnir.

Í nýrri reglugerð sem um þetta gildir, reglugerð nr. 1033/2021 um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna sóttkvíar eða einangrunar vegna Covid 19 farsóttarinnar, sem gefin var út 14. september sl., kemur m.a. fram að kjósandi sem er í sóttkví eða einangrun teljist hvorki fær um að árita kjörseðilinn á fyrirskipaðan hátt né undirrita fylgibréf og því skuli kjörstjóri veita honum aðstoð við það án þess að nokkur annar sjái.

 

Atkvæðagreiðsla á sérstökum kjörstað fer fram sem hér segir:


Ísafjörður, skoðunarstöð Frumherja, Skeiði, Ísafirði

Fimmtudaginn 23. september kl.  16:15 – 17:15.

Laugardaginn  25. september kl. 11:00 – 12:00.

 

Hólmavík, lögreglustöðin, Skeiði 2, Hólmavík

Fimmtudaginn 23. september kl.  14:00 - 15:00.

Laugardaginn  25. september kl. 11:00 - 12:00.

 

Patreksfjörður,  slökkvistöðin, Þórsgötu 7, Patreksfirði

Fimmtudaginn 23. september kl. 14:00 - 15:00.

Laugardaginn  25. september kl. 11:00 - 12:00.

 

Um atkvæðagreiðsluna gilda svohjóðandi reglur:

Óheimilt er að opna dyr eða glugga ökutækis og þurfa samskipti því að fara fram í gegn um rúðu bifreiðar-innar.  Að jafnaði er miðað við að ökumaður sé einn í bifreiðinni.

Kjósandi skal upplýsa kjörstjóra um hvernig hann vill greiða atkvæði, t.a.m. með því að sýna kjör­stjóra blað með listabókstaf framboðs eða á annan hátt sem kjörstjóri telur öruggan og nægilega skýran.

 

Um atkvæðagreiðslu á dvalarstað gilda svohljóðandi reglur:

Ef kjósandi sem staddur er í umdæminu á þess ekki kost að koma á kjörstað í ökutæki getur hann sótt um að greiða atkvæði á dvalarstað sínum. Þarf hann þá að senda beiðni um að greiða atkvæði á dvalarstað sínum til sýslumanns í því umdæmi sem hann dvelur. Þeir sem dvelja á Vestfjörðum skulu senda  beiðni með tölvu­pósti til embættisins í netfangið vestfirdir@syslumenn.is eða með öðrum tryggum hætti og skal umsókn hafa borist sýslumanni eigi síðar en kl. 10.00 á kjördag, sé dvalarstaður kjósanda í því kjördæmi sem hann á kosningarrétt í, en annars eigi síðar en kl. 10.00 tveimur dögum fyrir kjördag.

Í beiðni um að greiða atkvæði á dvalarstað skal koma fram:

  1. Dagsetning beiðni.
  2. Nafn, kennitala og lögheimili kjósanda.
  3. Upplýsingar um dvalarstað kjósanda.
  4. Upplýsingar um hvort kjósandi sé í sóttkví eða einangrun.
  5. Upplýsingar um hvers vegna kjósanda, sem er í sóttkví, sé ókleift að greiða atkvæði á sér­stökum kjörstað fyrir þá sem eru í sóttkví eða einangrun.
  6. Upplýsingar um hvort kjósandi óski aðstoðar fulltrúa sem hann hefur valið sjálfur við atkvæða­­greiðsluna, hver sá fulltrúi sé og undirritað þagnarheit hans skal fylgja með.

 

Beiðni skal fylgja staðfesting sóttvarnayfirvalda á að viðkomandi sé í einangrun eða sótt­kví fram yfir kjördag.

Með þessu fyrirkomulagi á að vera tryggt að allir sem eru í sóttkví eða einangurn vegna Covid19 farsóttarinnar geti neytt atkvæðisréttar síns.

 

Ýmsar frekari upplýsingar má finna á vef stjórnarráðsins á slóðunum kosning.is og covidkosning2021.is .

Upplýsingar er einnig að finna á vef sýslumanna á slóðinni https://island.is/s/syslumenn/kosningar 

Ísafirði, 22. september 2021.

 

Jónas B. Guðmundsson
sýslumaður

 

 

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar
vegna kosninga til Alþingis 25. september 2021

 

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram á á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5, mánudaginn 20. september 2021 milli kl. 14:30 og 15:30.

Þeir kjósendur sem greiða ætla atkvæði hafi með sér skilríki.

 

Ísafirði, 17. september 2021.

 

Jónas B. Guðmundsson

sýslumaður

Handverksmarkaður Össu í Króksfjarðarnesi verður opinn að þessu sinni til 3. október.

Oft hefur verið opið fram að leitahelgi sem er komandi helgi, en nú varð úr að hafa opið tveim vikum lengur. 

Á markaðnum fást fjölbreyttar vörur, skjólfatnaður og skrautmunir, auk veitinga.

Auglýsing um kjörfund vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 25. september 2021

 

Kjörstaður í Reykhólahreppi verður á skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a á Reykhólum.

 

Kjörfundur hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 18:00.

 

Kjörskrá Reykhólahrepps liggur frammi á skrifstofu hreppsins, Maríutröð 5a á afgreiðslutíma til kjördags. Athugasemdir eða óskir um leiðréttingar berist sveitarstjóra eins fljótt og mögulegt er.

 

Upplýsingar um lög um kosningar til Alþingis má m.a. nálgast á vefnum kosning.is. Þar má líka finna leiðbeiningar til kjósenda um framkvæmd kosninganna, kosningarétt og atkvæðagreiðslu.

 

Skylt er að framvísa skilríkjum sé þess óskað. Kjósendur eru því sérstaklega minntir á að hafa skilríki meðferðis.

 

Kjörstjórn Reykhólahrepps

Steinunn Ó. Rasmus, formaður

Sveinn Ragnarsson

Sandra Rún Björnsdóttir

 

Starfsmaður óskast í félagslega heimaþjónustu á Reykhólum.

Umsóknarfrestur er til og með 1. október.

 

Laun eru samkvæmt taxta Verk-Vest

Umsóknir sendist Soffíu Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

 

Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir og umsóknir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is

 

 

Reykhólahreppur auglýsir til úthlutunar lóðir við Hellisbraut á Reykhólum.

Um er að ræða tvær 6 einbýlishúsalóðir  og 2 fjögurra íbúða raðhúsalóðir sem allar eru á skilgreindu íbúðarsvæði  við Hellisbraut á Reykhólum skv. gildandi aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 en um lóðirnar gildir deiliskipulag fyrir byggingu íbúðarhúsnæði.  Deiliskipulagið var birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 15. maí 2015.

 

Lóðir til einstaklinga eru eftirfarandi:

 

  1. Hellisbraut 46, leigulóð, 899 m2 stærð.
  2. Hellisbraut 54, leigulóð, 953 m2 stærð.
  3. Hellisbraut 66, leigulóð. 955 m2 stærð.
  4. Hellisbraut 68, leigulóð. 955 m2 stærð.
  5. Hellisbraut 78, leigulóð. 955 m2 stærð.

Á lóðunum má byggja 95 – 190 m2 einbýlishús á einni hæð skv. skilmálum í deiliskipulagi.

Lóðir til lögaðila eru eftirfarandi:

  1. Hellisbraut 58 – 64, leigulóðir 475 – 674m2 stærð.
  2. Hellisbraut 70 – 76. , leigulóðir 475 – 674m2 stærð.

 

Á lóðunum má byggja fjögurra íbúða raðhúss á einni hæð, stærð íbúða 78 – 125 m2 skv skilmálum í deiliskipulagi.

 

Samkvæmt skilmálum Reykhólahrepps um lóðaúthlutanir skulu umsækjendur tilgreina með glöggum hætti byggingaráform sín og framkvæmdahraða og verður lagt mat á þarfir umsækjanda til lóðar við úthlutun. Til að umsókn teljist gild skulu umsækjendur greiða kr. 20.000 í staðfestingargjald og þá skulu þeir jafnframt leggja fram skriflega staðfestingu frá banka eða lánastofnun um greiðsluhæfi og/eða möguleika á lánafyrirgreiðslu vegna fyrirhugaðrar húsbyggingar. Skal í staðfestingunni koma fram að umsækjandi geti fjármagnað 100% kostnaðar fyrirhugaðrar húsbyggingar.

 

Deiliskipulag Hellisbrautar, úthlutunarskilmálar og umsóknareyðublað er aðgengilegt á vef sveitarfélagsins www.reykholar.is. Umsókn skal senda á Stjórnsýsluhús Reykhólahrepps, Maríutröð 5a, 380 Reykhólahreppi, eða á netfangið sveitarstjori@reykholar.is.  Umsóknarfrestur er til og með 31. október 2021.

 

Hér eru tenglar á deiliskipulag, úthlutunarskilmála og umsókn um lóð.

 

 

10. september 2021

Laust starf í Reykhólaskóla

Okkur í Reykhólaskóla vantar stuðningsfulltrúa í 50-80% stöðu.

 

Hafið samband við skólastjóra á netfangið skolastjori@reykholar.is 

til að fá nánari upplýsingar.

Sveitarstjórn samþykkti nýverið að fella niður tímabundið gatnagerðargjöld af lóðum undir íbúðarhús á Reykhólum. 

Í reglum um þetta segir:

Markmið reglna þessara er að ýta undir nýbyggingar í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn vonast til þess að tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda leiði til aukins framboðs á íbúðarhúsnæði, bæði til eignar og leigu, en ásókn í tilbúnar lóðir hefur verið mjög lítil undanfarin misseri.

Hægt  er að sjá reglurnar í heild hér og neðst hér á síðunni

Katrín Jakobsdóttir, mynd SBS
Katrín Jakobsdóttir, mynd SBS

Sigurður Bogi Sævarsson blaðamaður á Morgunblaðinu lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi og er víðfróður um land og þjóð. Hann er oft á ferðinni vítt og breitt og tekur fólk tali, af því spretta fróðlegar og skemmtilegar greinar. Gefum honum orðið:

 

Gestagangur á Mogga í dag; okkar góði forsætisráðherra kom í heimsókn og hér er hún með leiksviðið í baksýn; sjálft Ísland. Vísaði fingri á Reykhóla fyrir vestan, þangað sem rætur liggja. Þar var Jón Thoroddsen (1818-1878) sýslumaður og sá var langlangafi Katrínar.

Sá skrifaði skáldsögurnar Piltur og stúlka og Maður og kona - já og samdi ljóðið Litfríð og ljóshærð. Katrín er kona menningar og mannvits; alltaf gaman að rabba við hana um daginn og veginn!

 

 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30