Tenglar

Gauti Eiríksson, mynd Fréttablaðið/Eyþór
Gauti Eiríksson, mynd Fréttablaðið/Eyþór

Gauti Eiríksson kennari í Álftanesskóla er tilnefndur til íslensku menntaverðlaunanna 2021 fyrir þróunarverkefni í Vendikennslu.

 

Þróunarverkefnið Vendikennsla í raungreinum (náttúrufræði, stærðfræði) hófst í Álftanesskóla 2013 og hefur verið í stöðugri þróun síðan. Verkefnið byggist á því að búin eru til kennslumyndbönd í náttúrufræði, líffræði og stærðfræði og þau gerð aðgengileg, ekki aðeins nemendum skólans, heldur öllum sem áhuga hafa á að nýta sér þau.

 

Myndböndin eru aðgengileg hér

Af vef Álftanesskóla.

 

1 af 4

 Íbúafundur um greiningu sameiningarvalkosta Reykhólahrepps var haldinn í kvöld.

Upptaka frá fundinum er aðgengileg hér á vefnum.

Glærur frá fundinum má lesa hér.

 

Róbert Ragnarsson og Gunnar Úlfarsson frá RR ráðgjöf fóru yfir ferli sameiningar sveitarfélaga og þá sameiningarmöguleika sem nefndir hafa verið, ef Reykhólahreppur kannaði vilja til sameiningar við önnur sveitarfélög.

 

Gestur fundarins var Gauti Jóhannesson forseti bæjarstjórnar Múlaþings, sem á í dag 1 árs afmæli, en það varð til við sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Hans skilaboð voru að engar patentlausnir væru til, en menn ættu leita möguleika og ræða lausnir frekar en að horfa á það sem mögulega væri að.

 

Íbúar geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri í gegnum samráðsforritið menti.com þar til kl. 22 á morgun. 

Farið er inn á vefsíðuna www.menti.com  Skráið inn kóðann: 2249 9011

 

Íbúar geta svarað eftirfarandi spurningum

•       Ætti Reykhólahreppur að hefja sameiningarviðræður?

•       Hvaða valkostir ættu að vera í forgangi?

•       Hver ættu að vera áhersluatriði Reykhólahrepps í viðræðum?

•       Ennfremur sent verkefnishópnum ábendingar og spurningar.

 

 

 

Íbúafundur um greiningu sameiningarvalkosta Reykhólahrepps fer fram í grunnskólanum kl. 20 í kvöld. Til stóð að streyma fundinum á Facebooksíðu Reykhólahrepps, en truflanir eru á samfélagsmiðlinum Facebook og því ekki hægt að streyma fundinum þar.

 

Fundurinn verður þess í stað á Zoom. Hægt er að tengjast með því að fara inn á þessa slóð

https://us02web.zoom.us/j/2747799855

 

Hægt er að fylgjast með og taka þátt í hvaða snjalltæki sem er. Besta upplifunin fæst ef fylgst er með í tölvu. Gott er að setja Zoom-hugbúnaðinn upp á þá tölvu eða snjalltæki sem þú ætlar að nota.

 

Zoom fyrir borðtölvur er á síðunni https://zoom.us/download en Zoom-smáforrit fyrir Android snjalltæki eru á Play Store og á App Store fyrir iPhone og iPad.

Einnig er hægt að nota vefviðmót fyrir Zoom (Zoom Web Client).

 

Aðgætið að hátalarar og hljóðnemi séu tengdir við tölvuna/snjalltækið og virki sem skyldi.

Minnt er á íbúafundinn í kvöld, í matsal Reykhólaskóla, milli kl. 20 og 21:30.

Minnt er á íbúafundinn í kvöld, í matsal Reykhólaskóla, milli kl. 20 og 21:30.

Augnlæknir

 

Guðrún J. Guðmundsdóttir,  augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 7. október nk.

 

Tímapantanir eru í síma  432 1450

 

2. október 2021

Vinsælt tattoo

1 af 2

Myndin af hafmeyjunni í merki Norðursalts nýtur vaxandi vinsælda sem húðflúr. Frá þessu er sagt á mbl.is.

Þegar þetta „logo“ var kynnt á sínum tíma, sögðu sumir að þarna væri rétt einu sinni verið að nota kvenlíkamann til að koma vöru á markað. Ef til vill hafa ekki allir áttað sig á samhenginu; saltið kemur úr hafinu og þar eru heimkynni hafmeyja. 

Hvað svo sem þeir sem teiknað og málað hafa myndir af hafmeyjum hafa haft fyrir sér, þá má ætla af þeim myndum að almennt séu þær ekki mikið klæddar.

Afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum verður lokuð mánudaginn 4. október.

30. september 2021

Íbúafundur um sameiningarmál

Reykhólahreppur vinnur að greiningu sameiningarvalkosta. Markmið verkefnisins er að greina styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri Reykhólahrepps ef til sameiningar sveitarfélagsins kemur. Í því felst jafnframt að greina sameiningarvalkosti.

 

Boðað er til íbúafundar mánudaginn 4. október  kl. 20:00 - 21:30 í matsal Reykhólaskóla.  

Á fundinum verður kynning á verkefninu og leitað sjónarmiða íbúa. Spurt verður hvort Reykhólahreppur á að hefja sameiningarviðræður? Ef svo er, hvaða valkostir ættu að vera í forgangi?

Að lokum hver ættu að vera áhersluatriði Reykhólahrepps í viðræðum?

 

Fundinum verður einnig streymt á Facebooksíðu Reykhólahrepps.

 

Á fundinum notum við rafrænt samráðskerfi svo allir sitji við sama borð, þ.e. þeir sem mæta á fundarstað og þeir sem fylgjast með í streymi. Auk þess verður boðið upp á spurningar og ábendingar úr sal.

 

Til að taka þátt á menti.com þarf að hafa síma, snjalltæki eða tölvu og fara inn á síðuna menti.com. Slá þar inn töluröð sem gefinn verður upp á fundinum og þá opnast samráðskerfið.

 

Gestur á fundinum verður Gauti Jóhannesson forseti sveitarstjórnar Múlaþings og fyrrum sveitarstjóri Djúpavogshrepps.  Gauti mun segja stuttlega frá reynslu Djúpavogs við endurreisn eftir að hafa orðið fyrir miklu áfalli árið 2014, þegar meirihluti aflaheimilda sveitarfélagsins voru fluttar annað. Eins mun hann segja frá reynslu þeirra af því að taka þátt í sameiningarviðræðum á Austurlandi og hvernig gangi í nýja Múlaþingi.

 

Vonumst til að sjá sem flesta.

Verkefnishópur um valkostagreiningu fyrir Reykhólahrepp.

 

 
 

 

Kosið verður til Alþingis laugardaginn 25. september.

 

Kjörfundur verður á skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a á Reykhólum.

 

Kjörfundur hefst kl. 10 og stendur til kl. 18.

Sjá auglýsingu um kjörfund.

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30