Tenglar

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum

 

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis 25. september 2021.

 

 Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í Flatey á Breiðafirði í Reykhólahreppi fer fram mánudaginn 6. september nk. í búðinni í Frystihúsinu milli kl. 13:30 og 14:30.


Þeir kjósendur sem greiða ætla atkvæði hafi með sér skilríki.

 

 

Ísafirði, 3. september 2021.

 

Jónas B. Guðmundsson

sýslumaður

 

1. september 2021

Réttardagar í Reykhólahreppi

Til glöggvunar er hér smá samantekt úr fjallskilaseðli:

Eyrarrétt Kollafirði   lau.  4. sept.

Kinnarstaðarétt        sun. 12. sept. kl. 10:00

Króksfjarðarnesrétt  lau.  18. sept.

 

Einnig er réttað á eftitöldum stöðum:

Grundarrétt             fös.  10. sept. 

Staðarrétt Reykjanesi   -----//-----

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna kemur læknir ekki að Reykhólum í dag 30. ágúst. 

Vegna erinda er fólki bent á að hafa samband við Heilsugæsluna í Búðardal, í síma 432 1450.

Örvunarbólusetningar vegna covid-19 (þriðji skammtur), bólusetningar barna o.fl.

 

Á næstu vikum er gert ráð fyrir að einstaklingar sem tilheyra eftirtöldum hópum geti fengið bólusetningu með bóluefni frá Pfizer hjá HVE Búðardal og HVE Hólmavík:

 

  • Þau sem áður hafa fengið eina sprautu af Janssen bóluefni. Ath. að þau sem eru með mótefni eftir covid-19 sýkingu og hafa fengið Janssen örvunarskammt þurfa ekki að mæta í annan örvunarskammt.

 

  • 60 ára og eldri sem fengu seinni bólusetningu fyrir 6 mánuðum eða meira

 

  • Börn á aldrinum 12-15 ára. Forráðamaður sem óskar eftir bólusetningu fyrir barn sitt þarf að fylgja barni í bólusetningu.

 

Um er að ræða árganga 2006, 2007, 2008 og börn sem fædd eru í janúar til september/október 2009 (börn sem orðin eru 12 ára).

 

  • Óbólusettir og þau sem eiga eftir að klára grunnbólusetningu eru einnig velkomin.

 

Gert er ráð fyrir að bólusett verði eftirfarandi daga á næstu vikum:

 

  • Búðardalur -  2. september  /  23. september  /  21. október
  • Hólmavík -  16. september  /  14. október

 

Bendum á að velkomið er að mæta á hvern þann stað innan HVE sem hentar þegar verið er að bólusetja en athugið að á minni stöðum getur þurft að panta bólusetningu með fyrirvara.

 

Allir sem óska eftir bólusetningu í Búðardal eða á Hólmavík þurfa að skrá sig í síðasta lagi fyrir hádegi daginn fyrir bólusetningu í síma 432 1450 Búðardalur / 432 1400 Hólmavík

 

 

Sýnatökur / einkenni COVID-19 

 

Minnum á mikilvægi þess að fara í sýnatöku verði einkenna Covid-19 vart. Helstu einkenni eru:

 

Hósti – hiti – hálssærindi – kvefeinkenni – andþyngsli – Bein- og vöðvaverkir – þreyta – kviðverkir, niðurgangur, uppköst – skyndilegt tap á lyktar- og bragðskyni – höfuðverkur

 

Ef þið finnið fyrir Covid-19 einkennum og hafið hug á að komast í sýnatöku endilega hafið þá samband við Heilsugæsluna sem fyrst að morgni eftir opnun kl. 09:00 – það einfaldar mjög allt skipulag varðandi sendingar sýna og flýtir fyrir að niðurstöður berist til viðkomandi.

 

Fastar ferðir eru með sýni frá Búðardal um kl. 11:00 á mánudögum og fimmtudögum en allt er reynt til að koma sýnum til rannsóknar samdægurs á öðrum dögum ef brýnt þykir að fá svör sem fyrst.

 

_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _

 

 

Skimun fyrir brjóstakrabbameini

 

Haustið 2021 verður skimað fyrir brjóstakrabbameini á þessum stöðum hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) –  með fyrirvara um breytingar:

 

  • Búðardalur  -  21. og 22. september
  • Hólmavík  -  23. september
  • Stykkishólmur  -  12. til 13. október
  • Ólafsvík / Grundarfjörður  -  18. og 20. október

 

Konur sem hafa fengið boðsbréf eru hvattar til að panta tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini. 

 

Tímapantanir eru í síma 513 6700 milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga.  Einnig er hægt að senda tölvupóst á

 

krabbameinsskimun@heilsugaeslan.is

 

Núna er einkennalausum konum á aldrinum 40 - 69 ára boðin skimun fyrir brjóstakrabbameini á tveggja ára fresti og konum á aldrinum 70-74 ára á þriggja ára fresti.

 

 

27. ágúst 2021

Laus störf í Barmahlíð

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð

Starfsfólk í aðhlynningu

Starfsfólk óskast í aðhlynningu á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð á Reykhólum frá 1. september. Unnið er á þrískiptum vöktum. Starfshlutfall 100% eða skv samkomulagi. 

Frekari upplýsingar gefur  hjúkrunarfjorstjóri í síma 4347817 eða barmahlid@reykholar.is

 

Starfsfólk í ræstingu

Starfsfólk óskast í ræstingu á hjúkrunarhemilið Barmahlíð á Reykhólum frá 1. september. Starfshlutfall getur verið samkomulag. 

Frekari upplýsingar gefur hjúkrunarfjorstjóri í síma 4347817 eða barmahlid@reykholar.is

 

 

Þessar auglýsingar eru einnig á alfred.is

 

24. ágúst 2021

Laus störf á Reykhólum

Nokkur áhugaverð störf eru í boði við leikskólann á Reykhólum,

einnig er staða umsjónarmanns íþróttamannvirkja laus til umsóknar.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 25. ágúst.

 

Sjá nánar undir flipanum Laus störf hér til vinstri. 

23. ágúst 2021

Slökkvistöð rís í Flatey

1 af 5

Undanfarna mánuði hafa vaskir menn á vegum Flateyjarveitna og Framfarafélagsins unnið að byggingu húss sem á að geyma allan slökkvibúnað sem er í Flatey. Gert er ráð fyrir að þarna verði öryggismiðstöð þar sem auk slökkvibúnaðar verði geymd sjúkragögn ýmis konar.

 

Nokkuð lengi hefur staðið til að sveitarfélagið reisti hús til að geta geymt slökkvidælur og annan búnað inni á einum stað, en þar sem það hafði dregist meir en góðu hófi gegndi var gengið til samninga við Flateyjarveitur um að hrinda verkinu í framkvæmd.

 

Í apríl í vor var steyptur grunnur undir stöðina og nú er húsið risið. Reiknað er með að það verði tilbúið til notkunar í haust.

 

Góð grein er um þetta á visir.is

Meðfylgjandi myndir eru úr ýmsum áttum.

 

Helga Hreiðarsdóttir ljósmóðir, verður með móttöku vegna leghálssýnatöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal, þriðjudaginn 24. ágúst n.k.

 

Konur sem hafa fengið boðsbréf í skimun geta pantað tíma hjá heilsugæslunni í síma 432 1450.

 

 

Reykhólahreppur óskar eftir að ráða til sín umsjónarmann íþróttamannvirkja, frá og með 1. september 2021. Um er að ræða 100% starf. Reykhólahreppur vill verða heilsueflandi sveitarfélag sem leggur áherslu á hreyfingu og félagslegt gildi samveru.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjónarmaður Grettislaugar, íþróttahúss og íþróttavalla, ber ábyrgð á rekstri og daglegri stjórnun þeirra og einnig starfsmanna. Umsjónarmaður gengur vaktir og leysir af.
  • Aðstoðar við fjárhagsáætlunargerð, sér um uppsetningu vaktarplana og innkaup.
  • Sér um bókanir og þrif.
  • Sér um minniháttar viðhald.
  • Samskipti við þjónustuþega.

 

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Starfsreynsla við rekstur og stjórnun æskileg.
  • Iðnmenntun æskileg.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Lipurð og færni í samskiptum, jafnt við fullorðna sem börn.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Kostur ef viðkomandi hefur lokið námskeiði sundlaugarvarða. 
  • Umsækjandi skal hafa hreint sakavottorð.

 

Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst 2021.

 

Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsókn skal send á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5a, 380 Reykhólahrepp eða á netfangið skrifstofa@reykholar.is

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir í síma 430-3200 eða á netfangið sveitarstjori@reykholar.is

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

 

 

 

13. ágúst 2021

Ræsting í Hólabæ

Reykhólaskóli auglýsir laust starf við ræstingu í leikskóladeild Reykhólaskóla.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

 

Um er að ræða dagleg þrif á starfssvæði leikskólans, 30% starfshlutfall, vinnutími eftir samkomulagi.

 

Hæfniskröfur:

  • Góð líkamleg hæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Lipurð og færni í samskiptum.
  • Hreint sakarvottorð.

 

Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélaga.

Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.

 

Umsóknarfrestur til 25. ágúst 2021. Upplýsingar gefur Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri í síma 4303200 eða í gegnum netfangið sveitarstjori@reykholar.is

Umsóknum skal skilað til sveitarstjóra Reykhólahrepps á netfangið sveitarstjori@reykholar.is

 

 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30