Hver verður íbúi ársins?
Viltu tilnefna íbúa ársins í Reykhólahreppi?!!
Nú er erfitt tímabil vegna covid-19 á undanhaldi og því horfum við í baksýnisspegilinn og tilnefnum fyrir gott starf, gott framtak eða bara fyrir einstaklega jákvætt viðmót. Í þetta skiptið hugsum við þetta sem hvatningarverðlaun :)
Tilnefningar fyrir íbúa ársins skulu berast á netfangið johanna@reykholar.is fyrir 20. júlí.
Sumarfrí á hreppsskrifstofunni
Fræðsluganga á Reykhólum 10. júlí
Fróðleikur, fuglar, nytjar sjávargróðurs og náttúruskoðun.
Laugardaginn 10. júlí 2021 kl. 11.00 - 12.00.
Upphafsstaður göngunnar er við sundlaugina Grettislaug á Reykhólum.
Í fylgd landvarðar Breiðafjarðar og með leiðsögn Guðjóns Gunnarssonar
(Dalla) sem framleiðir áburðinn Glæði úr þangi á Reykhólum.
Afar þægileg gönguleið þar sem sjá má margar tegundir fugla, hverinn Einireiki og Grettistak.
Tónleikaröð á Vestfjörðum
Eins og flestir vita fékk Ingimar Ingimarsson styrk frá Tónlistarsjóði til þess að framkvæma verkefni sitt, Fáheyrt. Hann fékk strax í upphafi með sér í lið dúettinn ÞAU.
Nú er komið að því að afrakstur verkefnisins verði fluttur um Vestfirði. ÞAU og Ingimar bjóða Reykhólabúum og gestum að mæta á opna æfingu í kvöld kl. 20:30.
Hér að neðan getur að líta á dagskrá Fáheyrts á Vestfjörðum sem byrjar í okkar sveit í Gufudal, Flatey og endar svo í Reykhólakirkju á Reykhóladögum.
Tónleikar Fáheyrt:
- lög við ljóð vestfirskra skálda -
8. júlí (fim) -- Gufudalskirkja í Gufudal kl. 15:00
10. júlí (lau) -- Flateyjarkirkja í Flatey kl. 15:00
10. júlí (lau) -- Hótel Flatey kl. 21:30 (upphitun fyrir ball, Skárren ekkert)
13. júlí (þrið) -- Selárdalskirkja í Selárdal kl. 15:00
14. júlí (mið) -- Skrímslasetrið Bíldudal kl. 21:00
15. júlí (fim) -- Þingeyrarkirkja á Þingeyri kl. 15:00
15. júlí (fim) -- Húsið á Ísafirði kl. 21:00
16. júlí (fös) -- Súðavíkurkirkja í Súðavík kl. 15:00
17. júlí (lau) -- Heydalur kl. 21:00
19. júlí (mán) -- Unaðsdalskirkja í Unaðsdal kl. 15:00
19. júlí (mán) -- Steinshús kl. 21:00
21. júlí (mið) -- Síldarverksmiðjan í Djúpavík kl. 13:00 og kl. 20:00
24. júlí (lau) -- Reykhólakirkja á Reykhólum kl. 15:00
Aðgangur ókeypis á alla tónleika!
Aðstoðarmatráður óskast í mötuneyti Reykhólahrepps
Mötuneyti Reykhólarhepps þjónar Reykhólaskóla og Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð.
Staða aðstoðarmatráðs er 75% starfshlutfall, hann starfar við matargerð og þrif í vaktarfyrirkomulagi. Unnið að jafnaði fjórðu hverja helgi.
Best að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Menntunar og hæfniskröfur:
- Menntun í matargerð er kostur.
- Reynsla af starfi með börnum og öldruðum er kostur.
- Góð íslenskukunnátta skilyrði.
- Reynsla af eldhússtörfum og matreiðslu.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Góðir skipulagshæfileikar.
Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Vestfjarða.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um menntun og hæfni.
Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 2021. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Reykhólarhepps eða á netfangi sveitarstjori@reykholar.is
Upplýsingar gefur Árný Huld Haraldsdóttir matráður í síma 848-4090 eða á netfangið arny@reykholar.is , upplýsingar um laun gefur sveitarstjóri í síma 430-3200 eða á netfangið sveitarstjori@reykholar.is
Náttúrubarnahátíð á Ströndum 2021
Helgina 9.-11. júlí verður Náttúrubarnahátíð á Ströndum haldin með pompi og prakt í fimmta skiptið á Sauðfjársetrinu í Sævangi, rétt sunnan við Hólmavík. Þetta er fjölskylduhátíð þar sem gestir, börn og fullorðnir, fá kjörið tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn á fjölbreyttum viðburðum sem einkennast af útivist, fróðleik og skemmtun.
Það er Náttúrubarnaskólinn sem stendur fyrir hátíðinni en það er Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur sem sér um hann. „Markmið Náttúrubarnaskólans er að líta sér nær og sjá hvað allt í kringum okkur er merkileg, að leita ekki langt yfir skammt. Þegar við þekkjum náttúruna hugsum við líka betur um hana,“ segir Dagrún Ósk. Náttúrubarnaskólinn stendur fyrir fjölbreyttum námskeiðum fyrir börn yfir sumartímann sem miðar að því að fræða börn um ólíkar hliðar náttúrunnar.
„Hátíðin hefst á föstudegi og fer að mestu fram utandyra, svo við hefjum hana á því að framkvæma veðurgaldur, til að tryggja gott veður um helgina,“ segir Dagrún. „Skipulagningin gengur mjög vel, við erum með glæsilega dagskrá, fjölbreytt og skemmtileg atriði, tónlist, spennandi smiðjur, gönguferðir og útivist. Ég hlakka mjög til. Sævangur er frábært svæði fyrir hátíð af þessu tagi, nálægt fjörunni, þar er fjölbreytt fuglalíf og plöntulífríki,“ bætir Dagrún við.
Fyrir þau sem mæta snemma verður sirkushópurinn Hringleikur á Hólmavík í vikunni með námskeið fyrir krakka og svo með sýninguna Allra veðra von í Sævangi á fimmtudeginum.
Á hátíðinni um helgina verða meðal annars á dagskrá kvöldskemmtun með Gunna og Felix, tónleikar með Sauðatónum, Stjörnu-Sævar, Benedikt búálfur og Dídí koma í heimsókn og Einar Aron töframaður verður með magnaða töfrasýningu. Það verða spennandi smiðjur með Arfistanum, Þykjó og Eldraunum, hægt að fara á hestbak, taka þátt í núvitundarævintýri með Kyrrðarkrafti, náttúrubarnajóga með Hvatastöðinni, útileikjum, gönguferðum, fjölskylduplokki, spurningaleik, hlusta á drauga- og tröllasögur, skjóta af boga og margt fleira.
Það er frítt á öll atriði hátíðarinnar en hún er styrkt af Uppbyggingasjóði Vestfjarða, Sterkum Ströndum og Orkubúi Vestfjarða. Það er hægt að kaupa súpu, grillaðar pylsur, samlokur og ís í Sævangi alla helgina. Gestum hátíðarinnar býðst að tjalda frítt á Kirkjubóli sem er beint á móti Sævangi en þar er þó ekki eiginlegt tjaldsvæði (ekkert rafmagn). Á Hólmavík er svo frábært tjaldsvæði og ýmsir gististaðir í grenndinni.
„Ég hvet náttúrubörn á öllum aldri til að koma og kynnast náttúrunni, leika sér saman og skapa skemmtilegar minningar,“ segir Dagrún að lokum.
Hægt er að kynna sér hátíðina á Facebook síðu Náttúrubarnaskólans, á natturubarnaskoli@gmail.com eða hjá Dagrúnu í síma 661-2213. Dagskrána í heild sinni má nálgast á: https://www.facebook.com/events/782069226047041
Lausar stöður við leikskólann
Störf leikskólastjóra og leikskólakennara við Reykhólaskóla eru laus til umsóknar.
Skólinn er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 60 nemendur á leik- og grunnskólastigi.
Staða leikskólakennara í 100% starfshlutfalli, best er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu sveitarfélagsins. Nánar um starfssvið leikskólakennara má lesa hér.
Menntunar og hæfniskröfur:
• Kennaramenntun, leyfisbréf og hæfni til kennslu í leikskóla
• Góð íslenskukunnátta
• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
• Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
• Reglusemi og samviskusemi
• Hefur hreint sakarvottorð
Staða leikskólastjóra í 100% starfshlutfalli, frá og með 1. ágúst 2021 eða eftir samkomulagi.
Starfssvið: Leikskólastjóri starfar samkvæmt gildandi lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu Reykhólahrepps. Nánar um starfssvið leikskólastjóra má lesa hér.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Kennaramenntun, leyfisbréf og hæfni til kennslu í leikskóla
• Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er kostur
• Góð íslenskukunnátta
• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
• Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
• Reglusemi og samviskusemi
• Hefur hreint sakarvottorð
Leikskólastjóri á leikskóladeildinni Hólabæ starfar í nánu samstarfi við skólastjóra grunnskólastigs.
Þeir mynda skólastjórn Reykhólaskóla/Hólabæjar sem er ein og sama stofnunin. Þeim ber því að vinna saman að öllum þeim verkefnum og málum þar sem samstarf þeirra getur leitt til faglegra og árangursríkara skólastarfs þar sem hagsmunir nemenda/barna eru ávallt hafðir í fyrirrúmi.
Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit um nám og störf (ferilskrá), leyfisbréf til kennslu, kynningarbréf og meðmæli. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin
Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.
Upplýsingar gefur Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri í síma 430 3200 eða í gegnum netfangið sveitarstjóri@reykholar.is
Bætt umferðaröryggi
Rafhlaupahjól og létt bifhjól í flokki I
Vinsældir rafhlaupahjóla og léttra bifhjóla í flokki I (vespa) hafa aukist að undanförnu hér á landi enda frábær farartæki séu þau notuð rétt. Við hjá Samgöngustofu höfum nú tekið saman upplýsingar um notkun þeirra og öryggi. Við óskum eftir ykkar aðstoð við að koma þessu á framfæri á heimasíðu sveitarfélagsins, til menntastofnana, íþróttafélaga, á samfélagsmiðla, foreldrafélaga, nemendafélaga, frístundaheimila og til allra sem málið varða.
Rafhlaupahjól:
Upplýsingasíða um rafhlaupahjól: www.samgongustofa.is/rafhlaupahjol
Fræðslumyndband um rafhlaupahjól á íslensku, með enskum texta og með pólskum texta.
Einblöðungar til útprentunar á íslensku, ensku og pólsku.
Myndband til að deila á Facebook: https://fb.watch/5QIvTf9yOs/
Létt bifhjól í flokki I (vespur):
Upplýsingasíða um létt bifhjól í flokki I: www.samgongustofa.is/lettbifhjol
Fræðslumyndband um létt bifhjól í flokki I á íslensku, með enskum texta og með pólskum texta.
Einblöðungar til útprentunar á íslensku, ensku og pólsku
Myndband til að deila á Facebook: https://fb.watch/5QIA7RiuYY/
Söfnun á heyrúlluplasti 13. - 14. júlí
Íslenska Gámafélagið stefnir að því að hirða rúlluplast 13. og 14. júlí.
Bent er á að hafa plastið klárt, bundið í búnt eða í áburðarpokum, þeir vilja alls ekki taka þetta í lausu.
https://gamafelagid.is/wp-content/uploads/2020/07/Heyr%C3%BAlluplast-2020-net.pdf