Tenglar

Í fundarboði aukafundar sveitarstjórnar misritaðist fundartíminn, réttur tími er kl. 17:00 en ekki 16:00 eins og stóð í fundarboðinu.

Vegna þess að appelsínugul veðurviðvörun er í gildi, verður Grettislaug lokuð í dag 11. febrúar.

 Því miður þarf að fresta rúlluplastsöfnun fram yfir helgi vegna manneklu. Veikindi herja á starfsfólk.

 

Það verður hringt daginn áður en plastið verður sótt, í þá sem eru með rúlluplast.

Stefnt er að því að komast á mánudaginn.

 

 Íslenska gámafélagið

 

 

Miklar hamfarir hafa átt sér stað í Tyrklandi og Sýrlandi og í því samhengi minnum við á þá aðstoð sem Rauði krossinn veitir þeim sem á þurfa að halda í aðstæðum sem þessum. 

 

Á eftirfarandi síðu er hægt nálgast upplýsingar um hvernig Rauði krossinn á Íslandi er að bregðast við jarðskjálftunum í Tyrklandi og Sýrlandi og hvernig fólk getur lagt sitt af mörkum til að hjálpa.

 

Á síðunni er einnig hægt að finna bæklinga um sálrænan stuðning á íslensku, ensku og arabísku.

 

Afleiðingar jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi og aðstoð Rauða krossins - Rauði krossinn á Íslandi (raudikrossinn.is)

 

Major disasters have occurred in Turkey and Syria, and we would like to remind people of the Red Cross and the assistance and support they provide in situations like these to those who need it.

 

On the following webpage you can access information about how the Red Cross in Iceland is responding to the earthquakes in Turkey and Syria and how people can contribute to help.

 

On the webpage you can also find brochures about psychological support in Icelandic, English and Arabic.

 

Consequences of the earthquakes in Turkey and Syria and the assistance of the Icelandic Red Cross - Rauði krossinn á Íslandi (raudikrossinn.is)

 

 

 

 

1 af 4

Núna um helgina náði vegfyllingin yfir Þorskafjörð að landi, vestanverðu við fjörðinn. Vegurinn kemur upp í fjöruna niður undan svonefndum Þórisstaðastapa, sem er nokkuð þekkt örnefni við núverandi veg.

 

Þegar vegurinn var endurbyggður, fyrir rúmlega 35 árum, stóð til að sprengja niður Stapann og nota efnið í veginn. Vegna mjög ákveðinna andmæla landeigenda og fleiri, var hætt við það. Margir fullyrtu  að í Stapanum byggju álfar og það myndi hafa vondar afleiðingar að hrófla við honum.

 

Þó að fyllingin nái orðið yfir fjörðinn er samt tæplega 1 og ½  ár þangað til vegurinn verður opnaður. Sett verður farg á fyllinguna, eins og gert var austan við brúna, þ.e. hún er miklu hærri en endanleg veghæð verður, en það er gert til að hraða sigi á fyllingunni sem er mest fyrst en jafnar sig svo.

 

Verktakarnir frá Suðurverk h.f. eru um þessar mundir að moka undan brúnni, en hún var byggð á „þurru“ og efnið þaðan er notað í vegfyllinguna vestan við brúna. Brúin sjálf er að mestu leyti tilbúin.

 

Hér eru nokkrar fréttir af þessari framkvæmd.

Þverun Þorskafjarðar boðin út í næstu viku

Vegur og brú yfir Þorskafjörð auglýst

Búið að opna tilboð í Vestfjarðaveg (60)

Stærsta steypa í Reykhólahreppi

Nýtt mælitæki sett í veg yfir Þorskafjörð

 

 

Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi fyrir mest allt landið 7. febrúar, 2023.

Búist er við 20-30 m/sek með snörpum vindkviðum víða um land, snjókomu og lélegu skyggni.
Varasamt og/eða ekkert ferðaveður.
Búast má við lokunum á vegum víðsvegar um landið. Aðlagið eða hættið við ferðaplön.
Hægt er að fylgjast með ástandi vega hér: https://www.vegagerdin.is/ og veðrinu hér: https://www.vedur.is/.

Við biðjum ykkur um að koma þeim skilaboðum til ykkar gesta að breyta/aðlaga ferðaplön, fara ekki af stað þar sem viðvaranir eru í gildi, veður slæmt og vegir lokaðir.
Með fyrirfram þökk fyrir aðstoðina við að koma þessum upplýsingum áfram.
Bestu kveðjur,
Safetravel teymið.

 

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps óskar eftir húsnæði sem fyrst á Reykhólum fyrir hjón frá Venesúela með tvö börn.

 

Upplýsingar gefur Soffía Guðmundsdóttir, félagsmálastjóri í síma 842-2511 eða í tölvupósti; felagsmalastjori@strandabyggd.is

 

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps auglýsir eftir umsóknum um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir 15-17 ára börn

 

 Veita skal sérstakan húsnæðisstuðning til foreldra og forsjáraðila 15-17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist, námsgörðum eða á almennum markaði hér á landi vegna náms fjarri lögheimili.

 

Sérstakur húsnæðisstuðningur skal vera óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila og nemur 60% af leigufjárhæð. Fjárhæð styrks skal þó aldrei nema hærri upphæð en 22.000 kr. á mánuði. Lágmarkgreiðsla foreldra eða forsjáraðila skal vera 10.000 kr. á mánuði.

 

Með umsókn um slíkan stuðning skal leggja fram húsaleigusamning og staðfestingu á námi barns.

 

Umsóknum og fylgigögnum skal skila til Soffíu G. Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra á netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is eða á skrifstofu Félagsþjónustunnar að Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

Nánari upplýsingar veitir Soffía í síma 451-3510 eða í tölvupósti á ofangreint netfang.

 

 

Reykhólahreppur auglýsir eftir verkefnastjóra hringrásarsamfélags í Reykhólahreppi.

Leitað er að leiðtoga með brennandi áhuga á mótun og uppbyggingu sjálfbærs hringrásarsamfélags, sem hefur getu til að halda utan um mismunandi verkþætti og hafa yfirsýn sem hjálpar við ákvarðanatöku og miðla réttum og skýrum skilaboðum til hagsmunaaðila.

 

Um er að ræða tveggja ára verkefni.

 

Helstu verkefni:

  • Vinna með sveitarstjórn og hagaðilum að mótun hringrásarsamfélags í Reykhólahreppi
  • Gerð og mótun auðlindafélags Reykhóla
  • Þátttaka í greiningarvinnu
  • Fjárfestakynningar
  • Samskipti við hagaðila
  • Upplýsingamiðlun, kynningar og fræðsla fyrir íbúa
  • Umsóknir í sjóði

Umsóknarfrestur er til og með 17. feb. 2023.

 

Sjá auglýsingu hér til hliðar.

 

2. febrúar 2023

Orkukostnaður heimila

Af vef Byggðastofnunar
Af vef Byggðastofnunar

Líkt og undanfarin ár, hefur Byggðastofnun fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað á ársgrundvelli, við raforkunotkun og húshitun á sömu fasteigninni, á nokkrum þéttbýlisstöðum og í dreifbýli. Viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m2 að grunnfleti og 350m3.

Almenn raforkunotkun er sú raforka sem er notuð í annað en að hita upp húsnæði, s.s. ljós og heimilistæki, en miðað er við 4.500 kWst í almennri rafmagnsnotkun og 28.400 kWst við húshitun án varmadælu en 14.200 kWst með varmadælu. Gert er ráð fyrir að „loft í vatn“ varmadæla skili 50% sparnaði á raforku til húshitunar en orkusparnaðurinn er þó háður ýmsum þáttum.

 

Á Vestfjörðum er hæsti húshitunarkostnaður í þéttbýli á Ísafirði, Patreksfirði, Suðureyri, Flateyri og í Bolungarvík, þar sem eru kyntar hitaveitur (mynd 7).

Á þessum stöðum er lægsta verð fyrir kyndingu viðmiðunareignar 209 þ.kr. og hefur lækkað um 13,3% frá 2014. Þó eru ekki öll hús tengd fjarvarmaveitum og lægsti mögulegi húshitunarkostnaður er þá nokkuð lægri, eða sá sami og annars staðar á Vestfjörðum þar sem er hitað með rafmagni.

 

Rafhitun er á Hólmavík, Þingeyri, Tálknafirði, Bíldudal, Hnífsdal og Súðavík og þar er lægsti húshitunarkostnaður viðmiðunareignar 177 þ.kr. og hefur lækkað um 31,2% frá 2014. Í Súðavík hefur húshitunarkostnaður lækkað um 34,4% því árin 2014 og 2015 var hann hærri þar en í öðrum byggðakjörnum með rafhitun. Staðurinn er skilgreindur sem dreifbýli hvað varðar raforku en vegna niðurgreiðslna er kostnaður þar nú sá sami og á öðrum stöðum með rafhitun.

 

Á Reykhólum er hitaveita en lægsta verð fyrir húshitun þar er 147 þ.kr. og hefur lækkað um 6,2% síðan 2014. Lægsti húshitunarkostnaður viðmiðunareignar á Vestfjörðum er á Drangsnesi, hjá Hitaveitu Drangsness, 108 þ.kr. og hefur hann hækkað um 4,2% frá 2014.

 

Af vef Byggðastofnunar

 

 

 

Atburðadagatal

« Aprl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30