Tré ársins í Skógum við Þorskafjörð
Formaður Skógræktarfélags Íslands, Brynjólfur Jónsson, lét vita að félagið hefur tilnefnt tré ársins.
Svo ánægjulega vill til að tréð er að Skógum í Þorskafirði. Það verður kynnt við hátíðlega en látlausa athöfn n.k. laugardag þann 29. ágúst kl. 14:00.
Takið nú stund frá berjatínslu og öðrum bústörfum og gleðjist yfir þeim heiðri sem sveitarfélaginu hlotnast. Vel má vera að eldri félagar í skógræktarfélaginu Björk hafi tengst því að útvega plöntur og verið með í gróðursetningum á þessu svæði þegar samstarf félaganna var öflugt.
Stjórn Skógræktarfélags Íslands mætir og allir eru velkomnir, einkum félagar Bjarkar.
Vetraropnun í Grettislaug frá 15. ágúst
Fjölbreytt dagskrá í félagsmiðstöðinni í vetur
Félagsmiðstöðin á Reykhólum í samvinnu við ungmennafélagið Aftureldingu á Reykhólum og hestamannafélagið Glað mun verða með spennandi dagskrá á þriðjudögum í vetur.
Boðið verður upp á klúbbastarf og verða eftirfarandi klúbbar í boði:
- Knapamerki
- Fimleikar
- Fótboltaæfingar/körfuboltaæfingar
- Dungeons & Dragons
Opið verður í félagsmiðstöðinni á sama tíma þar sem ýmis afþreying verður í boði fyrir 5.-10. bekk:
- Spil
- Föndur
- Playstation
- Aðstoð við heimanám
- Pool
- Foozball
- Og margt fleira
Hægt verður að kaupa létta hressingu í félagsmiðstöðinni (vöfflur, pylsur, skyr/jógúrt, samlokur, núðlur ofl.) fyrir þá sem eiga ekki tök á því að hlaupa heim í mat, eða eru uppteknir við að hlaupa á milli klúbba.
Kynningartími verður í öllum klúbbum þriðjudaginn 1. september og hefst svo hefðbundin dagskrá þriðjudaginn 8. september.
Kynningartíminn verður með eftirfarandi tímasetningar
16:30 Fimleikar
17:30 Dungeons and Dragons
18:30 Knapamerki
19:30 Fótbolti/körfubolti
Skráning verður á emaili johanna@reykholar.is en gott væri ef þið skráið þátttöku í kynningartímana líka.
Meðfylgjandi eru auglýsingar fyrir klúbbana.
Með von um góða þátttöku
Starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar.
Nánar um klúbbana á Tómstundastarf
Aðalfundur Báta- og hlunnindasýningarinnar 26. ágúst
Nú er hægt að sækja um sérstakan húsnæðisstuðning
Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15 -17 ára námsmanna.
Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps annast greiðslu á sérstökum húsnæðisstuðningi til foreldra/forráðamanna 15-17 ára barna, sem leigja herbergi á heimavist, námsgörðum eða á almennum markaði hér á landi vegna náms fjarri lögheimili. Sjá reglur (25 gr.)
Umsóknareyðublað má nálgast hér
Með umsókninni þarf að fylgja:
- Staðfesting á skólavist
- þinglýstur húsaleigusamningur
- Upplýsingar um bankareikning
Sækja þarf núna um fyrir haustönn og skulu umsóknir berast til félagsmálastjóra, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða á netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Elín Benónýsdóttir, félagsmálastjóri.
Hársnyrting á Reykhólum
Bankinn lokaður mánudaginn 17. ágúst
Eitt tilboð barst í Gufufjörð
Eitt tilboð barst í endurbyggingu vegarins í Gufufirði. Um er að ræða 6,6 km. kafla milli Gufudalsár og Krakár. Það var Borgarverk ehf. í Borgarnesi sem bauð í verkið og var tilboðið 5,8 % hærra en áætlaður verktakakostnaður.
Tilboð kr. |
Hlutfall |
Frávik þús.kr. |
|
Borgarverk ehf., Borgarnesi |
305.563.000 |
105,8 |
0 |
Áætlaður verktakakostnaður |
288.805.045 |
100,0 |
-16.758 |
Lífrænt ferskt grænmeti til sölu í Ólafsdal
Þrátt fyrir að Ólafsdalshátíðin falli niður í ár, verður á morgun 15. ágúst, hægt að kaupa nýupptekið grænmeti í Ólafsdal milli kl. 12 og 17. Í boði verða gulrófur, hnúðkál, grænkál og mynta.
Hægt að renna við í dalnum milli 12 og 17 á laugardag eða senda skilaboð á facebook síðu Ólafsdals með pöntun og við reynum að koma þessu nýuppteknu góðmetinu til skila til kaupenda á höfuðborgarsvæðinu strax eftir helgina.
Hnúðkál og rófur eru á 800 kr. kílóið
Grænkál er á 3.000 kr. kílóið
Búnt af myntu (ca. 5 stk) er á 400 kr.
Pantanir í skilaboðum fyrir kl. 17 á laugardag.
Heitt verður á könnunni og tilvalið að skoða það sem verið er að byggja upp á staðnum. Einnig er upplagt að fá sér göngutúr að rústum víkingaskálans þar sem fornleifarannsóknir hafa verið síðan 2018.