Tenglar

Frá kl.14:00 í dag verða truflanir á rafmagni í Geiradal, Gufudalssveit og Reykhólum.

Það verður alveg rafmagnslaust frá Mýratungu að Hríshól og Borg, í ca. tvo til þrjá tíma vegna tengivinnu.

 

Stutt straumleysi í upphafi vinnu og í lok vinnu á öðrum stöðum.



 

Myndin er af lerkikvæminu Hrymur sem sett var niður 2015.
Myndin er af lerkikvæminu Hrymur sem sett var niður 2015.

Formaður Skógræktarfélags Íslands, Brynjólfur Jónsson, lét vita að félagið hefur tilnefnt tré ársins.

Svo ánægjulega vill til að tréð er að Skógum í Þorskafirði. Það verður kynnt við hátíðlega en látlausa athöfn n.k. laugardag þann 29. ágúst kl. 14:00.

 

Takið nú stund frá berjatínslu og öðrum bústörfum og gleðjist yfir þeim heiðri sem sveitarfélaginu hlotnast. Vel má vera að eldri félagar í  skógræktarfélaginu Björk hafi tengst því að útvega plöntur og verið með í gróðursetningum á þessu svæði þegar samstarf félaganna var öflugt.

 

Stjórn Skógræktarfélags Íslands mætir og allir eru velkomnir, einkum félagar Bjarkar. 

 

Vetraropnun hefur tekið gildi í sundlauginni, 

opið er frá kl. 17:00 til 21:00 mánud., þriðjud., fimmtud. og föstud.

laugardaga -   14:00 til 18:00 

miðvikudaga og sunnudaga er lokað.

Félagsmiðstöðin á Reykhólum í samvinnu við ungmennafélagið Aftureldingu á Reykhólum og hestamannafélagið Glað mun verða með spennandi dagskrá á þriðjudögum í vetur.

 

Boðið verður upp á klúbbastarf og verða eftirfarandi klúbbar í boði:

 

  • Knapamerki
  • Fimleikar
  • Fótboltaæfingar/körfuboltaæfingar
  • Dungeons & Dragons

 

Opið verður í félagsmiðstöðinni á sama tíma þar sem ýmis afþreying verður í boði fyrir 5.-10. bekk:

  • Spil
  • Föndur
  • Playstation
  • Aðstoð við heimanám
  • Pool
  • Foozball
  • Og margt fleira

 

Hægt verður að kaupa létta hressingu í félagsmiðstöðinni (vöfflur, pylsur, skyr/jógúrt, samlokur, núðlur ofl.) fyrir þá sem eiga ekki tök á því að hlaupa heim í mat, eða eru uppteknir við að hlaupa á milli klúbba.

 

Kynningartími verður í öllum klúbbum þriðjudaginn 1. september og hefst svo hefðbundin dagskrá þriðjudaginn 8. september.  

 

Kynningartíminn verður með eftirfarandi tímasetningar

 

16:30 Fimleikar

17:30 Dungeons and Dragons

18:30 Knapamerki

19:30 Fótbolti/körfubolti

 

Skráning verður á emaili johanna@reykholar.is en gott væri ef þið skráið þátttöku í kynningartímana líka.

 

Meðfylgjandi eru auglýsingar fyrir klúbbana.

 

 

Með von um góða þátttöku

Starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar.

 

Nánar um klúbbana á Tómstundastarf

 

Aðalfundur Báta- og hlunnindasýningarinnar á Reykhólum verður haldinn í húsakynnum sýningarinnar miðvikudaginn 26. ágúst 2020. Fundurinn hefst kl. 16:30.

Dagskrá:

Almenn aðalfundarstörf.

Stjórnin.

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15 -17 ára námsmanna.

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps annast greiðslu á sérstökum húsnæðisstuðningi til foreldra/forráðamanna 15-17 ára barna, sem leigja herbergi á heimavist, námsgörðum eða á almennum markaði hér á landi vegna náms fjarri lögheimili. Sjá reglur (25 gr.)

Umsóknareyðublað má nálgast hér

Með umsókninni þarf að fylgja:

  • Staðfesting á skólavist
  • þinglýstur húsaleigusamningur
  • Upplýsingar um bankareikning

Sækja þarf núna um fyrir haustönn og skulu umsóknir berast til félagsmálastjóra, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða á netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Elín Benónýsdóttir, félagsmálastjóri.

 

17. ágúst 2020

Hársnyrting á Reykhólum

Sonja hársnyrtir kemur aftur að Reykhólum fimmtudaginn 20. ágúst og föstudaginn 21.

Tímapantanir í síma 866 9672 eða á Facebook Sonja klippari.

Afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum verður lokuð mánudaginn 17. ágúst.

Næst verður opið mánud. 24. ágúst.

 

mynd Loftmyndir ehf.
mynd Loftmyndir ehf.

Eitt tilboð barst í endurbyggingu vegarins í Gufufirði. Um er að ræða 6,6 km. kafla milli Gufudalsár og Krakár. Það var Borgarverk ehf. í Borgarnesi sem bauð í verkið og var tilboðið 5,8 % hærra en áætlaður verktakakostnaður.

 

 

Tilboð kr.

Hlutfall

Frávik þús.kr.

Borgarverk ehf., Borgarnesi

305.563.000

105,8

0

Áætlaður verktakakostnaður

288.805.045

100,0

-16.758

1 af 4

Þrátt fyrir að Ólafsdalshátíðin falli niður í ár, verður á morgun 15. ágúst, hægt að kaupa nýupptekið grænmeti í Ólafsdal milli kl. 12 og 17. Í boði verða gulrófur, hnúðkál, grænkál og mynta.

 

Hægt að renna við í dalnum milli 12 og 17 á laugardag eða senda skilaboð á facebook síðu Ólafsdals með pöntun og við reynum að koma þessu nýuppteknu góðmetinu til skila til kaupenda á höfuðborgarsvæðinu strax eftir helgina.


Hnúðkál og rófur eru á 800 kr. kílóið
Grænkál er á 3.000 kr. kílóið
Búnt af myntu (ca. 5 stk) er á 400 kr.


Pantanir í skilaboðum fyrir kl. 17 á laugardag.

 

Heitt verður á könnunni og tilvalið að skoða það sem verið er að byggja upp á staðnum. Einnig er upplagt að fá sér göngutúr að rústum víkingaskálans þar sem fornleifarannsóknir hafa verið síðan 2018.

 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30