Tenglar

Grettislaug verður opin lengur næstu smalahelgi, 11. og 12. sept.

Föstudag 17 - 22 og laugardag 14 - 22.

 

Það er vinsamleg ábending til þeirra sem ekki eru að smala þessa daga en hyggjast nota sundlaugina, að fara heldur fyrr í sund svo að síður þurfi að grípa til fjöldatakmarkana þegar fólkið sem er í smalamennskum vill nýta þessa viðbótaropnun um kvöldið til að hvíla lúin bein. 

Frá eigendum Hólabúðar barst þessi tilkynning:

Kæru viðskiptavinir, okkur þykir það leitt að tilkynna ykkur að í kringum næstu mánaðamót, sept.-okt. verður Hólabúð og 380 Restaurant lokað varanlega. 

Þannig verður lítið um vörupantanir á næstunni og mun því vöruúrval fara minnkandi. Við munum þó reyna að passa uppá að eiga alltaf þessar helstu nauðsynjavörur þar til við lokum.



Leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna COVID-19 HÆTTUSTIG almannavarna

Búið er að uppfæra leiðbeiningar fyrir göngur og réttir.  Helstu breytingar eru þær að nú er komin almenn undandþága vegna nándarmarka í fjallaskálum.

 

Þann 26.08.2020 veitti Heilbrigðisráðuneytið undanþágu frá 1. mgr. 4. gr. auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsótta (792/2020). Þannig er heimilt að viðhafa 1 metra á milli einstaklinga í fjallaskálum, þegar því verður ekki viðkomið að halda 2 metra fjarlægð. Minnt er á ákvæði 8. gr. auglýsingarinnar um takmörkun á samkomum vegna farsótta, um þrif og sótthreinsun almenningsrýma og jafnframt á einstaklingsbundnar sóttvarnir.

Þá er búið að opna fyrir almenna undanþágu fyrir fjöldatakmörkun fyrir réttir.

Þann 28.08.2020 veitti Heilbrigðisráðuneytið almenna undanþágu fyrir fjöldatakmörkun fyrir réttarstörf á á grundvelli 10. gr. auglýsingar nr. 792/2020, að því tilskildu að farið sé eftir tilmælum sóttvarnarlæknis hér að neðan. Um slíka undanþágu skal sækja til Landssamtaka sauðfjárbænda á netfangið unnsteinn@bondi.is.  Minnt er á ákvæði 8. gr. auglýsingarinnar, um þrif og sótthreinsun almenningsrýma og jafnframt á einstaklingsbundnar sóttvarnir.

  • Haldinn sé listi yfir þá einstaklinga sem koma í réttina með upplýsingum sem nota má til að hafa samband við viðkomandi gerist þess þörf.
  • Upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir og 2 metra reglu eru sýnilegar.
  • Handspritt og handþvottaaðstaða til staðar.
  • Ef matvælaþjónusta er veitt,  að matvæli séu afgreidd í innpökkuðu formi og kaffi sé hellt í bolla, ekki sjálfsafgreiðsla og að starfsfólk sem afgreiðir matvæli haldi 2 metra fjarlægð frá gestum.
  • Að talning inn og út af svæði sé skilvirk.
  • Að lögregla umdæmis  og umdæmislæknir sóttvarna séu  upplýst um þessa undanþágu.
  • Að ábyrgðarmaður réttarstarfa sendi fólk sem sýnir einhver flensueinkenni tafarlaust af vettvangi og fylgist með að starfsmenn og gestir virði 2 metra reglu.   

Landssamtök sauðfjárbænda taka á móti umsóknum um undanþágur fyrir fjöldatakmörkun fyrir réttarstörf og afgreiða þær í samráði við Embætti landlæknis og Heilbrigðisráðuneytið.  Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, Unnsteinn Snorri Snorrason, í síma 899 4043 og í netfanginu, unnsteinn@bondi.is.

3. september 2020

Lokað í Bjarkalundi 6. sept.

1 af 2

Afsláttartilboð hjá Hótel Bjarkalundi!

Hótel Bjarkalundur lokar fyrir veturinn næstkomandi sunnudag, þann 6. september, og opnar aftur næsta vor.

 

Í tilefni af því langar okkur í Bjarkalundi að bjóða alla hjartanlega velkomna í mat og drykk á afsláttartilboði, frá og með deginum í dag, 3. sept.

 

Bestu kveðjur

Starfsfólk Hótel Bjarkalundar

 

Breyting á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018/nýtt deiliskipulag

 

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 21 . janúar 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 og tillögu að nýju deiliskipulagi í landi Garpsdals.

 

Í samræmi við 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps ásamt umhverfisskýrslu. Markmið fyrirhugaðrar breytingar er að skilgreina iðnaðarsvæði undir vatnsaflsvirkjun í Garpsdal en svæðið sem fellur undir nýja skilgreiningu er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi.

 

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir vatnsaflsvirkjun við Múlaá í Garpsdal.

 

Tillögurnar verða til sýnis, frá 3. september til 15. október nk., á skrifstofu Reykhólahrepps, stjórnsýsluhúsinu við Maríutröð Reykhólum, 380 Reykhólahreppi og á heimasíðu sveitarfélagsins www.reykholar.is. Auk þess verða skipulagsgögnin aðgengileg hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b, 105 Reykjavík.

 

Athugasemdum skal vinsamlegast skilað skriflega til skrifstofu Reykhólahrepps eða á netfangið skipulag@dalir.is fyrir 16. október 2020.

 

Þórður Már Sigfússon, Skipulagsfulltrúi.

 

Tillögurnar og greinargerð eru hér.

 


Föstudaginn 4. og laugardaginn 5. sept. verða Hólabúð og 380 Restautant lokuð.

Opnum aftur klukkan 10 mánudaginn 7. sept.

Við viljum minna á að það eru síðustu forvöð á að skrá sig í tónlistarskólann á haustönn. 

Vinsamlega sendið póst fyrir föstudaginn 4. september á  skolastjori@reykholar.is

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps annast greiðslu á sérstökum húsnæðisstuðningi til fjölskyldna og einstaklinga, sem eru ekki á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði vegna lágra launa, þungrar framfærslubyrðar og félagslegra aðstæðna.

Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur vegna greiðslu á húsaleigu umfram húsnæðisbætur sem greiddar eru af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Sjá reglur

 

Umsóknareyðublað má nálgast hér

 

Með umsókninni þarf að fylgja:

  • Afgreiðsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar varðandi almennar húsnæðisbætur
  • Upplýsingar um tekjur og eignir heimilismanna, 18 ára og eldri.

 

Umsóknir skulu berast til félagsmálastjóra á netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is

 

Endurnýja skal umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning á tólf mánaða fresti.

 

1. september 2020

Plastlaus september

Plastlaus september hvetur okkur til að nota minna af einnota plasti og velja vörur úr öðru hráefni þegar því er komið við.

 

Átakið snýst ekki um að vera fullkomlega plastlaus í september heldur að finna sér markmið í mánuðinum til að minnka neyslu á einnota plastumbúðum.

 

Einfaldar breytingar á neysluvenjum:

  • Sleppið notkun á plastpokum
  • Sleppið notkun á einnota borðbúnaði
  • Notið eyrnapinna sem gerðir eru úr pappa eða bambus í stað þeirra sem eru úr plasti
  • Notið bambustannbursta í stað þeirra sem eru úr plasti
  • Afþakkið rör
  • Notið fjölnota kaffimál
  • Notið fjölnota matar- og drykkjarílát
  • Veljið umbúðalausar vörur þar sem það er hægt. Veljið til dæmis grænmeti í lausu.
  • Veljið hreinlætisvörur sem innihalda ekki örplast
  • Flokkið allt sem hægt er.

 Um átakið má lesa hér.

 

28. ágúst 2020

Fjallskilaseðillinn birtur

Fjallskilaseðill Reykhólahrepps 2020 er kominn hér á vefinn. Honum er einnig dreift í prentuðu formi.

Göngur og réttir verða að einhverju leyti með öðru sniði en venjulega, vegna þess að gæta þarf að smitvörnum vegna Covid-19. 

Landssamtök sauðfjárbænda eru að vinna að gerð leiðbeininga fyrir bændur, í samræmi við ákvarðanir stjórnvalda um sóttvarnir.

Þær verða birtar hér á síðunni innan tíðar.

Uppfært 29. 8. 

Eins og fram kemur í athugasemdum hér fyrir neðan, var dagsetningin á Kinnarstaðarétt ekki rétt. Hún hefur nú verið leiðrétt í fjallskilaseðlinum. Réttað verður í Kinnarstaðarétt sunnudaginn 13. september.

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30