Tenglar

28. september 2020

Hólabúð lokað eftir 2 daga

Aðeins 2 dagar í lokun. 
Allt í Hólabúð á 40% afslætti, -nema tóbak-!

 

Þannig hljóðar tilkynning frá eigendum Hólabúðar, þeim Ásu Fossdal og Reyni Róbertssyni, sem hafa ákveðið að hætta rekstri Hólabúðar og veitingastaðarins 380 Restaurant núna um mánaðamótin. Þau hafa rekið búðina í 5 og hálft ár og veitingasöluna í 3 ár. 

 

Verslunarrekstur í hinum dreifðu byggðum og á litlum stöðum er ekki auðveldur, og þó það sé hálfgert öfugstreymi þá verður samkeppnin við stóru lágvöruverðsverslanirnar harðari eftir því sem samgöngur batna. 

 

Það er alltaf eftirsjá að góðu fólki og bagalegt að búðinni skuli lokað, en Reyni og Ásu eru færðar þakkir fyrir góða þjónustu þennan tíma og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

 

26. september 2020

Umhverfisvottun Vestfjarða

1 af 2

Til að hljóta umhverfisvottun hjá EARTH CHECK (sem er eina umhverfisvottunarþjónustan sem býður úttektir og vottun fyrir sveitarfélög) þarf að sýna áhuga með því að setja fram stefnu og framkvæmdaáætlun.  Þessu er fylgt eftir með visthæfari innkaupum, sparnað í vatns-orku og pappírsnotkun, verja hluta tekna til náttúruverndar og félagsþjónustu og fleira og fleira.

...
Meira

Leikskólinn Hólabær er kominn með nýja vefsíðu og er tengill á hana hér vinstra megin á síðunni. Síðan er enn í vinnslu, svo ekki er allt komið inn á hana sem þar á að vera. 

Í Hólabæ er verið að taka upp svonefnt Karellen leikskólakerfi, sem í stuttu máli er skráning á mætingu barna og starfsfólks, utanumhald upplýsinga og samskipti við foreldra.

 

Um þessar mundir eru 13 börn á leikskólanum, og vonir standa til að þeim fjölgi áður en langt um líður. Alls starfa 6 manns í Hólabæ, en ekki allir í 100% starfi. 

Húsnæðið sem leikskólinn er í, var fyrsti barnaskólinn á Reykhólum, byggður 1958, og ævinlega kallaður gamli skólinn þar til leikskólinn fékk húsnæðið kringum 1990. 

 

21. september 2020

Tilkynning vegna Covid-19 smits

Upp hefur komið smit í Reykhólahreppi. Smitið greindist hjá gestkomandi einstaklingi sem var þegar í sóttkví og því er engin hætta á útbreiðslu smits.

Skv. upplýsingum frá lögreglunni fór viðkomandi eftir settum sóttvarnarreglum. Nokkrir einstaklingar eru í sóttkví.

 

 Höldum áfram að gæta að sóttvörnum og munum að gæta fyrst að okkur sjálfum og síðan að öðrum.

Munum að við erum öll almannavarnir.

 

https://www.covid.is/

 

Sveitarstjóri.

Reykhólahreppur auglýsir stöðu hjúkrunarforstjóra Barmahlíðar frá og með 1. desember 2020.

Leitað er að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi með faglega sýn á öldrunarmál. Um 100% starf er að ræða.

Starfssvið:

  • Fagleg ábyrgð á hjúkrunarþjónustu.
  • Umsjón með rekstri og stjórnun heimilisins.
  • Starfsmannamál og vaktaplönun.
  • Hjúkrunarforstjóri er ábyrgur gagnvart stjórn Barmahlíðar.

 

Menntun, hæfni og reynsla:

  • Háskólagráða í hjúkrunarfræði.
  • Framhaldsmenntun og góð reynsla í geðhjúkrun æskileg.
  • Þekking á RAI-mati.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og góður samstarfsvilji.
  • Umsóknarfrestur er til og með 5. október 2020.

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð er með 14 hjúkrunarrými og 2 dvalarrými og þar starfa að jafnaði 14 starfsmenn. Lagt er upp með að veita íbúum heimilisins ávallt bestu þjónustu á hverjum tíma og vera jafnframt aðlaðandi starfsvettvangur.

Húsnæði fylgir starfinu.

 

Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 896-3629. Umsókn með ferilskrá berist á netfangið sveitarstjori@reykholar.is

Stjórn Brautarinnar sem á og hefur séð um rekstur Veltibílsins s.l. 25 ár, þar sem rúmlega 350.000 manns hafa farið snúning, hefur ákveðið að heimsækja Vestfirðinga og mætir á Reykhóla sunnudaginn 20. september klukkan 15 fyrir utan grunnskólann.

 

Tilefni og tilgangur þessarar ferðar:   

  • Minna okkar dýrmætu börn á að það á alltaf að nota beltin.
  • Fagna því að nýr Veltibíll er tilbúinn til notkunar eftir talsverðar endurbætur, en núna er Veltibíllinn staðsettur uppá litlum vörubíl en var áður á kerru.
  • Nota fjármuni sem fundust nýverið nokkuð óvænt (amk okkur) á reikning í Landsbankanum á Ísafirði og tilheyrðu Vestfjarðardeild Bindindisfélags Ökumanna, deild sem Reynir Ingason heitinn frá Ísafirði stýrði svo vel.

Hinn eini sanni Víðir Reynisson leggur blessun sína yfir þessa ferð okkar, leggur til að allir sem fara í Veltibílinn noti handspritt og bíllinn sé sótthreinsaður vel á milli skóla, sem okkur er ljúft og skylt að gera.   

 

Magnús Baldursson, sálfræðingur, býður upp á sálfræðiþjónustu í vetur, fyrir bæði börn og fullorðna. Markmiðið er að koma til móts við íbúa Reykhólahrepps og bjóða upp á sálfræðiþjónustu í heimabyggð.
Magnús mun koma um það bil einu sinni í mánuði og sinna skólanum til klukkan 15 en bjóða upp á þrjú viðtöl eftir að skóla lýkur. Viðtölin verða á neðri vistinni.
Sálfræðitíminn kostar 17.000.- kr. og hægt er að sækja um styrk hjá flestum aðildarfélögum.

 

Nánari upplýsingar og tímapantanir hjá Magnúsi (magnusbald@simnet.is)

14. september 2020

Laus störf í Barmahlíð

Starfsfólk bráðvantar í aðhlynningu og ræstingu á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð  sem fyrst.

Um er að ræða 100% starfshlutfall í vaktavinnu eða eftir samkomulagi.

 

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 4347817, eða á netfanginu barmahlid@reykholar.is .

Við endurskoðun á fyrirkomulagi dýralæknisþjónustu í dreifðum byggðum landsins fyrr á árinu var ákveðið að fækka héraðsdýralæknum samhliða verkkaupum af dýralæknum í dreifðum byggðum. Fyrri áfangi er nú stiginn sem er fækkun úr sex umdæmum í fimm og seinni áfangi verður stiginn á næsta ári og þá fækkað í fjögur umdæmi. 


Skrifstofa Matvælastofnunar á Hvanneyri verður áfram rekin þar samhliða skrifstofu umdæmisins í Hafnarfirði. Skrifstofa N-Vesturumdæmis er áfram á Sauðárkróki, en samhliða rekur Matvælastofnun skrifstofu fiskeldismála á Ísafirði. 

...
Meira
11. september 2020

Fjallskilanefnd gjörir kunnugt:

Almennar reglur sem hafa verið gefnar út og má finna á heimasíðu Landssamtaka Sauðfjárbænda eru í gildi fyrir Reykhólahrepp. Hér er nýjasta uppfærsla

Við leitir:
-    Gæta þarf að 1 metra reglunni og almennum sóttvörnum.

-    Leitarstjórar skulu fá upplýsingar um hverjir séu leitarmenn á hverjum stað og halda utan um þá skráningu.

-    Muna eftir notkun persónuhlífa þar sem við á.

Í réttum:
-    Gæta þarf að almennum sóttvörnum og nota persónuhlífar þegar nauðsyn krefst þess.

-    Aðeins þeir sem eiga fjárvon komi til réttar. Bændur sem eiga ekki fjárvon en staðreyndin sýnir annað, fá símhringingu þess efnis frá réttarstjóra um fjölda og geta sótt féð eftir að almennum réttarstörfum er lokið.

 

-    Utanaðkomandi aðilar sem eru ekki að vinna við réttir eru vinsamlegast beðnir um að halda sig frá réttum.

-    Áfengi er rétt að geyma heima og njóta síðar.

Munið að sýna almenna skynsemi og fara varlega,
við erum öll almannavarnir.

 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30