Þörungaverksmiðjan fyrirmyndarfyrirtæki
Viðskiptablaðið í samstarfi við Kelduna birti í gær lista yfir fyrirtæki á landinu sem fá einkunnina fyrirmyndarfyrirtæki á þessu ári. En 2,8% íslenskra fyrirtækja komast á listann.
...Meira
Viðskiptablaðið í samstarfi við Kelduna birti í gær lista yfir fyrirtæki á landinu sem fá einkunnina fyrirmyndarfyrirtæki á þessu ári. En 2,8% íslenskra fyrirtækja komast á listann.
...Sveitarstjórnir Húnaþings vestra, Dalabyggðar, Strandabyggðar og Reykhólahrepps hafa ályktað sameiginlega um afurðaverð til sauðfjárbænda. Sveitarstjórn Reykhólahrepps samykkti ályktunina formlega á fundi þann 8. okt.
Sauðfjárrækt er ein stærsta stoðin undir byggð í þessum sveitarfélögum og brýnt að bændur búi við meira afkomuöryggi í sínum rekstri.
Afurðarverð til sauðfjárbænda, ályktun:
Sveitarstjórnir Húnaþings vestra, Dalabyggðar, Strandabyggðar og Reykhólahrepps lýsa yfir þungum áhyggjum af lágu afurðaverði til sauðfjárbænda og þeim seinagangi sem var við birtingu afurðastöðvaverðs haustið 2020.
Sauðfjárrækt er stærsta búgrein þessara sveitarfélaga og mikilvæg forsenda búsetu í dreifbýli sveitarfélaganna en í þessum sveitarfélögum var rúmlega 21% af framleiðslu kindakjöts árið 2019. Á undanförnum árum hafa orðið ábúendaskipti á nokkrum bújörðum í sveitarfélögunum og yngra fólk með fjölskyldur tekið við. Þeim fylgja börn á skólaaldri og styðja þessar fjölskyldur þannig við þá þjónustu sem sveitarfélögin veita ásamt því að halda uppi atvinnustigi á svæðinu.
Líkt og í öðrum rekstri er mikilvægt að sauðfjárbændur fái sanngjarnt verð fyrir sína vöru og hafi þannig forsendur til áætlanagerðar og ákvarðanatöku. Sveitarstjórnirnar skora því á afurðastöðvar að gefa út afurðaverð 2021 fyrir komandi áramót.
Samkvæmt samantekt Landssamtaka sauðfjárbænda var afurðaverð til íslenskra sauðfjárbænda á síðasta ári það lægsta sem finnst í Evrópu og miðað við nýbirtar verðskrár 2020 er vegið meðalverð 502 kr/kg. Hefði afurðaverð fylgt almennri verðlagsþróun frá 2014 ætti það að vera 690 kr/kg. Því vantar enn tæpar 200 kr/kg uppá afurðastöðvaverð og það gengur ekki upp til lengdar að greiða verð undir framleiðslukostnaði.
Í heimsfaraldri vegna COVID-19 fengu Íslendingar góða áminningu um mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu og nauðsynlegt er að styðja vel við hana. Það er ekki síður mikilvægt fyrir landbúnaðarhéruð eins og Húnaþing vestra, Dalabyggð, Strandabyggð og Reykhólahrepp að sauðfjárbændur fái sanngjarnt verð fyrir sína framleiðslu.
65. Fjórðungsþingi Vestfirðinga - haustþingi var að ljúka. Þetta var um margt óvenjulegt þing en þótti að flestu leyti heppnast vel. Það fyrirkomulag að halda þingið í fjarfundi var nýnæmi, en þar sem flestir eru orðnir nokkuð vanir að nota fjarfundabúnað gekk þinghaldið ágætlega. Fundarmenn voru almennt ánægðir með framgang mála á þinginu, framsetning mála var markviss, umræður málefnalegar og afgreiðsla skilvirk.
Samkomulag var á þinginu um að Hafdís Gunnarsdóttir, Ísafjarðarbæ, verði áfram formaður stjórnar Fjórðungssambandsins fram að 66. Fjórðungsþingi Vestfirðinga - haustþingi, en þá taki Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Reykhólum við og verði formaður út kjörtímabilið.
Nánari fréttir verða birtar af ályktunum og niðurstöðum þingsins eftir helgi.
Sveitarstjórnarfundur sem auglýstur er 8. okt. verður haldinn sem fjarfundur, vegna ríkjandi ástands.
Ennfremur er athygli vakin á breyttum fundartíma, en reglulegir sveitarstjórnarfundir verða eftirleiðis haldnir annan fimmtudag hvers mánaðar, kl. 15:00, í stað þriðjudags eins og verið hefur undanfarið.
Heilsugæslan hefur tekið saman töflu sem tekur mismunandi einkenni COVID-19, kvefs og flensu.
Hana er að sjá hér:
https://www.ahs.is/wp-content/uploads/2020/10/Mismunandi-einkenni-Covid-19-Kvefs-og-Flensu.png
Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála hefur staðfest ákvörðun sveitastjórnar Reykhólahrepps um að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi fyrir ÞH leið á Vestfjarðarvegi (60) um Teigsskóg.
Úrskurðinn má lesa í heild sinni undir tenglinum Vestfjarðavegur (60) hér til vinstri.
Nú hefur tekið gildi sú regla að þeir sem leita þjónustu á starfsstöðvum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands þurfa að bera andlitsgímu. Þetta gildir fyrir þá sem eiga bókaðan tíma á heilsugæslustöðvum, hjá sérfræðingum og í rannsóknir/meðferð.
Minnum á að mikilvægt er að allir með grun um COVID eða öndunarfæraeinkenni hafa samband við heilsugæsluna símleiðis en komi ekki óboðaðir á heilsugæsluna.
Einnig er mælst er til þess að hámark einn aðstandandi fylgi skjólstæðingi í viðtal sé þess þörf og fólk stoppi ekki lengur í húsnæði HVE en þörf er á.
Nálgast má grímu í afgreiðslu ef nauðsyn krefur.
Starfsfólk HVE Búðardal / Reykhólum