Tenglar

Endurskoðun Aðalskipulags Reykhólahrepps – Verkefnislýsing

 

Á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps 9. júní sl. var lögð fram og samþykkt til kynningar verkefnislýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags Reykhólahrepps 2006-2018. Tilgangur lýsingar er að gefa íbúum og öðrum hagsmunaaðilum kost á að kynna sér þá vinnu sem er framundan og koma á framfæri ábendingum um nálgun við endurskoðunina, viðfangsefni hennar, helstu forsendur og aðferðir við umhverfismat. 

 

Lýsingin er auglýst í  samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er hún  til sýnis í stjórnsýsluhúsi Reykhólahrepps við Maríutröð á Reykhólum og á vef sveitarfélagsins: reykholar.is. Samhliða auglýsingu er verkefnislýsingin send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra stofanana og aðila sem hlut eiga að máli, sem og aðliggjandi sveitarfélaga.

 

Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér lýsinguna og senda ábendingar, hugmyndir og sjónarmið fyrir lok 10. ágúst nk.  Ábendingar má senda til skrifstofu Reykhólahrepps, stjórnsýsluhúsi við Maríutröð, 380 Reykhólahreppur, eða á netfang embættis skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins: skipulag@dalir.is merkt „Reykhólahreppur-Verkefnislýsing“.

 

Reykhólum 29. júní 2020.

 

Þórður Már Sigfússon,

skipulagsfulltrúi.

 

Verkefnislýsinguna má nálgast hér

 

Fjallskilanefnd og sveitarstjórn hafa lagt til að leitadagar í Reykhólahreppi verði eftirfarandi:

 

Svæði 1 – 7Kleifar, Brekkuá að Króksfjarðarnesi, Króksfjarðarnes, Bakkadalur að Naðurdalsá og Borgarland: 19. september.


Svæði 8Naðurdalsá að Hjallaá: 12. september.


Svæði 9Reykjanes: 11. september.


Svæði 10Hjallaá út Hallsteinsnes að Djúpadal: 13. september.


Svæði 1114Djúpidalur að Skálanesi: 12. september.

 

Svæði 15 og 16Kálfadalur, Eyri, Klettur, Seljaland og Fjarðarhorn: 5. september.


Svæði 17Þorskafjarðarheiði og norðan Reiphólsfjalla: frá og með 28. ágúst og eftir því sem veður leyfir.


Svæði 18Múlasveit 31. ágúst – 4. september.


Seinni leit allra svæða verði 26. september.


 Bændum er bent á að hægt er að gera athugasemdir við leitadaga til 15. júlí á skrifstofu Reykhólahrepps. Athugasemdir verða skoðaðar og brugðist við þeim.

 

Kjördeild í Reykhólahreppi við kjör forseta Íslands laugardaginn 27. júní er á skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a á Reykhólum.

 

Kjörfundur stendur frá kl. 9:00 – 18:00.


Kosningar til embættis forseta Íslands fara fram í samræmi við lög um framboð og kjör forseta Íslands. Um kosningaathöfnina sjálfa, sem og undirbúning hennar, atkvæðagreiðslu utan kjörstaða og á kjörstað, fer að öðru leyti samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis eftir því sem við á.

 

Kjósendur eru minntir á að hafa meðferðis persónuskilríki á kjörstað, eins og áskilið er í lögum.

Afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum verður lokuð mánudaginn 29. júní. Næst verður opið mánudaginn 6. júlí.

1 af 2

Á rúmri viku hafa um 20% þeirra sem boðin hefur verið þátttaka í rannsókn Krabbameinsfélagsins, Áttavitanum, tekið þátt. Rannsóknin miðar að því að kortleggja reynslu þeirra sem greinst hafa með krabbamein af greiningar- og meðferðarferlinu. Niðurstöðurnar verða nýttar til að vekja athygli á hvar úrbóta er þörf.


Tæplega 1000 manns hafa nú skráð sig í rannsóknina og í dag verður þeim sem enn hafa ekki skráð sig send textaskilaboð til að ítreka boð um þátttöku.


Nánari upplýsingar veita Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, halla@krabb.is, í síma 859 4009 og Jóhanna Eyrún Torfadóttir, ábyrgðamaður rannsóknarinnar hjá Krabbameinsfélaginu, johanna@krabb.is, í síma 699-2405.

...
Meira

Hreinsitækni stefnir að því að vera hérna í næstu viku með rotþróahreinsun.

Ef fólk óskar eftir þeirri þjónustu þarf að hafa samband við skrifstofu Reykhólahrepps í síma 430-3200 eða á netfangið skrifstofa@reykholar.is.

 

 

Bráðabirgðaopnun Grettislaugar verður mánudaginn 22. júní.

 

Opnunartími verður frá kl. 13 – 21.

 

Búningsaðstaða er ekki fullfrágengin, enn er beðið eftir innréttingum sem væntanlegar eru um miðjan júlí.

 Snagar og körfur hafa verið sett upp til bráðabirgða og er fólk beðið að taka tillit til þess.

 Gera má ráð fyrir truflunum á opnun sundlaugar þegar innréttingar verða settar upp.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum þann 16. júní sl. umsókn Vegagerðarinnar, dags. 15. maí 2020, um framkvæmdaleyfi fyrir gerð sjóvarnar í Flatey. Skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins hefur framfylgt ákvörðun sveitarstjórnar með útgáfu framkvæmdaleyfis.

 

Verkið felur í sér byggingu á sjóvörn við gamla þorpið á um 30 metra kafla og eru verklok áætluð eigi síðar en 1. ágúst 2020.

Leyfið er veitt með vísan í 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, s.br. 5., 6. og 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

 

Framkvæmdin er í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir, sbr. 10. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 en í gildi er deiliskipulag af svæðinu og í Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 er lögð áhersla á að spornað verði við landbroti af völdum sjávargangs með styrkingu og viðhaldi sjóvarnargarða.

 

Framkvæmdin er innan verndarsvæðis í byggð fyrir Flatey og er m.a. að hluta til innan 15 metra verndarsvæðis við Stóragarð sem er friðað mannvirki. Samkvæmt 6. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 auglýsti sveitarstjórn hina fyrirhuguðu framkvæmd áður en málið var tekið þar til afgreiðslu og gafst athugasemdafrestur frá 25. maí til 15. júní.

 

Leitað var umsagna hjá Minjastofnun Íslands og Breiðafjarðarnefnd sem gerðu ekki aðrar athugasemdir við framkvæmdina en að hún uppfyllti skilyrði varðandi verndarsvæði í byggð. Hefur þeim skilyrðum verið uppfyllt.

 

Auk þess verður ráðist í endurbætur á ferjubryggjunni í Flatey en hún sú framkvæmd er ekki leyfisskyld með vísan í 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012

 

Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi.

Sjá einnig útboðsteikningar hér

1 af 11

Á þjóðhátíðardaginn var í Bjarkalundi haldin fyrsta almenna samkoman frá því í byrjun mars, að saltkjötsveisla Lions var haldin.

 

Í Bjarkalundi voru að venju hátíðahöld, að þessu sinni í samstarfi við Ungmennafélagið Aftureldingu, en hin ýmsu félög á svæðinu hafa skipst á um að halda þessa skemmtun.

 

Á þjóðhátíðardaginn kemur fjallkonan fram og flytur hugvekju og gjarnan kvæði, að þesu sinni var Ása Fossdal í hlutverki fjallkonunnar og flutti kvæðið Tungumálið mitt, eftir Júlíönu Jónsdóttur, sem var fædd á Búrfelli í Hálsasveit í Borgarfirði 1838 og var fyrst íslenskra kvenna til að gefa út ljóðabók. Það var bókin Stúlka sem kom út árið 1876. Júlíana lést í Bandaríkjunum 12. júní árið 1917.

 

Boðið var upp á hoppukastala og andlitsskreytingu fyrir yngri kynslóðina og kafffihlaðborð  var í Bjarkalundi.

Einnig var opið í ÖSSU í Króksfjarðarnesi og vöfflur og fleira góðgæti í boði, ásamt ótrúlega fjölbreyttu handverki.

Á morgun, 17. júní verðum við með opið frá kl. 16 til 19.

Verið velkomin og munið að njóta dagsins. 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30