Tenglar

15. ágúst 2019

Vegleg gjöf til leikskólans

mynd Birgitta Jónasdóttir
mynd Birgitta Jónasdóttir

Foreldrafélag Reykhólaskóla færði leikskólanum peningagjöf.

Eins og sjá má var henni varið til leikfangakaupa, svo nú hafa börnin á leikskólanum nóg við að vera.

Með þessari mynd vill  leikskóladeild Reykhólaskóla færa félaginu bestu þakkir.

  

1 af 2

Reykhólahreppur auglýsir stöðu umsjónarmanns sundlaugar og íþróttahúss lausa til umsóknar. Um er að ræða 100% starf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 

Frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri.

 

Umsóknir skulu sendast á tövlufangið sveitarstjóri@reykholar.is eða á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5a, Reykhólum. Umsóknarfrestur er til 1. september 2019.

 

Sveitarstjóri

  

Hundadalur, mynd af síðu Byggðasafns Dalamanna
Hundadalur, mynd af síðu Byggðasafns Dalamanna

Miðvikudaginn 14. ágúst verður sögurölt í Hundadal í Miðdölum. Mæting er á hlaðinu á Neðri-Hundadal kl. 19:30. Sigursteinn bóndi þar mun leiða röltið og segja sögur tengdar Hundadal og Suðurdölum frá landnámi til okkar dags.

 

 Söguröltin eru samstarfsverkefni Byggðasafns Dalamanna og Sauðfjárseturs á Ströndum. Sögurölt í Hundadal er það áttunda af tíu í sumar og það síðasta sem ráðgert er í Dölunum.

 

Vikuna 19.-22. ágúst verður níunda söguröltið á Ströndum og í lok ágúst verður það síðasta á góðum stað.

  

Í allt voru um 50 manns
Í allt voru um 50 manns
1 af 6

Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða, ásamt fulltrúum faghópa, varði deginum í dag til vettvangsferðar um Dali og Reykhólahrepp.


Erindið var að kynna sér áform um virkjun vindorku. 

...
Meira

Hótel Bjarkalundur leitar að starfsfólki í tímabundið starf, en starfstíminn er frá miðjum ágúst til 30. september.

 

Um er að ræða starfsmann sem sinnir almennum hótelstörfum eins og t.d. þrifum, afgreiðslu og annari þjónustu við gesti.

 Möguleiki er á því að um hlutastarf sé að ræða.

 

 Hótelið er sumarhótel og starfsrækt frá byrjun maí og til loka september. Hótelið er á sunnanverðum vestfjörðum í ca. 200 km. fjarlægð frá Reykjavík.

 

Á hótelinu eru 16 herbergi auk 6 smáhýsa, auk þess er boðið upp á tjaldstæði. Á hótelinu er rekin veitingastaður með léttum veitingum.

N1 rekur bensínstöð við hótelið.

 

 Nánari upplýsingar eru veittar í síma 891-9090 og í tölvupósti: vadalfjoll@gmail.com

 

  

myndir, Jamie Lee
myndir, Jamie Lee
1 af 5

Breyttur opnunartími á Báta- og hlunnindasýningunni í ágúst, en sýningin verður opin kl 11 - 18 mánud.- laugard.

 

Kíkið við og sjáið nýju þang- og þara sýninguna okkar. Mælum líka með nýja rabbabara ísnum okkar og vöfflunum. Kíkið á okkur áður en haustar, en opið verður til 31. ágúst.

 

Hlökkum til að sjá sem flesta.

  

1 af 7

Dagskrá tólftu Ólafsdalshátíðarinnar sem verður haldin næsta laugardag, 17. ágúst, er hér til hliðar.


Glæsileg dagskrá fyrir alla aldurshópa. Frítt er inn á hátíðina en lífrænt vottað Ólafsdalsgrænmeti og happdrætti selt til að hafa upp í kostnað.

Gönguferðir hefjast kl. 11.00 en hátíðardagskráin kl. 13.00. Tilvalið að dvelja við Breiðafjörð um helgina. tína berin bláu, heimsækja aðra sögustaði o.fl.


  

Íslandsmeistaramótið í hrútadómum, verður haldið sunnudaginn 18. ágúst og hefst kl. 14:00 í Sævangi við Steingrímsfjörð.


Að venju verður kjötsúpa á boðstólum og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn.


 


Einnig er stórskemmtilegt happdrætti og eru líflömb í vinning. Kostar miðinn 800 kr. og geta þeir sem komast ekki á staðinn keypt sér miða í gegnum Facebook síðu Sauðfjársetursins eða hjá Ester í síma 693-3474.


  



...
Meira
8. ágúst 2019

Leitardagar 2019

1 af 3

Leitardagar í Reykhólahreppi 2019

 

Fjallskilanefnd hefur lagt til eftirfarandi dagsetningar.

 

Föstud. 30. ágúst og næstu daga, eftir veðri: Þorskafjarðarheiði og norðan Reiphólsfjalla.

Mánud. 2. - föstud. 6. sept. : Múlasveit.

Laugard. 7. sept. : Borgarland, Hafrafell, og Kollafjörður (Gufsu)

Föstud. 13. sept. : Reykjanes utan þjóðvegar við Bjarkalund.

Laugard. 14. sept. : Frá Brekkuá í Gilsfirði að Hjallaá í Þorskafirði, og frá Djúpadal að Skálanesi.

Sunnud. 15. sept. : Hallsteinsnes.

Laugard. 28. sept. : Seinni leit á öllum svæðum.

 

  

Okkur í Reykhólaskóla bráðvantar starfsmann í þrif.

 

Staðan getur verið 100% en einnig er möguleiki á að deila stöðunni og vera í minna hlutfalli. Áhugasamir geta haft samband við skólastjóra Reykhólaskóla í síma 867-1704 eða á netfangið: skolastjori@reykholar.is

  

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30