Tenglar

1 af 2

Nýlega setti Orkubú Vestfjarða upp hleðslustöð fyrir rafbíla í Bjarkalundi.


Alls er Orkubúið með 4 hleðslustöðvar, hinar eru á Hólmavík, í Reykjanesi og á Patreksfirði. Einnig er á döfinni að setja upp hleðslustöð í Flókalundi.

  

1 af 3

Bæjarverkstjóri / áhaldahús


Reykhólahreppur auglýsir eftir bæjarverkstjóra í áhaldahús.


Starfið felur í sér að hafa eftirlit og umsjón með húsnæði sveitarfélagsins, almennri umhirðu gatna og lóða, sinna hafnarvörslu fyrir Reykhólahöfn og sorpsvæði ásamt tengdum verkefnum.


Húsvörður við Reykhólaskóla og Barmahlíð


Reykhólahreppur óskar eftir húsverði við Reykhólaskóla og Barmahlíð sem getur hafið störf sem fyrst.


Reiknað er með 100% starfi, 80% við Reykhólaskóla og 20% við Barmahlíð. Innifalið í starfinu er hluti af ræstingum við Reykhólaskóla.


Sjá nánar í Laus störf hér til vinstri.


  

...
Meira
28. ágúst 2019

Jóhanna frá Kletti látin

Jóhanna Jóhannesdóttir
Jóhanna Jóhannesdóttir

Jóhanna  Jóhannesdóttir fæddist á Dynjanda við Leirufjörð í Jökulfjörðum.

Hún bjó á Kletti í Kollafirði ásamt manni sínum Haraldi Sæmundssyni tæp 20 ár, þar til hann lést haustið 1974. Vorið eftir flutti hún að Reykhólum og bjó þar nokkur ár, þar til hún flutti suður. Síðast átti hún heima í Mosfellsbæ.

 

Börn hennar eru María Kristjánsdóttir, Soffía Haraldsdóttir, Ólafur Helgi Haraldsson, Hrafnhildur Haraldsdóttir, Jóhannes Haraldsson og Gunnsteinn Haraldsson.

 

Jóhanna verður jarðsungin frá Guðríðarkirkju, mánudaginn 2. september kl. 13:00.

Aðstandendum eru færðar innilegustu samúðarkveðjur.

  

Tíunda og síðasta sögurölt sumarsins verður á Gilsfjarðarbrekku, miðvikudaginn 28. ágúst kl. 19:30. Mæting er á túninu móts við afleggjarann að bænum og gengið verður niður í fjöruna. Í fjörunni verður sagt frá daglegu lífi á Gilsfjarðarbrekku, frá ábúendum, Steinadalsheiði, hrakningum og draugum.

Vegalengdin er mjög stutt og þeim sem finnst of stutt gengið er bent á að hægt er að mæta aðeins fyrr, leggja bílnum og ganga eftir veginum síðasta spottann að Gilsfjarðarbrekku.

Sögurölt er samstarfsverkefni Sauðfjárseturs á Ströndum og Byggðasafns Dalamanna
.

  

Frá íbúafundi 2018
Frá íbúafundi 2018

Almennur íbúafundur í Reykhólahreppi verður haldinn í Reykhólaskóla þriðjudaginn 27. ágúst kl. 19:30.

 

Sveitarstjóri fer yfir helstu mál sveitarfélagsins en síðan mun Skúli Gautason stýra hópavinnu.

Allir eru hvattir til að mæta og láta sig málefni sveitarfélagsins varða.

 

Sveitarstjóri

 

  

Órafmögnuð og þjóðlagakennd kvöldvaka með tónlist frá Bandaríkjunum og Austurríki.


Ian Fisher er söngvaskáld frá St. Genevieve, Missouri. Tónlist hans er sögð sjónarhorn heimshornaferðalangsins á amerískt þjóðlagarokk.
Fräulein Hona er hljómsveit skipuð fjórum austurrískum konum, sem leika á fjölmörg hljóðfæri og syngja allar af valinkunnri snilld og fegurð.  




...
Meira

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps minnir á að unglingar 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Sjá reglur á síðunni, (25. grein).

 

Umsóknir berist til Maríu Játvarðardóttur félagsmálastjóra á netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is, fylla þarf út umsóknareyðublað, senda með afrit af húsaleigusamningi ásamt staðfestingu á skólavist.

 

  

mynd af fb. síðu Sauðfjárseturs
mynd af fb. síðu Sauðfjárseturs

Þátttaka í söguröltum safnanna á Ströndum og í Dölum hefur verið til fyrirmyndar í sumar.

 

Nú er komið að níunda og næstsíðasta sögurölti sumarsins og er það á dagskrá miðvikudaginn 21. ágúst kl. 19:30. Gengið verður frá hlaðinu á Skriðnesenni í Bitrufirði og út með sjónum að Kýrhamri.

 

Vegalengdin frá bænum út að hamrinum er 2 km, eftir auðgengnum slóða. Sögur verða sagðar á leiðinni. Hækkun er engin og veðurspáin er góð. Verið öll hjartanlega velkomin.

  

19. ágúst 2019

Fjallskilaseðillinn 2019

mynd Eiríkur Kristjánsson
mynd Eiríkur Kristjánsson

Fjallskilaseðillinn er nú aðgengilegur hér á vefnum. Hann á að birtast ef smellt er á borðann hér fyrir ofan og líka í tilkynningar hér neðst til hægri.

Það var í nógu að snúast hjá mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, á laugardag. Hún byrjaði heimsókn sína hér fyrir vestan á því að flytja erindi á Ólafsdalshátíðinni, að því loknu var haldið út í Stykkishólm og farið með Breiðafjarðarferjunni Baldri út í Flatey.


 


Erindið þangað var annars vegar að taka við Bókhlöðunni frá Reykhólahreppi og síðan að staðfesta það að Þorpið í Flatey er skilgreint sem verndarsvæði í byggð.


  

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30