Tenglar

Starfsmaður óskast í heimaþjónustu í Reykhólahreppi.

Um hlutastarf er að ræða. Laun samkvæmt kjarasamningi VerkVest.

 

Upplýsingar veitir María Játvarðardóttir félagsmálastjóri í síma 842-2511. Umsóknir skilist á netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is

 

  

Starfsemi smíðavinnustofu í tré á vegum Félagsþjónustunnar hefst næsta miðvikudag, 25. sept.

Rebekka Eiríksdóttir á Stað sér um vinnustofuna sem verður í smíðastofu Reykhólaskóla á miðvikudögum, milli kl. 15:15 og 18:15.


Eldri borgarar ganga fyrir en annars eru allir velkomnir.


Ekki er nauðsynlegt að skrá þátttöku, bara að mæta.

  

24. september 2019

Frá Félagsþjónustunni

Auglýsing um styrki  vegna námskostnaðar eða

 verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks.

 

Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks vekur athygli á rétti fólks til að sækja um  styrki skv. 25. grein laga nr. 37/2018  um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Byggðasamlaginu er heimilt að veita  styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda telst námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing.  Einnig  er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk  til verkfæra og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða  endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðu fólki að skapa sér atvinnu.

 

Umsóknafrestur er til 24. október 2019 og skulu umsóknir berast til félagsþjónustu lögheimilisveitarfélags, umsóknaeyðublöð og reglur um styrki vegna námskostnaðar eða verkfæra- og tækjakaupa eru að finna hjá viðkomandi félagsþjónustu.

 

 

  

24. september 2019

Reykhólabúar í Landanum

Jóhanna Ösp Einarsdóttir
Jóhanna Ösp Einarsdóttir
1 af 8

Reykhólar fengu sínar 5 mínútur af frægð á sunnudagskvöldið þegar 300. Landaþátturinn var sendur út, héðan og þaðan af landinu í heilan sólarhring.


Ákveðið var að taka á móti fólkinu frá sjónvarpinu, Sigríði Halldórsdóttur og Jóhannesi Jónssyni myndatökumanni, við Grettislaug.


  

...
Meira

Suðuleiðbeiningar


Þegar neysluvatn er mengað af sjúkdómsvaldandi gerlum, veirum eða sníkjudýrum er nausynlegt að hreinsa allt vatn sem á að drekka eða nota við matargerð. Algengast er að sjóða neysluvatnið og gera þannig óvirka þá meinvalda sem er að finna í vatninu. Ábending um að sjóða neysluvatn kemur oftast frá heilbrigðiseftirliti vegna gruns um eða að fenginni staðfestingu um að vatnið sé mengað.

Þegar gefin er út viðvörun og notendum bent á að sjóða neysluvatn er rétt að hafa eftirfarandi í huga.

 

Að sjóða neysluvatn:

Vatnið þarf að bullsjóða. Hraðsuðuketill bullsýður vanalega vatnið þegar hann slekkur á sér og það er nægilegt. Ef notaður er örbylgjuofn verður að ganga úr skugga um að vatnið bullsjóði

 

Soðið vatn:

Allt vatn sem drukkið er þarf að vera soðið. Einnig er nauðsynlegt að sjóða vatn sem nota á;

  • við matargerð, s.s. til skolunar á matvælum, sem ekki á að hitameðhöndla þ.e. sjóða eða steikja
  • til íblöndunar safa, annarra drykkja eða matvæla, sem neytt er án eldunar
  • til kaffilögunar, ef kaffivélin sýður ekki vatnið við uppáhellinguna þarf að setja soðið vatn í hana
  • til ísmolagerðar
  • til tannburstunar
  • til böðunar ungbarna
  • til loftræstingar s.s í rakatæki

Þessi listi er ekki tæmandi og verður hver og einn að meta það hvort hætta er á ferðum sé vatnið notað ósoðið.

 

Ósoðið vatn:

Nota má ósoðið vatn;

  • til matargerðar s.s. til skolunar á matvælum sem munu síðar vera elduð
  • til uppþvotta í vél eða höndum og er þá leirtau þurrkað eða látið þorna fyrir notkun
  • til handþvotta
  • til baða, í baðkari eða sturtu en rétt að brýna fyrir börnum að drekka ekki vatnið
  • til tauþvotta
  • til þrifa

Upplýsingar frá heilbrigðiseftirliti, Matvælastofnun og sóttvarnarlækni.

  

1 af 2

Landinn verður í beinni frá Grettislaug kl. 20:50 annað kvöld. Af því tilefni er auka opnun í sundlauginni kl. 20:00 - 22:00 og frítt í sund.

Nýja raðhúsið er 3 íbúðir, 2 76 fm. og 1 95 fm.
Nýja raðhúsið er 3 íbúðir, 2 76 fm. og 1 95 fm.
1 af 4

Í dag afhenti Sigurður Garðarsson f.h. Hrafnshóls ehf. Reykhólahreppi nýtt raðhús, þrjár íbúðir.


Tryggvi Harðarsom sveitarstjóri tók við húsinu f.h. Reykhólahrepps.


Aðeins fjóra mánuði tók að reisa og ganga frá húsunum.


Væntanlegir leigendur tóku við lyklum að íbúðunum upp úr hádegi í dag.


  

...
Meira

                     Aðalskipulag Reykhólahrepps 2006 – 2018

 

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum þann 10. september að auglýsa skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006 – 2018, samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Aðalskipulagsbreytingin felst í að skilgreina iðnaðarsvæði I4:

 

I4 Vatnsaflsvirkjun, Galtarvirkjun í Garpsdal.


Svæðið sem fellur undir nýja skilgreiningu vegna vatnsaflsvirkjunar er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi og er stærð þess undir 5 ha.

 

Með skipulags – og matslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar eða athugasemdir sem snúa að málefnum aðalskipulagsins.

 

Lýsingin liggur frammi, frá 19. september til og með 31. október, á skrifstofu Reykhólahrepps, Stjórnsýsluhúsinu við Maríutröð, Reykhólum, 380 Reykhólahreppi.

 

Athugasemdum eða ábendingum skal skila til skrifstofu skipulagsfulltrúa Reykhólahrepps, að Miðbraut 11, Búðardal eða á netfang embættisins: skipulag@dalir.is fyrir 1. nóvember 2019.

 

Þórður Már Sigfússon,

skipulagsfulltrúi Reykhólahrepps.

  

Sýnishorn af reikningi frá fjarskiptafyrirtæki
Sýnishorn af reikningi frá fjarskiptafyrirtæki

Í ljós hefur komið að sumir íbúar Reykhólahrepps sem eru með ljósleiðaratengingu hjá Fjarskiptafélagi Reykhólahrepps hafa verið tvírukkaðir um línugjöld, bæði af fjarskiptafyrirtækinu sem þeir skipta við, og Reykhólahreppi.

 

Þeim er bent á að yfirfara reikninga frá þeim fjarskiptafyrirtækjum sem þeir skipta við. Í einhverjum tilfellum rukka þau línugjald og ef svo er þarf viðkomandi að hafa samband við sitt fjarskiptafyrirtæki og fá það fellt niður.

Ofgreidd línugjöld eiga að fást endurgreidd frá þeim degi er viðkomandi tengdist ljósleiðaranum.

 

Ljósleiðarinn er eign Fjarskiptafélags Reykhólahrepps og hreppsskrifstofan innheimtir línugjöld af þeim sem eru með tengingu þar.

  

Frétt uppfærð 24. 9. 2019,

Guðmundur Jóhannsson hjá Símanum sendi eftirfarandi athugasemd:

 

„Viðskiptavinir Símans munu fá leiðréttingu vegna ofrukkana á næstu dögum. Við biðjumst innilegrar afsökunar á þessum mistökum og við höfum yfirfarið skráningar í okkar kerfum svo að þetta komi ekki fyrir aftur.“

 

Það er ljúft og skylt að koma þessu á framfæri.

 

  

Katrín Ebba, Bergþór, Hrefna og Matthildur Guðný. mynd Embla Dögg
Katrín Ebba, Bergþór, Hrefna og Matthildur Guðný. mynd Embla Dögg
1 af 2

Það er alltaf jafn ánægjulegt þegar tækifæri gefst til að afhenda startpakka, en Reykhólahreppur hefur um árabil fært foreldrum nýfæddra barna í hreppnum pakka með ýmsu sem kemur sér vel fyrir börnin.

 

Sveitarstjórn fékk verslunina Lindex í lið með sér að útbúa pakkana fyrr á þessu ári og svo var einnig nú.

 

Að þessu sinni voru það Hrefna Jónsdóttir og Bergþór Thorstensen sem Embla Dögg Bachmann færði startpakka handa dóttur þeirra sem fæddist 29. maí síðasliðinn, hún heitir Matthildur Guðný.

Þetta er 2. startpakkinn sem þau fá, fyrir liðlega tveimur og hálfu ári fæddist eldri dóttir þeirra, Katrín Ebba.

 

Fjölskyldunni eru færðar hamingjuóskir. 

  

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30