Tenglar

Broddanes
Broddanes

Hin sívinsælu og vikulegu Sögurölt halda áfram, en það eru söfnin Sauðfjársetur á Ströndum og Byggðasafn Dalamanna sem hafa samvinnu um þau í sumar.

Miðvikudaginn 31. júlí kl. 19:30, er stefnan tekin á Sögurölt á Broddanesi við sunnanverðan Kollafjörð á Ströndum. Gangan verður auðveld og við allra hæfi og margvíslegur fróðleikur í boði. Mæting er við afleggjarann heim að Broddanes Hostel, sem áður var Broddanesskóli.

Jón Thoroddsen
Jón Thoroddsen
1 af 2

Kl. 14.00 mun Katrín Jakbosbsdóttir forsætisráðherra leggja krans á minnisvarða Jóns Thoroddsen, þaðan verður gengið í Hvanngarðabrekku þar sem dagskrá fer fram.

 

Katrín mun flytja erindi: Hugleiðingar um skáldsögur Jóns Thoroddsen. Katrín Jakobsdóttir ræðir um skáldverk langalangafa síns.

Síðan tekur við Björn Thoroddsen, langa- langafabarn Jóns og flytur ljóð hans með dyggum stuðningi Heru Bjarkar.



  

Guðmundur á Grund
Guðmundur á Grund
1 af 3

Íbúi ársins 2019 í Reykhólahreppi er Guðmundur Ólafsson á Grund. Hann var tilnefndur fyrir greiðvikni og fjölda trúnaðarstarfa sem hann hefur gegnt fyrir samfélagið, sem sveitarstjórnarmaður og oddviti, slökkviliðsstjóri og fleira.

 

Margar tilnefningar bárust og vandi að velja, því var ákveðið  að útnefna Jóhannes Geir Gíslason í Skáleyjum einnig, en hann gaf út bók ekki fyrir löngu, Á Eylenduslóðum. Í henni er mikill fróðleikur um lífið í Breiðafjarðareyjum og þar með bjargað frá gleymsku.

  

Götum á Reykhólum verður lokað fyrir almennri umferð í dag milli kl.13:00 og 13:30, meðan sýningarakstur gömlu dráttarvélanna er um plássið.

Það eru nefninlega erfið tryggingamálin ef óskráð vél veldur tjóni á öðru ökutæki, biðjum ykkur að virða lokanir.

1 af 6

10:00 Litadýrðarhlaup Reykhóladaga 

Ræst kl. 10:00 frá Bjarkalundi og hlaupið út að Reykhólum og endað við Grettislaug. Ræst í styttri vegalengdir við Grettislaug kl. 11:00. Þar er hlaupið út Reykjanesið þar sem verða merkingar á kílómeters fresti og þátttakendur ákveða sjàlfir vegalengd sína :) 

 

Umsjón: Jóhanna  Ösp

 

13:00 Dráttarvélaakstur

Þetta er tíunda árið sem dráttarvélarsýning er á Reykhóladögum. Upphafsmaðurinn, Guðmundur Ólafsson, hefur séð um skipulagningu frá upphafi. Keppt verður í akstursleikni eins og áður.

 

Í framhaldi af dráttarvélakeppninni verður svo Læðutog.

 

Frægasti sjónvarpsbíll Íslands, Læðan, á lögheimili á Litlu Grund. Annað árið í röð verður svokallað Læðutog þar sem hraustir einstaklingar fá tækifæri til þess að draga þennan heimsfræga bíl á Íslandi 10 metra.

 

Hvar: Á túninu við Hlunnindasýninguna

Umsjónarmenn: Snillingarnir á Grund

 

 

15:00 á Báta- og hlunnindasýningunni

Jóhannes Geir Gíslason mun sýna hvernig á að útbúa selanet og hvernig á að hreinsa æðardún. Allan daginn verða kaffiveitingar til sölu á sýningunni.

 

15:00 Markaður í íþróttahúsinu

Markaður í íþróttahúsinu þar sem einstaklingar og félög selja varning sinn.

Mælt er með því að fólk komi með seðla. 

Lions styrkir einnig sjálfsvarnarsýningu á markaðnum, sjón er sögu ríkari. 

Kíkið við og gerið kaup aldarinnar!!! 

 

16:00 Rjómatertuuppboð á markaðnum í íþróttahúsinu,

en að þessu sinni verður hægt að bjóða í rjómatertur til að grýta oddvita á meðan ávarpið stendur yfir.

Allur ágóði af rjómatertuuppboðinu mun renna til Félags eldri borgara í Dölum og Reykhólum. Rjómatertuuppboðið mun fara fram kl. 16:00 á markaðnum í íþróttahúsinu, ekki missa af að næla þér í rjómatertu og fá að henda tertu í oddvita. 

 

16:30 Karnival í Hvanngarðabrekkunni

Hið árlega karnival verður að sjálfsögðu á sínum stað. Veltibíllinn mætir á svæðið og fer í fleiri hringi en í fyrra. Flottir hoppukastalar verða settir og nýjungin bubbleboltar.

o.fl. o.fl.

 

18:00  Dimmalimm á Báta og hlunnindasýningunni 

Kómedíuleikhúsið sýnir barnaleikritið sívinsæla Dimmalimm á Reykhóladögum. 

Miðaverð aðeins: 2.500.- krónur.

Posi á staðnum.

 

18:40 – 20:00 Hlé á dagskrá

Tilvalinn tími til að grilla og hafa notalegt. 

 

20:00 Kvöldvaka 

Brekkusöngur að hætti Garðars og Ingimars.

 

Verðlaunaafhending. 

 

Síðast en ekki síst verður hið hefðbundna Ávarp Oddvita. En að þessu sinni verður hægt að grýta oddvita með rjómatertum á meðan ávarpið stendur yfir.

 

21:00 Barnaball

Barnaball fer fram í íþróttahúsinu. Hljómsveitin Mannamót mun leika fyrir dansi á ballinu og halda uppi fjöri. Aðgangseyrir er 1000.- krónur fyrir börn, foreldrar fá frítt inn sem fylgdarmenn barna sinna. Eitt glow stick fylgir hverjum seldum miða. 

Getur verið gott að senda yngri börn með heyrnahlífar eða eyrnatappa.

 

21:00 Sundlaugarpartý

Sundlaugarpartý fyrir 13-17 ára. Dj Ragga Hólm mun þeyta skífum í trylltu partýi. Aðgangseyrir er 1000.- krónur. 

 

 

23:00 Dansleikur

Hljómsveitin Mannamót mun leika fyrir dansi í íþróttahúsinu. Gestasöngkona verður okkar eigin Lovísa Ósk Jónsdóttir og mun hún syngja nokkur vel valin lög með hljómsveitinni. Miðaverð á ballið er 2500.- krónur. 18 ára aldurstakmark

 

  

Frá kassabílakeppni 2016
Frá kassabílakeppni 2016
1 af 4

15:00 Kassabílarall 

 

Nú er tilvalið að finna tíma til að græja kassabíl. Frábær samverustund fyrir foreldra og börn að græja bílinn. Skráning í keppnina er á staðnum og í hverju liði eru einn hlaupari og einn ökumaður. Aldur hlauparans ræður því í hvaða flokki liðið er, svo sem 10-14 ára eða 9 ára og yngri. Ökumenn mega vera á öllum aldri. Fyrstu keppendurnir munu byrja kl 15.

Hjálmur á höfuð er algjört skilyrði og fær enginn að taka þátt sem ekki er með hjálm. 

 

Hvar: Á Hellisbrautinni

Umsjónarmenn: Jóhanna og Styrmir 

 

17:00 Þarabolti

Þaraboltinn fer fram að vanda kl. 17:00 á föstudaginn. Leikreglur eru þannig að 14 ára og eldri mega taka þátt. 5-6 í hverju liði, 5 spila inni á vellinum í einu frá hvoru liði. Bannað er að vera í skóm í keppninni. Subbulegur en skemmtilegur fótbolti. 

Gott er að vera búinn að skrá liðin hjá Örvari í síma 865-3013. Tekið skal fram að þetta er fyrsti viðburðurinn á nýjum fótboltavelli. 

 

Hvar: Á nýja fótboltavellinum

Umsjónarmaður: Örvar Ágústsson

 

 

19:00 Pub Quiz á Hlunnó

 Á hlunnindasýningunni munum við verða með Pub Quiz  kl. 19:00. Aðgangur er ókeypis, 18 ára aldurstakmark og mun þemað vera sjónvarpsþættir og kvikmyndir.

 

Hvar: á Hlunnindasýningunni                                                                                             

Umsjón: Jóhanna Ösp og Jamie Lee

 

22:00 Myrra Rós - tónleikar í Sjávarsmiðjunni

Myrra Rós er íslenskt söngvaskáld sem nýlega gaf út sína þriðja breiðskífu Thought Spun. Stíllinn hennar er persónulegur og frekar dimmur, en aldrei erfiður. Þægilegi norræni treginn er aldrei langt undan – vongóða melankólían – og Myrra Rós er vel að sér í að dáleiða áhorfendur sína með rödd sinni og viðkvæmum harmóníum. Aðgangseyrir 1000 krónur.

 

Hvar: í Sjávarsmiðjunni

Umsjón: Kristín Ingibjörg Tómasdóttir

 

 

  

1 af 2

Hlunnindasýningin, Pub Quiz kl. 19:00

 

Jóhanna Ösp og Jamie á hlunnindasýningunni verða með Pub Quiz kl. 19:00 á föstudaginn. Aðgangur er ókeypis, 18 ára aldurstakmark og mun þemað vera sjónvarpsþættir og kvikmyndir.

 

Sjávarsmiðjan, tónleikar kl. 22:00


 

Myrra Rós er íslenskt söngvaskáld sem nýlega gaf út sína þriðja breiðskífu Thought Spun. Stíllinn hennar er persónulegur og frekar dimmur, en aldrei erfiður. Þægilegi norræni treginn er aldrei langt undan – vongóða melankólían – og Myrra Rós er vel að sér í að dáleiða áhorfendur sína með rödd sinni og viðkvæmum harmóníum. Aðgangseyrir 1000 krónur.

  

Félagsþjónusta Stranda- og Reykhóla auglýsir lausa til umsóknar stöðu félagsmálastjóra frá 1. september 2019.

 

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps var stofnuð 1. febrúar 2011. Fjögur sveitarfélög sameinast um félagsþjónustuna en það eru Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Reykhólahreppur.

 

Félagsmálastjóri hefur aðsetur á Hólmavík en hefur auk þess haft fasta viðveru á Reykhólum einn dag í viku. Sex málaflokkar heyra undir félagsmálastjóra en þeir eru: Barnavernd • Félagsleg heimaþjónusta • Félagsleg ráðgjöf Fjárhagsaðstoð • Málefni aldraðra • Málefni fatlaðra.

 

Nánari upplýsingar um starfið og umsókn er hægt að finna hér.

  

Sjóðheitt!

Komdu á Hlunnó og nældu þér í nýjasta dagatal Kvenfélagsins Kötlu áður en það selst upp.

2000 krónur, gjöf en ekki gjald!

  

Dagskráin á Reykhóladögum

 

Föstudagur 26. júlí:

 Happy hour allan daginn. Heimagerðar vöfflur, djöflakaka, volg brownie með ís, kaffi og heitt súkkulaði.


Laugardagur 27. júlí:

Kl. 10:00  Ára smíði.

Kl. 15:00 Selanet og dúnhreinsun, sýnikennsla.

Kl. 18:00 Kómedíuleikhúsið, Dimmalimm.

Happy hour allan daginn. Heimagerðar vöfflur, djöflakaka, volg brownie með ís, kaffi og heitt súkkulaði.

  

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30